Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 35
GYLFI PÁLL HERSIR: Afganistan: Afskiptum Sovétríkjanna lyktar með ósigri Síðustu sovésku hersveitirnar yfirgáfu Afganistan 15. febrúar á þessu ári, eftir nær 10 ára veru þar. Stjórn Sovétríkjanna tók einhliða ákvörðun um heimkvaðningu hersveita sinna frá Afganistan. Hersveitirnar veittu n'kisstjórn „Lýðræðisflokks alþýðunnar“ stuðning og markar heimkvaðningin ósig- ur herstjórnarstefnunnar að baki þeim. Þegar hersveitirnar réðust til inngöngu í desember 1979 voru íbúar Afganistan taldir um 20 milljónir og meðal hinna fá- tækustu í heiminum. Meðalaldur var 40 ár. Ungbarnadauði var 18% og helming- ur allra barna náði ekki fimm ára aldri. Einungis 8% íbúanna voru læsir og skrif- andi og 2% barna á skólaaldri sóttu skóla. Meðalárstekjur námu 8.000 ís- lenskum krónum. Sveitaalþýðan í Afganistan, 80% vinnu- uflsins, stritaði við hálflénskar aðstæður. Jarðeigendum var seldur ákveðinn skerf- ur af væntanlegri uppskeru fyrir leigu á Jarðnæði, sáðkorn, skepnur og verkfæri. Meira en 95% Afgana eru múhameðs- trúar og nutu vissir hópar innan klerka- valdsins góðs af þessu kerfi, en meðal þeirra eru margir stórjarðeigendur. Á sjöunda áratugnum mættu ráðandi öl'l sívaxandi þjóðfélagslegri óánægju. Árið 1973 var bundinn endi á einveldið í byltingu studdri af alþýðu landsins og varð maður úr konungsfjölskyldunni, Mohamm- ed Daud forseti lýðveldisins. Hann skip- aði nokkra félaga úr „Lýðræðisflokki al- þýðunnar í Afganistan" (PDPA) í ríkis- stjórn sína. Það voru nokkrir menntamenn og rót- tæklingar úr millistétt sem stofnuðu PDPA árið 1965. Flokkurinn laðaði til sín ungt fólk, verkamenn, hóp liðsforingja og aðra sem vildu breyta gamla skipulaginu. Hann tók upp samband við Kommúnista- flokk Sovétríkjanna og aðra nálæga komm- únistaflokka. Einungis nokkur þúsund félagar voru í PDPA. Fótfestu náði flokk- urinn hvorki meðal sveitaalþýðunnar — mikils meirihluta þjóðarinnar — né hinna örfáu launþega í landinu. Óánægjan fór vaxandi er Daud setti sig gegn umbótum í lýðræðisátt og þaggaði niður alla gagnrýni, meðal annars með því að losa sig við PDPA úr ríkisstjórn og 35

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.