Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 30

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 30
O — D og verkamanna í Burkina Faso; ákefð hans til að virkja þá til varnar eigin hags- munum gegn spillingu og heimsvaldasinn- uðu arðráni; viðleitni hans til að marka stefnuna í frelsisbaráttu kvenna; og allt þetta á einu minnsta og fátækasta landi heims; ætti að blása okkur í brjóst, hvar sem við erum og hvar sem við búum, að líta vonglöð til framtíðarinnar. Ég byrjaði á að lýsa þeirri umræðu sem fer fram um allan heim um framtíðarhorf- ur byltingarkenndra breytinga á þjóðfé- laginu. Bókin Thomas Sankara talar — fellur vel inn í þá umræðu. Sýn Sankara er fjarri því að vera „stundarbilun“, aftur á móti munu milljónir manna aðhyllast hana vegna þess sem kapítalisminn hefur í pokahorninu fyrir þjóðir heims á kom- andi árum. Hrikaleg félagsleg kreppa eigi minni en kreppan mikla á fjórða áratugn- um mun leiða það af sér að verkamenn og bændur um allan heim munu leita nýrra leiða fram á við. Að undirbúa og byggja upp forystu sem býr yfir eigindum Thom- as Sankara er verkefni sem býður vinn- andi fólks um allan heim. Hin byltingarsinnaða sýn Thomas Sankara, sem byggist fyrst og fremst á trú á hæfileikum venjulegra karla og kvenna til að umbreyta sjálfum sér og til að berjast, er nokkuð sem vinnandi fólki frá New York til Reykjavíkur, frá París til Managua, frá Namibíu til Filippseyja, mun finnast verulega dýrmætt. Pað er fyr- ir þetta fólk — það er fyrir okkur — að Pathfinder hefur gefið út þessa bók. Margir sem hafa lesið bókina segja það sama: „Ég hafði enga hugmynd um að hún myndi segja svona mikið um mínar aðstæður; ég vissi ekki hversu mikið við áttum sameiginlegt.“ Pessi bók mun verða mikilvæg og það skiptir ekki máli hvaða tungumál við töl- um eða hvar við búum. Sankara heyrir ekki sögunni til, hann tilheyrir vinnandi fólki alls staðar sem mótar söguna í dag og mun móta hana í framtíðinni. Og það er í þessum anda sem við kynnum þessa bók fyrir ykkur hér í kvöld. Þakka ykkur fyrir. Þorkell Ingólfsson þýddi 30

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.