Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 35

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 35
Ferðaþjónu.sta fatlaðra. aö njóta, þeirra sem létu Moggann og þjóna hans — íhald — og vel að merkja krata —, nýkrata, villa sér sýn, þegar þetta lið var að afhrópa þessar úrbætur sem eitthvað ekki sæmandi verkalýðs- hreyfingunni. Og vissulega komu þessir „pakkar“ ekki öllum til afraksturs, pinklarnir, sem til góðs voru í té látnir, voru fyrst og síð- ast fyrir þá lakast settu og fatlaðir og aldr- aðir fengu þar sinn skerf, oft umtalsverð- ar úrbætur, enda eðlilegt og sjálfsagt að sameiginleg baráttumál séu ætíð efst á baugi hjá verkalýðshreyfingunni. Á það skortir alltof mikið í dag. Sam- tök fatlaðra eflast og dafna, vitundin um eigið afl og möguleika gefur fötluðum nýja von, nýtt líf, ef vel tekst til, ef auð- hyggjan köld, sem til ölmusu dæmir, verður ekki alls ráðandi. Þess vegna er áríðandi sem aldrei fyrr, að virkja saman samtök fatlaðra, samtök vinnandi stétta og pólitísk baráttutæki þeirra. Eitt er víst. Ef þú spyrð hinn fatlaða um kjör hans í dag og biður hann að gera samanburð á tímum hinna róttæku afla í ráðandi stöðum, þá færðu svör svo skýr og ótvíræð, að ljóst er að dæmin hér að framan, knöpp og fá, eru aðeins sem lýs- andi vitar á leiðinni fram, þegar réttar hins fatlaða hefur verið leitað og hann náðzt fram í verulegum mæli. Sá er líka munur samhjálparstefnu manngildisins og græðgi gróðahyggjunnar til gæðinga einna. Á leiðinni fram lýsa vitar liðins tíma, en ennþá er ótal margt ógert og ærin verkefni fyrir íslenzka sósíalista að láta til sín taka. Þá fyrst verður leiðin framundan fötluðum góð og greið, því gleymum ekki því afli andans og orku hugans, sem að baki býr hjá hinum fötluðu, scm munu í ríkari mæli í forystu fara, en þurfa sam- fylgd fjöldans í gæfunnar gullnu leit. 83

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.