Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 48

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 48
Bandarísk afrek í „vernd“ Táknrænn atburður gerðist á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1989: 3 hermenn úr ameríska innrásarhernum ráðast að íslenskum heimilum og skera niður 24 íslenska fána og hafa á brott með sér. Sú svívirðing, sem íslendingum er gerð af innrásarhernum er táknræn fyrir þann anda, sem ríkir í bandaríska innrásar- hernum hér: hatur og fyrirlitning á öllu ís- lensku, sérstaklega því sem táknar frelsis- baráttu íslendinga eða fullveldi Iands vors. Auðvitað ættu þessir bandrísku þegnar að fá sína refsingu hér að íslenskum lögum, — en líklega koma bandarískir leppar hér þeim undan til síns heima. t*að var öðruvísi tekið á svona máli 1913, þegar danskt herskip rændi íslensk- um fána, þeim bláhvíta, sem var þá tákn frelsisbaráttu vorrar. t»á stóð þjóðin — og ekki síst Reykvíkingar einhuga og sýndi Dönum það með fjöldafundum og mót- mælum. En hvað verður nú? Er allur dugur úr íslendingum? Er ekki tími til kominn að vísa óaldar- lýðnum á Vellinum úr landi? Og ef stjórnvöld hafa ekki hug til þess, er þá ekki tími til kominn að íslendingar hugsi sjálfir um á hvern hátt þeir skuli verja fána sinn gegn þeim ribböldum og óaldarlýð, sem hleypt hefur verið á Kefla- víkurflugvöll án laga og réttar, aðeins í krafti ofbeldis. íslenski fáninn, sem amerísku hermennirnir skáru niAur á 17. júní, blakti vii) hún hvar sem „hcimavarnarlið- ið“ fór um heræfingasvæðin. Hér má sjá Sigurð A. Magnússon rithöfund og fleiri herstöðvaandstæðinga við Radarinn á Stokksncsi. Ljósm. I»jv. - Þóm. 48

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.