Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 28
V V
Forseti Kúbu, Fidel Castro, tekur á móti Sankara í Havana, 25. september 1984.
Thomas Sankara talar — kallar hann um-
hverfismálabaráttuna „baráttu sem er
umfram allt pólitísk og þess eðlis að
endalok hennar eru ekki ákveðin af ör-
lögunum.“ Ríkisstjórn Sankara virkjaði
þúsundir manna á hinu fjögurra ára
stjórnartímabili sínu, sérstaklega í trjá-
plöntunarverkefnum til að stöðva framrás
eyðimerkurinnar. Hann benti æ og aftur á
það að heimsvaldastefnan bæri ábyrgð á
umhverfisslysinu í Burkina Faso. „Okkur
skortir fé til að bora eftir vatni á nokkur
hundruð metra dýpi, en það virðist vera
til nóg af peningum til að bora eftir olíu á
þrjú þúsund metra dýpi! Baráttan til
varnar trjánum og skógunum er umfram
allt barátta gegn heimsvaldastefnunni.
Heimsvaldastefnan er brennuvargurinn
sem kveikir í skógum okkar og trjám.“
Hin pólitíska sýn Sankara í þessu máli,
sem og mörgum öðrum, má heimfæra
upp á baráttuna til varnar umhverfinu hér
og þar í heiminum. Við þurfum einungis
að líta á nýjasta umhverfisslysið, þ.e.a.s.
þau 40.000 tonn af olíu sem fóru í sjóinn
við Alaska, til að sjá hvernig gróðafíknin
hefur áhrif á umhverfið í heiminum.
Ræðan í bókinni um frelsun kvenna er
án efa ein besta marxíska skilgreiningin á
kúgun kvenna sem gerð hefur verið.
Sankara leit á frelsun kvenna í sögulegu
og stéttarlegu samhengi, og innan þessa
samhengis rannsakaði hann raunveruleg-
ar ástæður kúgunar kvenna í Burkina
Faso og þá stefnu sem vinnandi fólk ætti
að taka í baráttunni fyrir frelsun kvenna.
28