Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 25

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 25
Prófessor Hal Koch (1904-1963) héll róinaöa fyrirlestra um lýðræði. kvæöa. Frekari umræður eru vanalega ekki taldar nauðsynlegar. Pær eru það heldur ekki. Meirihlutinn hefur gert út um málið áður en kom til fundarins og lætur sig andstæöingana engu varða og heldur ekki sjónarmið þeirra. En sókn- arnefndarfundinum lýkur alltaf með góðri lýöræðislegri atkvæðagreiðslu þar sem atkvæðin falla 7 á móti 4, svo merki- legt sem það nú er. Eftir þetta snýr sér hver að sínu fullviss um aö hafa unniö lýðræöislega. Höfðu ekki allir málfrelsi, var málið ekki leitt til lykta með atkvæða- greiðslu og réði meirihlutinn ekki? Hvað vilja menn meira? Allir verða yfir sig hlessa — sennilega kemur það minnihlut- anum skemmtilega á óvart — að heyra fullyrt að þetta háttalag sé i hæsta máta ólýðræðislegt." Nýleg brádabirgðalög Samfélag er þar sem óformlegt og formlegt, ómeðvitað og meðvitað sam- komulag ríkir um vernd meirihluta fyrir ágengni minnihluta, vernd minnihluta fyrir frekju meirihluta og vernd einstakl- ings fyrir yfirgangi allra annarra. Sam- komulagið er reist á því að takmarkalítil umhyggja einhvers aðila samfélagsins fyr- ir sjálfum sér borgi sig ekki þegar til lengdar lætur. Sá sem verður uppvís að því að brjóta samkomulag missir smám saman traust annarra. Sá sem eyðileggur samkomulag sem aðrir hafa gert með lög- mætum hætti grefur undan tiltrú manna á að það haldi. Útgáfa bráðabirgðalaga til þess að rifta löglega gerðum kjarasamn- ingum stéttarfélaga og banna alla samn- inga stéttarfélaga lýsir takmarkalítilli um- hyggju stjórnvalds fyrir sjálfu sér og gref- ur undan tiltrú verkafólks á kjarasamn- ingum stéttarfélaga. Nýleg tvenn bráðabirgðalög eru í eðli sínu ekkert verri eða betri en önnur bráðabirgðalög um skipan kjaramála. Þau cru hættulegri cn mörg önnur bráða- birgðalög að því leyti að þau eru á endan- um á langri röð bráðabirgðalaga sem hafa 73

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.