Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 46

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 46
U -b íslendingar! Verió á verði! Líf þjóðarinnar er í hættu! Islenskir menn! Hvað öldin ber í skildi, enginn fær séð hve feginn sem hann vildi, en eitt er víst, hún geymir Hel og Hildi, hlífi þér ættjörð Guð í sinni mildi! Hannes Hafstein. Það munu vart aðrir íslendingar hafa séð það betur en Hannes Hafstein í alda- mótaljóðum þeim, sem ort voru um aldamótin 1900, hver hætta vofði yfir Is- landi. Tvö heimsstríð hafa þegar geisað, jörð- in er orðin yfirfull af drápstækjum þeim, sem vor öld skapar og örugg eru til út- rýmingar mannkyns, — ólíkt þeim gömlu, sem aðeins gátu drepið lítinn hluta mannkynsins. Nú eru kjarnorku- vopnin þegar orðin deiluatriði: Sovét- ríkin og Vestur-Pýskaland vilja afnema þau, en Bandaríkjaauðvaldið vill skapa ný og sterkari í staðinn, — gróðafantar vígbúnaðarins heimta sinn ofsagróða, þótt svo meginhluti mannkyns drepist. En það eru ekki aðeins kjarnorkuvopnin, sem ógna lífinu á jörðinni. — Eiturbirgð- irnar nægja til að útrýma mannkyninu sex sinnum, en auðvaldið ameríska er dálítið hrætt við hvert vindarnir kynnu að blása því eitri, ef sleppt væri lausu. — Hætt- urnar eru fleiri, sem nú vofa yfir, þótt eigi verði sérstaklega ræddar hér: Mengunin er þegar meir og meir að eitra andrúms- lofið, — ozonlagið yfir pólunum er að eyðast og stofna lífi manna í hættu. Og ísland er þegar hugsað sem morð- stöð fyrir hervald Bandaríkjanna — og þjóð vor sem fórnardýr þess. Vér skulum rétt rifja upp hvernig það hervald fór að því að sölsa land vort undir sig. Það var 1941. England stóð eitt í stríði og átti aðeins á auðvald Bandaríkjanna að treysta með að fá vopn og vistir. Og Bandaríkin vildu nota tækifærið til að sölsa undir sig mikilvægustu aðstöðu í stríðinu til frambúðar. Því var það í júní 1941 að þau sögðu Englendingum að af- henda sér ísland til frambúðar — sem þýðingarmestu herstöð Norður-Atlants- 46

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.