Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 5

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 5
Kennarasamtökunum afhent hús gamla Kennaraskólans. Formenn kennarasamtakanna Svanhildur Kaaber og Wincie Jóhannsdóttir á myndinni auk Svavars. fjögurra ára. Lögð verður aukin áhersla á stuðning við listsköpun barna og unglinga og listræna starfsemi í þágu þeirra. Stuðn- ingur við verndun hvers konar menning- arverðmæta verður aukinn. Stutt verður myndarlega við íþrótta- og æskulýðsstarf- semi í landinu.“ í samræmi við þessi markmið var byrj- að á því að hækka verulega fjárveitingu itl menningarmála. Annað sem gert hefur verið: 1. Þjóðleikhúsið. Þar er að störfum bygg- ingarnefnd vegna endurbyggingar hússins og áætlað er að loka húsinu 15 febr. 1990 vegna endurbótanna. Starfshópur á vegum Leiklistarráðs hefur endurskoðað Þjóðleikhúslögin. í framhaldi af þeirri vinnu hefur menntamálaráðuneytið skipað nefnd sem gera á tillögur um ný Þjóðleikhús- lög og framtíð íslenskrar óperu og listdans. Nefndin á að fjalla um laga- grundvöll þessarar starfsemi, um hlut listamanna, þar á meðal kjör þeirra og um húsnæði fyrir þessa þætti íslenskr- ar menningar. 2. í sumar er fyrirhugað að senrja frum- varp til laga unr launamál allra lista- manna. 3. Þjóðskjalasafn. Byggingarnefnd hóf störf haustið 1989 og hefur það hlut- verk að stjórna og hafa eftirlit með hönnun og framkvæmdum við hús- næði safnsins bæði innan húss og utan. 5

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.