Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 10
verði fyrir komið kostnaðarskiptingu við rekstur forskólastigsins og gera fram- kvæmdaáætlun til 10 ára um uppbyggingu dagvistarstofnana um allt land og fyrir- komulag stofnkostnaðar. Nefndin mun nú í vor skila drögum að frumvarpi um forskólastig eða leikskóla- stig og tillögu að uppbyggingu þessara stofnana til 10 ára. Grunnskólastigið 1. Gerð hefur verið skýrsla um kostnað við einsetinn skóla og lengri skóladag 6 til 12 ára nemenda. Þar kemur fram fjárþörf vegna aukinna skólabygg- inga og aukins kennslukostnaðar. Þessa skýrslu er nú verið að senda í alla grunnskóla í landinu og til fleiri aðila. Fljótlega verður skipuð nefnd alþingismanna úr öllum flokkum til þess að taka afstöðu til skýrslunnar. Einsetinn skóli hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á starfsaðstöðu kennara. Hver kennari ber þá aðeins ábyrgð á einum hópi, vinnudagur er samfelld- ur og nýtist mun betur en nú, kennar- ar geta þá unnið að samstarfsverkefn- um innan síns daglega vinnutíma o.fl. 2. Farið hefur fram ítarleg endurskoðun á grunnskólalögum. Við þá vinnu var haft samráð við fjölda aðila. Þar er m.a. lagt til að: - 6 ára bekkur verði skólaskylda; - valddreifing verði aukin m.a. með auknum verkefnum til fræðslu- skrifstofa, aukinni þátttöku kennara og foreldra í stjórnun skóla; - stefnt verði að einsetnum skóla og lengri skóladegi yngstu barna; - fækkað verði nemendum í yngstu bekkjum grunnskólans; - bætt inn ákvæði um kennsluráð- gjafa á fræðsluskrifstofum; - námsráðgjöf verði komið á fyrir nemendur í öllum skólum (náms- ráðgjafar starfi á vegum fræðslu- skrifstofa vegna fámennra skóla), nemendaverndarráð verði sett á stofn; - þróunarsjóður grunnskóla komi inn í lögin; - fjármálakafli verði að mestu í sam- ræmi við frumvarp til laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga; Ljóst er að verði þessar breytingar að lögum munu þær stórbæta starfs- aðstæður kennara og að sjálfsögðu nemenda einnig. Pessi frumvarpsdrög verða á næstu dögum send öllum grunnskólum í landinu. 3. Námsgögn. Nú um tæplega þriggja mánaða skeið hefur verið starfandi nefnd um Námsgagnastofnun. Henni er m.a. ætlað að gera áætlun um fjár- þörf til útgáfu námsefnis fyrir grunn- skóla. Nefndin vinnur nú að því að gera allnákvæma úttekt á þörfufn grunnskólans fyrir nýtt námsefni í einstökum greinum, endurbættar út- gáfur og endurútgáfur. Nefndin vinn- ur nú að mörkun stefnu um stofnun- ina til næstu ára. 4. Nefnd um litla skóla í dreifbýli er nú að störfum og er nú m.a. að safna ítar- legum gögnum um stöðu fámennra skóla með tilliti til ýmissa þátta. 5. Þróunarsjóður grunnskóla er orðinn að veruleika. Nú eru í fjárlögum veittar 4 milljónir í þann sjóð. Reglur hafa verið samdar. Auglýst verður 10

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.