Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 30

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 30
færðir að greiddu kaupi, en erfitt hefur verið að finna lausn á þessu vandamáli. Pessi þróun, sem bráðabirgðalögin eiga stóran þátt í, hefur grafið mjög undan launþegasamtökunum. í fyrsta lagi hafa heildarsamtökin ekki eins mikil áhrif á launaþróunina og áður var, vegna þess að stór hluti launahækkana er launaskrið sem samtökin hafa engin áhrif á. í öðru lagi hefur þessi þróun grafið undan sam- takamætti launþega. Þegar launþegar sjá fram á að hægt er að ná meiri árangri með persónulegum samningum við atvinnu- rekendur hlýtur sú spurning að koma upp til hvers menn séu félagar í þessum sam- tökum. Eftir á að hyggja höfðu bráðabirgða- lögin frá 1983 mun minni áhrif á hagkerf- ið en ætlast var til, eins og tíundað hefur verið hér. Hins vegar höfðu þau mun meiri félagsleg áhrif á launþegasamtökin en menn gerðu sér e.t.v. grein fyrir í upp- hafi. Það hefur verið erfitt fyrir verka- lýðshreyfinguna að finna svar við þessum árásum á sig. Með bráðabirgðalögunum frá 1983 hrundu stjórnvöld því af stað þróun sem hefur verið verkalýðshreyfing- unni mjög andstæð. Við því mátti svo sem búast frá þeim flokkum sem þá sátu í ríkisstjórn. Nú, tveimur mánuðum eftir setningu bráðabirgðalaganna, verður ekki annað séð en að þróunin stefni í svipaðan farveg og árið 1983. Það eina sem hefur haldið í lögunum eru ákvæði um launamál verka- lýðsfélaganna, og gera það þó varla því óopinberar launahækkanir einstaklinga verða ekki stöðvaðar. Aðrir þættir efna- hagslífsins rúlla óhindrað áfram. Þegar upp verður staðið verður litið á þessi lög sem enn ein óstjórnarlögin, sem lítil áhrif höfðu á efnahagsþróun en vcrður aðal- lega minnst sem enn einnar ósvífinnar árásar á samtök launafólks í landinu. Við öðru er raunar alls ekki að búast vegna þess að þær aðferðir sem notaðar eru gagnvart launafólki passa alls ekki við lausn þeirra vandamála sem við er að etja. Einhverjum gæti kannski dottið í hug að aðaltilgangur laganna sé í raun og veru að klekkja á verkalýðshreyfingunni. Nýleg bráðabirgðalög og alþjóðlegar samþykktir í kjölfar gengisfellingarinnar 16. maí ákvað ríkisstjórnin að taka upp viðræður við verkalýðshreyfinguna. Hún hafði í fyrstunni gert ráð fyrir að eiga viðræður við formenn landssambanda innan ASÍ. Þau áform miðuðu vafalaust að því að reka fleyg milli einstakra sambanda eða félaga og Alþýðusambandsins. Á fundi þar sem flestir formenn landssambanda innan ASÍ voru samankomnir auk mið- stjórnar Alþýðusambandsins var eiróma samþykkt að ganga til þeirra viðræðna í einum hópi undir forustu ASÍ. Síðdegis sama dag átti öll miðstjórn ASI ásamt formönnum landssambanda fund með þremur ráðherrum. Þar voru mál rædd og reifuð og þar kom fram vilji beggja aðila til viðræðna á breiðum grundvelli um þann vanda sem við blasti. Daginn eftir var fundur mcð lands- sambandaformönnunum og ráðherrunum þremur og var þá annað uppi á teningn- um en hafði verið daginn áður. Nú neit- uðu ráðherrarnir með öllu að ræða annað en kjaraskerðingu og höfnuðu áframhald- andi viðræðum á öðrum forsendum. Árin 1950 og 1952 voru staðfestar sam- þykktir Alþjóða vinnumálastofnunarinn- ar um félagafrelsi og verndun þess og samþykkt um réttinn til að stofna félög og að semja sameiginlega. Með samþykkt- inni hefur ríkisvaldið skuldbundið sig til 78

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.