Réttur


Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 28

Réttur - 01.04.1988, Blaðsíða 28
Hvað segir reynslan okkur? Árið 1983 voru sett bráðabirgðalög með svipuöum hætti og nú hefur verið gert. Þá stefndi verðbólgan yfir 100%, og var vísitölubindingu launa aðallega kennt um af hálfu stjórnvalda. Einn tilgangur- inn með lögunum, eins og nú, var að minnka verðbólgu með því að draga úr launahækkunum. Reynslan sýnir að það dró úr verð- hækkunum, þó ekki nándar nærri eins mikið og stjórnvöld höfðu stefnt að. Op- inberar launahækkanir voru litlar, og kaupmáttur launa minnkaði gífurlega. Kaupmáttarrýrnunin varð hins vegar mjög mismunandi milli hinna ýmsu laun- þega og hópa þeirra. Skýringin á því er að launaskriö, þ.e. ósamningsbundnar launa- hækkanir, jukust mikið. Samtök launa- fólks hafa hins vegar engin áhrif á launa- skrið, þannig að það ákvarðast nær ein- ungis milli einstakra atvinnurekenda og hinna einstöku launþega, eða hópa þeirra. í raun má segja að einhliða íhlutun í frjálsa samningsgerð séu alltaf dæmdar til þess að mistakast. Reynslan frá 1983 er aðeins enn ein staðfesting á því, og reynslan í sambandi við nýsett lög á eftir að verða sú sama. Til þessa eru margar orsakir og verða nokkrar þeirra tíundað- ar hér. I fyrsta lagi fylgjast launþegar mjög grannt með kaupmætti launa sinna. Aðal- tilgangur bráðabirgðalaganna er að minnka kaupmátt launa. betta er gert með almennum aðferðum sem eiga á ná til allra launþega í einu. Reynslan frá 1983 og árunum þar á eftir sýnir að þetta takmark næst fyrir þá lægst launuöu sem höfðu veikustu samningsaðstöðuna fyrir. Þeir sem fengu greitt eftir umsömdum kauptöxtum uröu fyrir mikilli kaupmáttar- rýrnun, en stór hópur launþega varð ekki fyrir teljandi kaupmáttarrýrnun þannig að launamunur milli hinna ýmsu hópa launþega jókst mikið. 1 öðru lagi fluttust launaákvarðanir í meira mæli en áður út í fyrirtækin og bráðabirgðalögin urðu til þess að mun minna mark var tekið á gerðum kjara- samningum en áður var. Fyrir árið 1983 var stærstur hluti launahækkana ákveðinn í samningum á milli samtaka Iaunþega og atvinnurekenda, auk þess sem reglubundn- ar hækkanir komu til vegna vísitölubind- ingar launa. Á þessum árum var kaup- máttur allra launþega því tryggður með sama hætti. Með bráðabirgðalögunum var vísitölubindingin tckin úr sambandi, þannig að kaupmáttartrygging var ekki sjálfvirk lengur. Þetta ástand vísaði leið- ina beint að launaskriði sem aðferð til þess að tryggja kaupmátt þeirra sem besta aðstöðu höfðu á vinnumarkaðnum, en hinir sátu eftir. í þriðja lagi fara hagsmunir atvinnurek- enda og stjórnvalda ekki alltaf saman í þessu sambandi. Út á við kemur Vinnu- veitendasamband íslands fram sem ein órofa heild. Við gerð heildarkjarasamn- inga og í umræðum um efnahagsmál gef- ur Vinnuveitendasambandið út yfirlýsing- ar um nauðsyn þess að launahækkanir séu sem minnstar. En þegar komið er út í fyrirtækin er þessi samstaða ekki lengur fyrir hendi, og einstakir atvinnurekendur fást við þessi mál út frá þeirra eigin hags- munum. Og þar fara hagsmunir atvinnu- rekenda og launþega oft saman þannig að teknar eru launaákvarðanir sem eru í andstöðu við stefnu stjórnvalda og sam- taka atvinnurekenda. Allir þessir þættir komu vel fram á ár- únum eftir 1983, þegar bráðabirgðalögin voru sett. 76

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.