Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 13
þar um, litið er á framhaldsdeildir við grunnskóla sem framhaldsskóla hvað varðar fjármál, gert er ráð fyrir að taka skuli tillit til aðstæðna á hverjum stað þegar ákveðinn er kvóti til skóla og gert er ráð fyrir stórauknu sam- starfi skóla. 4. Sett hefur verið á stofn föst nefnd um útgáfu námsefnis fyrir framhalds- skóla. Námsefni fyrir framhaldsskóla er gefið út af ýmsum útgáfufyrirtækj- um, skólum og kennurum. Vegna skorts á samstarfi og samhæfingu hefur útgáfa námsbóka fyrir þetta skólastig þótt handahófskennd. Nefndinni er ætlað að ráða bót á því en í henni sitja fulltrúar skóla og bókaútgef- enda. Verkefni nefndarinnar eru að sjá um útgáfu árlegs rits yfir námsefni fyrir framhaldsskólann, gera tillögur um kennsluefni sem þarf að gefa út eða endurskoða, veita styrki til kennslubókahöfunda og þýðenda, hafa samband við bókaútgáfur, meta útgefið námsefni o.fl. 5. Starfandi er nefnd um fjölmiðlanám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi. Henni er ætlaða ð koma með tillögur að skipulagi slíks náms og taka í störfum sínum mið af því sem gert hefur verið í þessum efnum og tillögum sem fyrir liggja við Há- skóla íslands um nám í hagnýtri fjöl- miðlun (undirbúningur að störfum á blöðum og við aðra fjölmiðla). 6. Nú í vetur hefur ráðuneytið beitt sér fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla. A Reykjavíkursvæðinu verður aukið samstarf um innritun og hverfaskipt- ingu nú í vor og skólar á Norðurlandi eystra munu einnig standa saman að innritun nú í vor. 7. Við Háskóla íslands fer af stað nú í sumar 30 eininga nám fyrir starfandi stærðfræðikennara í framhaldsskól- um. Hér er um að ræða ársnám sem dreifast mun á tvö sumur og veturinn á milli og verður bæði nám í skóla og fjarnám. Nú er mikill skortur á menntuðum stærðfræðikennurum í framhaldsskólunum. Pessu námi er ætlað að bæt.a þar úr. 8. Veitt hefur verið fé til uppeldis- og kennslufræða við Háskóla íslands til þess að undirbúa starfsleikninám fyr- ir framhaldsskólakennara. Reiknað er með að byrja með nám fyrir ís- Frá fundinum á ísafirði. Fundarstjóri Smári Har- aldsson hæjarfulltriii Alþýðubandalagsins á Isafirði. Svavar í ræðustóli. 13

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.