Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 24

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 24
1944 hafi ráðherrar litið á réttinn til setn- ingar bráðabirgðalaga sem neyðarúrræði. Það er eftirtektarvert að eftir að þing fór að koma saman árlega og allt fram til þess að efnahagslegra, félagslegra og póli- tískra áhrifa heimskreppunnar fór að gæta að fullu var sáralítið um að bráða- birgðalög væru sett. Svo er að sjá sem þingmenn hafi fjarlægst uppruna og raun- verulega þýðingu þessa ákvæðis stjórnar- skrárinnar jafnframt því að uppgötva að þeir komust upp með ýmsilegt í þeim efnum. Enda segir Ólafur Jóhannesson í bókinni Stjórnskipun Islands: „Hin tíða útgáfa bráðabirgðalaga á síð- ari árum ber því vitni, að skilyrði stjórn- arskrárinnar um brýna nauðsyn hafi ekki ætíð verið stranglega túlkuð. Sú fram- kvæmd hefur samt eigi leitt til neinna verulegra árekstra milli þings og stjórnar, enda eru bráðabirgðalögin sett í samráði við þingmenn eða þann þingmeirihluta, sem stjórnin styðst við, eða stundum sam- kvæmt ályktun eða áskorun Alþingis eða meirihluta þingmanna. Og þegar ríkis- stjórn hefur þótt mikil við þurfa, mun hún oftast fyrirfram hafa tryggt sér nægan þingstuðning við bráðabirgðalögin.“ Ólýðræðisleg og óþingræðisleg Útgáfa bráðabirgðalaga er ólýðræðis- leg og óþingræðisleg þótt hún geti verið réttlætanleg í undantekningartilvikum. Hún er ólýðræðisleg um leiö og hún er óþingræðisleg vegna þess aö fulltrúar kosnir á löggjafarsamkomu fá ekki tæki- færi til þess með rökræðum að greina, nálgast og hafa áhrif á hvaö sé réttlát niðurstaða. En þctta er grundvallarregla lýðræðis. Þótt það sé ekki stjórnarskrár- bundið að okkur beri að vinna samkvæmt leikreglum lýðræðisins þá tcljum við okk- ur samt í hópi þeirra ríkja sem hafa lýð- ræði í hávegum. Útgáfa bráðabirgðalaga er óþingræðisleg vegna þess að jafnmikil- væg ákvörðun og setning laga fer fram þegar Alþingi, aðalhandhafi löggjafar- valdsins, getur ekki framfylgt frumskyld- um sínum að setja lög og hafa eftirlit með gerðum ríkisstjórnarinnar og veita henni aöhald. Meirihlutastuðningur þingmanna við setningu bráðabirgðalaga getur engan- vegin talist réttlæta setningu þeirra frekar en þótt einskis stuðnings væri leitað við þau. Meirihlutasíuðningur við tiltekna aðgerð er ekki endilega mælikvarði á að lýðræðislega hafi verið staðið að verki. Danskur fræðimaður, Hal Koch að nafni, skýrir þetta allvel í bók sem heitir „Hvað er lýðræði?“ og kom út árið 1946. Þar segir hann í lauslegri endursögn: „I byggðarlagi nokkru er sóknarnefnd, sem skiptist í meirihluta, þar sem eru 7 nefndarmenn og minnihlutann sem er skipaður 4 nefndarmönnum. Meirihlut- inn er þannig öruggur og cngin ástæða til að ætla að á því verði breyting á næstu árum. Á sóknarncfndarfundum gerist það mjög oft að meirihlutinn fylgir úr hlaði með örfáum oröum tillögu, sem þeir hafa áður komið sér saman um að flytja. Þvínæst fær minnihlutinn orðið. Sóknar- nefndin er lýðræðisleg samkoma! Þau í minnihlutanum tala langt mál og stundum vel rökstutt, sem sýnir fram á erfiöleikana sem fylgja málefninu. Á meðan minni- hlutinn flytur mál sitt getur enginn áttað sig á hvort meirihlutinn hlustar eða sefur. En við veröum að gera ráö fyrir því fyrr- nefnda. Þegar minnihlutinn hefur gert grein fyrir athugasemdum sínum getur verið að formaðurinn segi nokkur orð — hann er gjarnan hvassyrtur. Það hefur ekki liðið langur tími þangað til meiri- hlutinn leggur til að nú skuli gengið til at- 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.