Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 10
jafnrétti er aðeins ein leið af mörgum sem
konur eru að feta sig eftir um þessar
mundir. Þetta er ekki eina rétta Ieiðin —
en — kannski skilar hún okkur einhverju.
Þegar við lítum til frændþjóða okkar, þá
sjáum við ákveðinn árangur sem m.a. má
rekja til séraðgerða í þágu kvenna og
kvóta af ýmsum tegundum og gerðum.
Hér áðan staldraði ég stutta stund við
kvennaframboðið 1981 og ætla að lokum
að líta svolítið á það herrans ár 1988.
Nýjar leiðir — nýjar áherslur?
íslenska kvennahreyfingin er margklof-
in. Hana má finna í Kvennalistanum sem
er óneitanlega langstærsti hluti hennar.
Restina má finna í litlum einangruðum
pörtum, meira og minna vængbrotnum,
inni í hinum gömlu stjórnmálaflokkum.
Hinar hefðbundnu grasrótarhreyfingar
kvenna eru að deyja drottni sínum eða
breyta um áherslur og málefni og margar
nýjar að sjá dagsins ljós.
Hugmyndafræðilegur grundvöllur
kvennalistans er ákaflega einfaldur og
byggir á sérstöðu kvenna. Sérstöðu sem
grundvallast á hlutverki þeirra sem
mæðra og húsmæðra, (þ.e. á stöðu þeirra
í því sem sósíalistar hafa kallað endur-
framleiðslu). Þessi sérstaða skapar ólíkan
reynsluheim sem allar konur eiga samcig-
inlegan, óháð ólíkum lífskjörum og/eða
stéttarstöðu. Þessi sérstaki reynsluheimur
kvenna er ósýnilegur og hann er lítils
metinn og þess vegna eru konur valda- og
áhrifslausar. Hlutverk kvennalistans er
að gera þennan reynsluheim kvenna sýni-
legan og að hann verði metinn til jal'ns á
við reynsluheim karla sem stefnumótandi
afl í þjóðfélaginu. Þá fyrst gcti konur og
karlar unnið saman á jafnréttisgrundvelli.
Á síðustu árum hefur hugtakinu reynslu-
heimur verið skipt út fyrir hugtakið
kvennamenning.
Þessi hugmyndafræðilegi grundvöllur
er mjög einfaldur og hann er mjög skýr
og höfðar (eins og skoðanakannanir sýna
okkur) mjög vel til íslenskra kvenna sem
og málflutningurinn sem byggist á honum
og ég tala nú ekki um þær starfsaðferðir
sem hreyfingin virðist hafa tileinkað sér.
Allt þetta höfðar til mín sem og annara
kvenna sem enn eru í Alþýðubandalag-
inu, þetta hefur höfðað til enn l'leiri
kvenna sem voru í Alþýðubandalaginu,
þetta höfðar til allra kvenna úr öllum
flokkum. Og það þarf að taka þetta alvar-
lega, því að það er svo ótrúlega mikið
jákvætt, satt og rétt í þessu.
En inni í þessari örstuttu samantekt á
hugmyndafræðilegum grunni kvennalist-
ans er cin af grundvallarskýringunum á
því hvers vegna ég og margar aðrar
vinstri sinnaðar konur höfum ekki getað
fylkt okkur undir merki hans. Og það er
sú fullyrðing að efnahagslegar eða efnis-
legar aðstæður kvenna skipti litiu eða
engu máli hvað varðar þessa sameigin-
legu reynslu/eða menningu sem verður til
og ákvarðast af stöðu þeirra sem mæðra
og húsmæðra. Þó svo að við viðurkcnnum
ekki að allar skýringar sé að finna í efna-
hagsgerðinni cða stéttaskiptingunni þá
gctum viö ekki litið l'ram hjá mikilvægi
þessara þátta. Hlutverk móðurinnar og
hinnar hagsýnu húsmóður hlýtur að mót-
ast af þeim ytri efnislegu og efnahagslegu
aðstæðum sem hlutverkið er „leikið“ í.
Samfélag hvers tíma hefur óhjákvæmi-
lcga „mótað“ húsmóðurina, samskipti
hennar við aðrar húsmæður og ekki síður
samskipti hennar viö húshóndann, þ.e.
fulltrúa „karlaveldisins“. Þessi samskipti
eru liluti af kvennamenningunni, hluti af
vitund kvenna um sjálfar sig og sína stöðu
58