Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 48

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 48
NEISTAR Viðvörun — forn og ný til valdstjórnenda „Talar Jesús um myrkra makt: merkið það, valdstjórnendur. Yður skal nú I eyra sagt: umdæmið heims tæpt stendur. Ljósið myrkrin burt leiðir frí, með Ijóma birtu sinnar, varast að skýla skálkinn því, í skugga maktar þinnar. Minnstu, að myrkra maktin þver, þá myrkur dauðans skalt kanna, í ystu myrkrum enginn sér aðgreining höfðingjanna. Myrkri léttara er maktin þín, minnst þess fyrir þinn dauða, þá drottins hátignar dýrðin skín hún dæmir eins ríka og snauða. Fyrst makt heims er við myrkur líkt, mín sál, halt þig i stilli, varastu þig að reiða ríkt á ríkismannanna hylli.“ Hallgrímur Pétursson: Passíusálmar 8, 18-22. Undirrót allra lasta ágimdin kölluð er, frórnleika frá sér kasta, fjárplógsmenn ágjarnir, sem freklega elska féð, auði með akri safna andlegri blessun hafna, en setja sál í veö. Hallgrimur Pétursson: Passíusátmar Draumsýn stóriðjuhöldanna „Nei, það er svo stopult hvað þeim sýnist frítt. Nú þykir þeim sælast að dreyma, að þú værir asni, sem uppí er hnýtt og íslenskar þrælshendur teyma. Og þeir eru farnir að leita sér lags; og líkast þú kröftunum eyðir hjá hverjum sem ok er og tjara til taks og tafarminst þrælsverðið greiðir. Þeir halda’ ekki oss vinnist þá veglægri jörð með vitrari mönnum og sælum; nei, voldugir húsbændur, hundar á vörð og hópur af mörkuöum þrælum. En fái þeir selt þig og sett þig við kvörn, þá sést hverju er búið að týna, og hvar okkar misþyrmd og máttvana börn fá molað í hlekkina sína." Þorsteinn Erlingsson: Úr „ Við fossinn". • Uppreisnardraumar alþýðu Það voru þau fjarlægu framtiðar lönd, sem faðminn við kappanum breiddu, er klerkarnir Helvíti hótuðu hans önd og harðstjórans skósveinar ráku’ hann í bönd og auman að logunum leiddu. Þorsteinn Erlingsson: i „Brautinni". Geta rætst En bót er oss heitið, ef bilar ei dáð, af beisku hið sæta má spretta, af skaða vér nemum hin nýtustu ráð, oss neyðin skal kenna hið rétta, og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og frelsisins þjónustugerð. Steingrímur Thorsteinsson: i „ Vorhvöt". 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.