Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 47

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 47
En þá fóru „kaupmenn dauðans“ af stað, vopnaframleiðendurnir auðugu, er grætt höfðu milljarða dollara á drápstækj- um þessum og hugðust græða meir og drottna yfir jörðinni. Og á næsta fundi ríkisstjórnar Bandaríkjanna urðu þeir í meirihluta. Sú stefna var ákveðin að upp runninn væri hin „ameríska öld“ og auð- vald Bandaríkjanna skyldi drottna yfir gervöllum heimi og beygja allar þjóðir undir vald sitt með því að ógna þeim með atomsprengjunni, er bandaríska hervald- ið hafði einokun á. Það átti ekki að sleppa þessu stórkostlega tækifæri til að gera bandarískt auðvald að drottnara jarðar, sem jafnvel Sovétríkin hlytu að beygja sig fyrir. Þau höfðu misst 20 mill- jónir manna í stríðinu, höfðu enga atom- sprengju og þriðjungur Rússlands var gereyðilagður, — en Bandaríkin höfðu misst hlutfallslega jafnmarga menn og Is- land og land þeirra blómgaðist að at- vinnutækjum og auð. III. Einn mesti vísindamaður heims, Al- bert Einstein, er hjálpað hafði Bandaríkj- unum við smíði sprengjunnar, sagði eftir múgmorðin er framin voru með henni í Japan: „Now the devil is on the earth“. („Nú er djöfullinn kominn upp á jörð- ina“). Einstein var trúaður maður og sá hættuna að gera mætti jörðina að víti og þurrka út mannkynið. — Guð sá er Hannes Hafstein treysti á, var ekki lengur einráður á jarðríki. Og djöfullinn átti sterka og volduga bandamenn. Manimon „hinn fyrirlitlegasti af þcim, er upp risu gegn drottni himnanna forðum“, svo not- uð sé líking Miltons úr „Paradísarmissi“, tryggði honum fylgi vopnaauðvalds Bandaríkjanna, er hafði gróðann fyrir sinn guð og fylltist nú þeim hroka, er því valdi fylgir, er þessir auðmenn hugðu sig allsráðandi í heimi. Og bandarískt auðvald beygði eða blekkti þorrann af ríkjum Evrópu til fylg- is við sig í hernaðarbandalagi því, er það skóp og Nató hét 1949. Ógleymanleg var aðferðin við hið litla vopnlausa ísland. Því var heitið að þar skyldi enginn her vera, ef það gengi í bandalagið. Tveim árum síðar hertók bandarískur floti landið! Bandaríkin höfðu strax 1945, 1. okt., heimtað að fá þar þrjár voldugar herstöðvar til 99 ára undir algerum bandarískum yfirráðum, — svo það hefði mátt ætla að íslendingar skildu hvað á bak við fögru loforðin 1949 bjó. En blekkingarmáttur þess, sem auðinn og valdið hefur, er mikill. Og ef við not- um orðatiltæki hinna trúuðu, — Hannes- ar Hafsteins og Alberts Einsteins, — þá hafði nú djöfsti og Mammon leikið á guð. En þá gerðist það sem setti strik í reikning hinna voldugu í Wall-Street og Kaliforníu. Sovétríkin sprengdu kjarn- orkusprengju á þessu nöturlega ári, 1949, og draumurinn um heimsvald bandaríska auðvaldsins hrundi. Hið vitfirrta kapphlaup stórveldanna um framleiðslu atomsprengjanna kom í staðinn. Og nú má drepa allt mannkyn 6 sinnum með kjarnorkuforða heims. Þá fannst nú mörgum komið nóg. Jafn- vel vopnaframleiðendur fóru að hugsa. Og niðurstaða hugsana þeirra var: byggjum kjarnorkukafbáta, þúsundum saman, en tregðumst samt við að afskrifa kjarnorkuverin á landi. (Sjá síðasta hefti Réttar.) Er nú ekki tími til kominn að hugsandi menn jarðarinnar rísi upp og taki völdin af þessum auðniönniini, sem eru að leiða niannkynið til glötunar? 95

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.