Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 37

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 37
endar meö tilvitnun í orð Bertolds Brechts um kommúnismann: „Hann er hið einfalda. sem erfitt er að framkvæma“. Kommúnistar og aðrir sósíalistar þurfa eftir valdatöku að vera vel á verði gegn því að annars ágætir hæfileikamenn, sem alþýðan felur ábyrgðarmikil valdastörf láti þau ekki spilla sér til misnotkunar. Valdið er hið hættulega, sem menn verða að ná og kunna að nota, en láta það ekki stíga sér til höfuðs. Bucharin hefði áreiðanlega verið einn þeirra foringja, sem gætt hefði bæði sjálfs sín og annarra, ef hann hefði fengið að- stöðu til. Valdamenn í ríkum sósíalismans og víðar mega áreiðanlega læra margt af þeim manni. Sovétríkin eru síður en svo ein um að verða að vera á verði í þessum efnum. Kommúnistaflokkar og aðrir sósíalistar þurfa að læra að standa vörð um þá menn, sem láta ekki metnaðargirnd eða völd spilla sér. Á því geta oltið örlög hins sósíalíska þjóðfélags. Auk hættunnar utan frá, þarf þannig og að varast hættuna innan frá. Er vér minntumst á Kína, þá er rétt að minnast þess að einmitt inaöur eins og Chou-En-Lai var sá foringi, sem gat staðið vörð um heilindi flokksins rneðan hans naut við. Viðvíkjandi honum og Bucharin er rétt einu sinni enn að minna á þau orö, sem Karl Marx lét falla 1865 í bréfi til forseta Bandaríkjanna er hann samhryggðist honum vegna morðsins á Abraham Lin- coln, öðru mikilmenni sögunnar, — sem var svipuðum eiginleikum gæddur og þeir menn, sem ég hér hef rætt um. Marx segir í bréfinu 13. maí til Andrew Jackson for- seta, sem tók við eftir morðið á Lincoln: „í stuttu máli, hann var einn þeirra sjald- gæfu manna, sem tekst að verða miklir án þess að hætta að vera góðir.“ En hið hættulega við valdið, má ekki hræða sósíalista frá því að berjast fyrir að ná því. Ríkisvaldið í höndum sósíalist- ískrar alþýðu er skilyrðið fyrir sköpun sósíalismans sem þjóðfélags. Og við skul- um minnast þess hvernig Bucharin hugsar sér framtíðartakmarkið, er beita skuli ríkisvaldinu til: „Að gjöra enda á allan þrældóm og alla kúgun, sem til er á jörð- inni.“ Rétt er að athuga vel þær greinar, sem áður hafa birst í Rétti um þetta vandamál ríkisvaldsins annars- vegar og hugsjón sósíalismans hinsvegar. Jafnframt skal minnt hér á grein eftir Bucharin, sem birst hef- ur á íslensku og síðan minnt á örfá erlend rit um hann: 1. í greininni „Hvert skal stefna“ í Rétti 1957, er kafli, sem heitir „Frelsi og ríkisvald" (bls. 29- 48) um þetta vandamál. (Sú grein var sérprent- uð.) 2. Grein Bucharins „Hið stéttlausa þjóðfélag framtíðarinnar“ í Rétti 1965, bls. 91-96. 3. Ritstjórnargrein i Rétti 1979: „Harmleikur í Kína“, bls. 238-246. 4. A.G. Liiwy: „Die Weltgeschichte ist das Welt- gericht. Uucharin: Vision des Komniunisinus" 1969. (Veraldarsagan er dómstóll heimsins. Bucharin: Framtíðarsýn kommúnismans), Eur- opa Verlag. Wien. 5. Stephen E. Cohen: Bucharin and the Bolshe- vik Revolution. New York. 1971. (Aftast, bls. 410-411, í þessari bók er listi yfir flestar bækur Bucharins). 6. Isaac Deutscher: The Profet outcast. (111 bindi). í þessari ævisögu Trotskis er mikið um endalok Buchatins. 7. Tilvitnun i síðustu orð „Kvltingarinnar i Kúss- landi“ eftir Stefán Pétursson, Reykjavík 1921. 85

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.