Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 34
nei. Aðstæður okkar væru þannig að
svona lagað fengjum við ekki samþykkt
heima. Allir vissu að formaður MFA á
íslandi var fjarri því að vera krati og auk
þess var ég í Alþýðubandalaginu sem að
þeirra mati hafði ekki merkileg sósíal-
demókratísk einkenni. Til að byrja með
varð mikill taugatitringur með ásökunum
um að nú væru kommúnistar að eyði-
leggja eins og fyrri daginn, en þegar
menn gerðu sér ljóst að málið snerist ekki
einvörðungu um okkar skoðanir, ef ís-
lendingar ættu að vera með yrði ekki
komist hjá að taka tillit til sérstöðunnar.
Og loks duttu Stefán og Erik nokkur
Stubtoft, þekktur skólamaður í dÖnsku
verkalýðshreyfingunni niður á snilldar
orðalag: Þeir sögðu nokkurn veginn
þetta: Samtökin eiga rætur í hinum lýð-
ræðislega sósíalisma. Hvernig lokatextinn
leit nákvæmlega út man ég ekki lengur en
með þetta treystum við okkur að fara
heim. Lögin voru svo staðfest af stjórn
MFA án mótatkvæða. Ég man vel hvað
Stefáni þóttu dagarnir meðan á þessu
stóð skemmtilegir, hann var beinlínis í
essinu sínu, en gleymdi þó aldrei ábyrgð-
inni sem hann bar á að koma málinu í
höfn, hvað sem hans eigin skoðunum
leið.
Það má hafa til marks um tengsl Stefáns
Ögmundssonar að hann var árum saman
allra manna virkastur í samstarfi um
verkalýðsráðstefnur Eystrasaltslandanna
og íslands í Austur-Þýskalandi. En á
sama tíma tók hann þátt í að byggja upp
norræn samtök með sósíaldemókrötum.
Ég fann að þeir báru virðingu fyrir hon-
um og hann átti mikinn þátt í að þeim
veittist auðveldara en ella að skilja sér-
stöðu íslands.
Ég gæti ritað langt mál um minningar
mínar frá 20 ára samstarfi við Stefán Ög-
mundsson. Við hittumst að vísu miklu
sjaldnar eftir að hann hætti formennsku í
stjórn MFA, en tókum upp þráðinn af
fullum krafti að nýju í Félagi áhugafólks
um verkalýðssögu. I þeim efnum var
hann jafn áhugasamur og hann hafði verið
um málefni MFA og átti auðvelt með að
vinna með nýjum hópi samstarfsmanna. I
honum eru sagnfræðingar og áhugalið um
verkalýðssögu úr verkalýðsfélögum.
Síðustu orðaskipti okkar voru á þeim
vettvangi. Ég keyrði hann heim í Safa-
mýrina eftir stjórnarfund í félaginu. Það
var glaðleg stund, full af glettni um lysti-
semdir heimsins, og breyskleika mann-
anna. Hann var enn í essinu sínu.
Ég tel mér það til gildis að hafa starfað
með Stefáni Ögmundssyni í meira en tvo
áratugi. Eftir á að hyggja hefði ég viljað
kynnast honum fyrr og eiga við hann sam-
vistir í mörg ár enn. Við áttum margt
órætt.
34