Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 41

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 41
Engels og Lenins til minningar um son sinn Ólaf R. Einarsson sagnfræöing en hann var einmitt áhugasamur um viðgang safnsins og átti drjúgan þátt í undirbún- ingi og uppsetningu tveggja fyrstu sögu- sýninganna sem safnið hélt. Eitt af fyrstu verkefnum MFA var einmitt útgáfa bókar Ólafs Upphaf íslenskrar verkalýðshreyf- ingar sem gefin var út í samvinnu við Sögufélagið. Sögusafn verkalýðshreyfingarinnar býr því miður við þröngan fjárhag. MFA og ASÍ standa straum af kostnaði við safnið að svo miklu leyti sem opinbert framlag ekki dugir. Framlag þess opinbera jókst þó að mun á þessu ári, frá því sem áður var, eða úr 200 þús. krónum í 750 þúsund. Um tíma hafði safnið fastan starfsmann, Kristjönu Kristinsdóttur sagnfræðing. Hún lagði grunn að skipu- lagi safnsins og hefur flokkað og skráð stóran hluta þess. Stefnt er að því að ráða á ný fastan mann við safnið og halda áfram flokkun og skráningu jafnhliða öðrum verkefnum og aðstoð við gesti. Stærsta verkefnið sem framundan er og unnið er í nafni safnsins er ritun sögu ASI. Stefán F. Hjartarson sagnfræðingur hefur verið ráðinn til að ritstýra verkinu sem mun koma út í tveimur bindum. Hið fyrra á 75 ára afmæli ASÍ 1991. Ritnefnd hefur verið skipuð af ASÍ og MFA. For- maður ritnefndarinnar er Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur. Rétt er að vekja athygli á því að Sögu- safnið tekur við gögnum frá einstakling- um og félögum sem varða sögu verkalýðs- hreyfingarinnar eða endurspegla lífskjör alþýöu á liðnum árum. Á heimilum fólks geta verið slík gögn sem það hefur ekki gagn af en vill gjarnan koma á öruggan stað. í einstaka tilviki vill fólk ekki að frjáls aðgangur sé að gögnunum, t.d. um Tryggvi Þór Aóalsteinsson. ákveðin ár. Pá setur það skilyrði fyrir af- hendingunni og ábyrgist safnið að því sé hlýtt. Safnið tekur við gögnum til eignar eða varðveislu eftir því sem sá ákveður sem gögnin afhendir. Þetta á meðal ann- ars við um fundargerðarbækur, fjárhags- gögn, bréf og handrit. 41

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.