Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 1

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 1
œttur 72. árgangur 1989 — 1. hefti íslendingur! Ætlar þú að láta amerískan innrásarlýð eyða landi og þjóð — eða ætl- ar þú að bjarga og bæta hvort tveggja, gera land og þjóð sjálfstætt og frjálst? Bandarískir herforingjar, aumir „admírálar“, eru farnir að derra sig sem væru þeir herrar þessa lands, hóta hverskonar rannsóknum á störfum íslendinga og jafnvel heimta þátttöku íslendinga í óþverrastörf- um þeirra, líta á Islendinga sem þræla sína. Það er nauðsynlegt að minna þessa herra á að þeir eru hér aðeins í krafti ofbeldis og marg svikinna loforða, — og samkvæmt þeim „samn- ingi“, sem þeir þykjast styðjast við, yrðu þeir að vera farnir með allt sitt hernaðarhafurtask af íslandi innan tveggja ára, ef vér íslendingar segð- um þeim „samningi" upp. Og þótt þeir þykist nú hafa ýmsa stjórnmálamenn fslands í vasa sínum, þá yröi annaö uppi á teningunum, ef t.d. Alþingi léti fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um uppsögn þess samnings, er stofnar bæði frelsi og lífi þjóðar vorr- ar í voða. Það er nauðsynlegt að íslendingar geri sér Ijóst hvar vér erum staddir. Bandaríska herveldið býr sig undir árásarstríð, þar sem ísland verður aðal- skotskífa sem árásarpallur þeirra. Þjóðverjar og fleiri Nato-þjóðir neita nú að endurnýja þær kjarnorkusprengjur, er þeir vilja eyðileggja. Evrópuþjóðirnar skilja meir og meir hvað nýtt stríð myndi þýða: gereyðingu í Evrópu. En band- rísku herrarnir halda að þeir muni sleppa, ef þeir hefja stríð — aðeins græða á því eins og seinast. Það er þessvegna spurning um líf eða dauða að hindra þessa bandarísku hernaðar-vitleysinga í að undirbúa nýtt stríð, stofna til alls-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.