Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 40

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 40
ins undir eftirliti Brésnefs. Vegna ferskra vinda, sem nú blása frá Moskvu og Gor- batsjof, viðurkenna valdamenn í Prag nú jafnvel — að minnsta kosti í orði kveðnu — að endurbætur í átt til aukinna afkasta og vaxandi lýðræðis séu „óumflýjanlegar í nafni sögu og byltingar“. En jafnframt ríghalda þeir í fyrri fullyrðingar um að endurbæturnar í Tékkóslóvakíu fyrir tveim áratugum hafi verið „lævís gagn- bylting“. Allir sem muna eftir hinni svonefndu Framkvæmdaáætlun kommúnistaflokks- ins frá því í apríl 1968 — og var burðarás þáverandi endurbótastefnu — vita samt sem áður, að raunverulega var þar um að ræða stefnumörkun, sem er næstum sam- stiga „perestrojku" Gorbatsjofs. í Prag reyna menn nú að smeygja sér fram hjá vandanum með því að viðurkenna — helst á óbeinan hátt — að endurbæturnar hafi ef til vill ekki verið illa meintar, held- ur hafi „veik forysta Alexanders Dubceks gert andsósíalískum öfgasinnum kleift að hleypa vandamálum í hnút og koma í veg fyrir endurbætur“. Að sjálfsögðu voru vissir veikir þættir í framkvæmd endurbótanna, og auðvitað komu nokkrar miður viturlegar skoðanir fram í frjálsum umræðum. En það var engin ringulreið ríkjandi í Tékkóslóvakíu árið 1968. Eins og Alexander Dubcek út- skýrði enn á ný í viðtali í L’Unita, mál- gagni ítalska kommúnistaflokksins, missti kommúnistaflokkurinn ekki tök á fram- vindunni. Hinar andsósíalísku raddir voru sárafáar. Sem sönnun fyrir „and- sósíalískum hneigöum“ færðu áróðurs- menn í Moskvu og Prag oftast ávarpið „2000 orö“, sem birtist í júní 1968 og var undirritað af hundruðum stjórnmála- manna og annarra menntamanna. Með hliðsjón af hinu órólega sambandi milli Prag og Moskvu um þessar mundir var birting þessa ávarps ef til vill ekki sérlega þaulhugsuð. En ávarpið var ekki annað en þáttur í endurfæddu skoðanafrelsi. Pað hafði enga ringulreið í för með sér, og andbyltingarsinnað var það ekki — heldur þveröfugt. Sé Mikhaíl Gorbatsjof alvara með „gIasnost“, kemst jafnvel hann fljótlega að því, að skoðanafrelsi veldur ýmsum vanda. En án þess verður lýðræði ekki komið á. Pað voru engan veginn „veikleikar Dubceks“ og heldur ekki „starfsemi öfga- manna“, sem ollu því, að mcnn komust ekki leiðar sinnar úr ógöngum stalínism- ans, heldur stórveldahroki og ólæknandi íhaldssemi í anda Brésnefs. Undirokun Vorsins í Prag olli stórkostlegum skaða í þjóðlífinu, og meira en tveggja áratuga löng jákvæð þróun fór forgörðum í þessu landi. Pað eru skiljanlega engin undur að þeir, sem tóku þátt í því eftir á að múl- binda stjórnmála- og menningarstarf- semi, séu nú hræddir um að líkiö rísi upp úr gröf sinni. Valdamennirnir í Prag geta enn um stund þóst vera „endurbótasinnar“ í anda Gorbatsjofs án þess að viðurkenna sannleikann um Vorið í Prag. En þegar fram í sækir eiga þeir þess varla nokkurn kost að komast gegnum söguna í fölsku Sósíalismi Já — Hccnám Nci. 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.