Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 24
DOUG COOPER:
Sankara heyrir ekki
sögunni til, hann tilheyrir
vinnandi fólki alls staðar
Undanfarna mánuði hefur hinn kapítalíski blaðaheimur í einni blaðagreininni
af annarri lýst yfir gjaldþroti heimskommúnismans. Lundúnatímaritið Economist
sagði eftirfarandi í ritstjórnargrein: „Svo kann að fara að hugmynd sem gerði sig
líklega til að taka 20. öldina með áhlaupi muni ekki halda út til aldamóta.“
Fyrrum öryggismálaráðgjafi Carters
Bandaríkjaforseta, Zbigniew Brezinski,
sendi nýlega frá sér bók sem heitir: „Hin
miklu mistök. Fæðing og dauði kommún-
ismans á 20. öldinni.“ New York Times
birti umsögn um bókina í síðustu viku.
Þar segir að hann lýsi kommúnismanum
sem „pólitískri hreyfingu er áður hafi ver-
ið litið á sem meginafl í mótun sögu 20.
aldarinnar en sé nú söguleg skekkja.“
í janúar birti New York Times viðtöl
við nokkra svokallaða kommúnista sem
hafa miklar efasemdir um framtíðarhorf-
ur kommúnismans í dag. Efasemdir
þeirra fylltu sex síður blaðsins á þriggja
daga tímabili.
Robert Heilbroner, bandarískur hag-
fræðingur, skrifaði nýlega: „Keppninni
milli kapítalismans og sósíalismans er
lokið. Kapítalisminn vann.“
Thomas Sankara talar — er öðruvísi
bók. Eins og aðrar bækur frá Pathfinder
bókaforlaginu færir hún heim sanninn um
lífsþrótt og gildi byltingarsinnaðra hug-
mynda í dag. Ekki bara fyrir þriðja heim-
inn, heldur verkamenn og bændur alls
staðar. Hún endurspeglar þá staðreynd,
sem spekúlantarnir sem ég minntist á eru
ekki færir um að sjá, að byltingarsinnaðar
og sósíalískar hugmyndir eru varðar og
færðar fram til sigurs að nýju í dag, sér-
staklega í löndum sem eru á nýlendu- eða
hálfnýlcndustigi. Og það af fólki sem,
merkilegt nokk, finnst kapítalisminn ekki
hafa bætt þeirra hag.
í Thomas Sankara talar — munt þú
finna sannleikann um raunveruleg verk
kapítalismans. Hans raunverulegu verk
varðandi sjálfsákvöröunarrétt þjóða og
efnahagslega og félagslega þróun landa á
nýlendu- og hálfnýlendustigi. Hans raun-
verulegu verk varðandi heilsugæslu,
menntun og umhverfisvernd. Hans raun-
verulegu verk varðandi stuðning við stríð
gegn hinum ýmsu þjóðum heimsins, í
stuðningi hans við apartheid.
Þeir sem segja að kapítalisminn hafi
sigrað grundvalla það eingöngu á hinni
innri kreppu ríkisstjórna í Sovétríkjunum
og öðrum austantjaldslöndum þar sem
kapítalismanum var velt úr sessi fyrr á
árum. Þeir geta ekki fullyrt þetta á grund-
velli hinna raunverulegu verka kapítal-
ismans í heiminum. Og það er ekkert
24