Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 26

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 26
verið sett af stjórnvaldi með takmarka- Iitla umhyggju fyrir sjálfu sér. Meðferð stjórnarskrárákvæðisins um setningu bráðabirgðalaga er farin að ganga sér til húðar og veldur óöryggi vegna þess að það hefur verið notað til árása fremur en til varna. Einkum á síðari árum er eins og ráðherrar hafi litið á útgáfu bráðabirgða- laga sem almennt stjórntæki en ekki neyðarúrræði eða neyðarrétt. Matið á því hvenær nauðsynin er svo brýn að ekki verði hjá því komist að setja bráðabirgðalög hefur stundum verið byggð á vafasömum forsendum og jafnvel falsrökum. Eað er vegna þess að dómend- ur hafa komist að þeirri niðurstöðu að matið á nauðsyninni sé aðeins og einvörð- ungu mat ráðherra. Hann þarf því ekki að óttast dómstóla í því efni. Hann þarf heldur ekki að óttast Alþingi. Ráðherra ákveður sjálfur hvenær og jafnvel hvort hann leggur efni bráðabirgðalaganna fyrir Alþingi. Hann leggur bráðabirgðalögin fyrir Alþingi þegar hann treystir því að það starfi eins og sóknarnefndin hans Hal Koch. Bráðabirgðalögin ákveða launahækk- anir fyrir þá sem ekki hafa gert kjara- samninga um leið og þau ákveða meðferð á launaliðum gildandi samninga. Þau banna allar félagslegar aðferöir til þess að ná fram launabreytingum jafnframt því að banna stéttarfélögum að segja upp launaliðum gildandi samninga og hefja samninga ef verðhækkanir verða umfram tiltekin mörk á tilteknum tíma. Frumforsenda samfélagsins — sam- komulagið —, sem minnst var á hér að framan, er grunnur réttarkerfis. Eftirlit með framkvæmd laga og annað aðhald sem þarf til að þau nái tilgangi sínum þurfa að vera augljós. Almennt hlutverk laga er ekki aðeins að tilgreina hvað sé leyfilegt eða óleyfilegt. Þau eru gagnslaus ef þau þvinga ekki beint eða óbeint alla sem þau eiga við til þess að aga sig í sam- ræmi við innihald þeirra. í bráðabirgðalögunum eru engin refsiákvæði. í 5. grein bráðabirgðalag- anna er algjörlega haldlaust ákvæði en þar segir: „Atvinnurekendum er óheimilt að hækka laun, þóknanir og hlunninda- greiðslur hverskonar umfram það sem samið hefur verið um í kjarasamningum eða kveðið er á um í lögum þessurn." Meðferð ágreiningsmála milli stéttar- félags og félags atvinnurekanda er í hönd- um gerðardóms: „Rísi ágreiningur um túlkun ákvæða laga þessara við fram- kvæmd kjarasamninga einstakra starfs- greina geta verkalýðsfélög eða vinnuveit- endafélög vísað honum til gerðardóms. Gerðardómur skal skipaður þremur mönnum. Skal hvor aðila kjarasamnings tilnefna einn mann og Hæstiréttur hinn þriðja, og er hann formaður dómsins. Úr- skurður gerðardóms er fullnaðarúrskurð- ur. Kostnaður við gerðardóm greiðist úr ríkissjóði. “ Það sem gerir aðstæðurnar við einkum setningu fyrri bráðabirgðalaganna nokk- uð sérstæðar er að sá sem lagði mat á hve nauðsynin var brýn til að setja lög sem bönnuðu verkföll eða aðrar aðgerðir til að knýja fram breytta skipan launamála var fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins. Á sama tíma og hann taldi brýna nauðsyn bera til að setja bráðabirgðalög var hann einn þriggja handhafa forsetavalds. Tíminn sem hann tók að koma frá sér bráðabirgðalögunum var tæplega styttri en hefði tekið að kalla saman Alþingi til aukafundar. En kannski hefði það ekkert haft uppá sig frekar en sóknarnefndarfundurinn, sem Hal Koch lýsir. 74

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.