Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 3

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 3
STEFNAN í MENNTA- OG MENNINGAR- MÁLUM: Breyting í grundvallaratriðum Ráðuneyti mennta- og menningarmála. Gerður G. Óskarsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir og Svavar Gestsson tóku saman. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var myndud í lok september. Þá tók Svavar Gestsson við starfi menntamálaráðherra. Hann réð sem nánustu sam- verkamenn sína þær Guðrúnu Ágústsdóttur sem aðstoðarmann ráðherra og Gerði G. Óskarsdóttur sem ráðunaut í uppeldis og skólamálum. Frá vori 1983 og þar til í september síðastliðinn hafði Sjálfstæðisflokkurinn ráðið ríkjum í mennta- málaráðuneytinu. Með ráðherraskiptunum varð grundvallarbreyting á stefnu ráðuneytisins til mennta- og menningarmála. Kemur það að nokkru leyti fram í þeim þáttum úr starfi ráðuneytisins sem hér eru raktir. Hér er ekki fjallað um þau mál sem helst hafa verið deiluefni á tímabilinu heldur er hér farið yfir mál- efnin. Þó þetta sé allítarleg skrá er hér ekki allt tínt til heldur flest það mikilvæg- asta. Ljóst er að næsta vetur reynir mest á þennan málaflokk þar sem þá kemur fram hvernig alþingi tekur þeim málum sem þá verða lögð fyrir þingið. Má þar nefna frumvarp til grunnskólalaga, frumvarp um listaháskóla, frumvarp um kvikmyndastofnun íslands og frumvarp til nýrra útvarpslaga svo nokkur dæmi séu nefnd um stóra málaflokka. Á liðnum mánuðum hafa þau þrjú sem áður voru nefnd og haft hafa forystu í ráðuneytinu heimsótt tugi staða — reyndar nokkuð yfir 100 skóla og menning- arstofnanir — til þess að setja sig þannig inn í aðstæður viðkomandi stofnana. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram var gert ráð fyrir verulegri aukningu til margvíslegra þátta skóla- og menningarmála þrátt fyrir samdrátt á öðrum sviðum. Þrátt fyrir þetta varð menntamálaráðuneytið að taka þátt í hinu al- menna sparnaðarátaki ríkisins á þessu ári. Verður ekki sagt að það hafi verið þægilegt verk þar sem alls staðar er kallað á framfarir í skólamálum. 3

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.