Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 33

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 33
Frá kosningavöku fatlaöra 1986. átaka allra. í dag skortir mjög á þessi sjálfsögðu tengsl — á beina samvinnu hreyfinga vinnandi stétta og fatlaðra. Báðar hreyfingar vinna að sama mark- miði eða eiga að gera, að bæta hag og að- stöðu allra, sem örðuga eiga lífsgönguna sem arðrændir eru af þeim sem gína yfir auðsins valdi, frá öðrum hirt. Til þess þarf aðra tekjuskiptingu, aðrar leikreglur en gilda í því hagkerfi, er við búum við. En þrátt fyrir ranglæti þess herfis — hinu innbyggða ranglæti — er ®ðimargt unnt að geta með samstilltu átaki allra þeirra, sem á verði eiga að vera, sem áfram vilja sækja til réttlátara Þjóðfélags. Misþungt er undir fæti og oft sem menn fcki sig á vegg ranglætis og tómlætis um leið. Þannig er eðlilega ofurþungt á bratt- ann að sækja, þegar íhaldsöflin ráða allra ferð á landsvísu og beina fjármagni sam- félagsins, okkar allra sameiginlega, í sem þrengstan farveg til fárra útvalinna. Þegar hin róttæku öfl fá einhverju ráð- ið koma hin stóru stökk, þar sem ávinn- ingar verða áþreifanlegastir þeim, sem þurfa mest á að halda. Það væri í raun ákaflega örðugt að hugsa þá hugsun til enda, hversu málefn- um öryrkja og fatlaðra væri í dag komið án baráttu verkalýðshreyfingarinnar, án ítaka hinna róttæku afla í landsstjórninni. Það skal aðeins rifjað upp hér nú, hvernig Alþýðubandalagið og forveri þess, Sósíalistaflokkurinn, hafa komið að einstökum þáttum þessara mála, og þó aðeins drepið á fátt eitt. Almannatryggingalöggjöfin — arftaki alþýðutrygginganna, sem róttæk öfl þess tíma knúðu fram, sú löggjöf, sem við að 81

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.