Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 14

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 14
tugi. Skýrasta dæmið er Morgunblaðið en heimsmynd þess í utanríkismálum er nú hrunin og Morgunblaðið veit ekki enn hvað á að koma í staðinn. Stundum heyrðist það á hinu langa og vissulega oft þreytandi skeiði stöðnunar og/eða útþenslu vígbúnaðar að stefna okkar um brottför hersins og úrsögn úr NATO væri röng og að hún væri óraunsæ og að gangslaust væri að halda henni fram. NATO-sinnar sögðu: Heimurinn er eins og við höfum alltaf sagt að hann hlyti að verða, þar sem ógnarjafnvægi stór- veldanna tryggir friðinn. Sem betur fer hvikaði Alþýðubanda- lagið aldrei frá sinni stefnu enda er nú að koma á daginn að auðvitað var hún rétt, því það er rökréttara að standa með líf- inu, afvopnun, en dauðanum, vígbúnað- inum. í þessari samantekt ætla ég að nefna tvennt sem skiptir máli í þessu sambandi og getur varpað sterkri birtu á hina já- kvæðu þróun. Það er annars vegar um- ræðan um kjarnorkuvopnalaus svæöi á Norðurlöndum og það er hins vegar alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna um af- vopnunarmál sem haldið var í júnímán- uði sl. Sundrung Norðurlandanna og síðar samvinna þeirra Noröurlönd klofnuðu í utanríkismálum í upphafi kalda stríðsins. Hugmyndirnar um norrænt öryggisbandalag voru eyöi- lagðar, fyrst og fremst af stórveldunum. Island, Noregur og Danmörk urðu aðilar að NATO, cn Finnland og Svíþjóð stóðu og standa utan hernaðarbandalaganna, Finnland heíur þó sérstakan samning við Sovétríkin. Norðurlandaþjóðirnar ciga hins vegar svo margt sameiginlegt að þær geta ekki starfað aðskildar og þess vegna varð Norðurlandaráð til. Þar var fjallað um öll mál sameiginleg — nema utanrík- ismál. Það var í öndverðu bannað, en þó hefur alltaf verið fjallað um utanríkismál í almennu umræðunni á þingum Norður- landaráðs. En Norðurlandaráð hefur ekki tekið utanríkismál af neinu tagi til af- greiðslu. Þess vegna var norræna þing- mannaráðstefnan í árslok 1985 tímamóta- viðburður. Hana sóttu þingmenn frá nær öllum flokkum á Norðurlöndum (öllum íslenskum flokkum) eða 47 þingflokkum alls. A þessum fundi var fjallað um Norðurlönd sem kjarnorkuvopnalaust svæði. Þannig hefur þróunin orðið frá sundrungu til sameiningar. í framhaldi af þessum fundi varð til þingmannanefnd með þingmönnum frá öllum Norðurlöndunum sem fjallað hefur um tillögu að grundvelli fyrir kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. (Hér eftir skammstafað KVLNL). Þessi þing- mannanefnd hefur haldið marga fundi og á fundum nefndarinnar var meðal annars tekist á um það hvort Island ætti að vera með sem hluti af KVLNL eða ekki. Aftur og aftur hafa heyrst raddir um það í þing- mannanefndinni að Island ætti ekki samleið með hinum Norðurlöndunum vegna herstöðvarinnar hér. Ég datt ofan á þá formúlu á ráðstefnunni í Kaupmanna- höfn að segja að ef ísland verður ekki með þá veröur það að vera ákvörðun ís- lendinga sjálfra. Það er ekki ykkar hlutverk, sagði ég í ræðunni á ráðstefn- unni í lok nóvember 1985, að kljúfa ís- land frá Norðurlöndunum. Ef það veröur að gerast þá verða Islendingar að gera það. Og ég hef satt að segja oft þurft að grípa til þessarar formúlu á fundum þing- mannanefndarinnar um KVLNL og okk- ur hefur tekist að tryggja að ísland og hinar eyþjóðirnar í Norður-Atlantshafinu 62

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.