Réttur


Réttur - 01.01.1989, Qupperneq 43

Réttur - 01.01.1989, Qupperneq 43
Ráðhús í byggingu. minnsta flokknum hefði 3.163 atkvæði og kæmist því heldur ekki að. Úrslit kosninga sem færu svona væru því, að stóri flokkurinn með 42,15% fengi 8 fulltrúa, hver þriggja jöfnu flokkanna, sem væru hver fyrir sig með 15,8% atkvæði fengju 2 full- trúa hver og minnsti flokkurinn, sem er með 10,31% atkvæða, fengi aðeins einn fulltrúa, 57,85% kjósenda fengju því 7 fulltrúa en 42,15% kjósenda fengju 8 fulltrúa. Þótt þetta dæmi sé gert eins óhag- stætt litlu flokkunum og mögulegt er þá er vert að hafa það í huga að íhald- ið hefur oftar en einu sinni haldið meirihlutanum í Reykjavík með minnihluta atkvæða. 2. Öllum má það vera ljóst að ef þeir flokkar sem nú eru í minnihluta í Reykjavík fá meirihluta fulltrúa í kosningum til borgarstjórnar þá er þeim óhjákvæmilegt að starfa saman nema ef einhver þeirra vill gerast íhaldshækja, en það sverja allir af sér nú. Ef flokkarnir verða að starfa sam- an að kosningum loknum þá -hljóta þeir að geta starfað saman í kosninga- baráttu. 3. Samstarf minnihlutans á þessu kjör- tímabili hefur verið með ágætum. Afstaða til fjárhagsáætlunar hefur ver- ið ágreiningslaus, og flestar tillögur sem lagðar hafa verið fram í borgar- stjórn hafa verið sameiginlegar. Ágrein- ingsmál innan borgarstjórnar hafa ekki truflað samstarfið. 4. Næði núverandi minnihluti borgar- stjórnar þeim árangri að bjóða sam- eiginlega fram þá breyttust mjög til 43

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.