Réttur


Réttur - 01.01.1989, Síða 12

Réttur - 01.01.1989, Síða 12
vegum menntamálaráðuneytisins til að starfa við fræðsluskrifstofu Reykja- ness til að sinna sérstöku þróunar- starfi um stöðu kynjanna í skólum. Peir munu halda námskeið og fræðslufundi fyrir kennara á haust- önn 1989. Þetta starf fór af stað á vegum nefndar um jafna stöðu kynja í skólum. Á vegum nefndarinnar kemur út bæklingur fyrir kennara næsta haust og haldin verður ráð- stefna um þetta málefni í lok sept- ember n.k. 12. Ráðinn var kennari að Kvennaat- hvarfinu í Reykjavík til að tryggja að börn sem þar dvelja fái áfram kennslu. 13. í undirbúningi er stofnun neyðarat- hvarfs hér í Reykjavík, vegna þeirra grunnskólanemenda sem detta út úr skóla af ýmsum ástæðum. Framhaldsskólastigið 1. Nefnd um innra starf framhaldsskól- ans hefur starfað frá því um áramót og er ætlað að skila skýrslu nú fyrri hluta sumars. Við gildistöku nýrra laga um framhaldsskólastigið við upphaf árs 1989 varð í raun breyting á eðli fram- haldsskólans í þá veru að hann er nú fyrir alla. Allir nemendur sem lokið hafa grunnskólanámi eiga nú rétt á að setjast í framhaldsskóla. Hingað til hefur námsframboð framhaldsskólans aðeins miðast við þarfir hluta hvers árgangs. Námsframboðið hefur verið iðnnám, nám til stúdentsprófs og tveggja ára námsbrautir sem flestar hafa verið hugsaðar sem aðfaranám að sérskólum. Mikil þörf er á að skólinn bjóði fram mun fjölbreyttara nám en nú er, styttri og lengri námsleiðir sem bæði eru byggðar upp af bóklegu námi í skóla, Iistiðkun, verklegri þjálfun og námi úti í atvinnulífinu. Verkefni nefndarinnar er m.a. að gera tillögur um breytta starfshætti og nýjar námsbrautir einkum með tilliti til þess hóps nemenda sem ekki virðist hafa getað nýtt sér nám framhalds- skólans eins og málum hans er nú háttað. Þá skal gera tillögur um leiðir til þess að flétta saman nám og starf, gera tillögur um hvernig megi stuðla að endurnýjun og nýbreytni. Fjalla á um námsefnisgerð, námsstjórn, sér- kennslu, heilsugæslu og sálfræðiþjón- ustu, gera tillögur um fyrirkomulag námsráðgjafar og námskrárgerðar, taka starfsnám til athugunar og gefa ábendingar um kröfur til aðstöðu og húsnæðis. Á vegum nefndarinnar er starfandi hópur sem fjallar sérstaklega um iðn- menntun. Honum er ætlað að koma með tillögur um úrbætur ognýjar áherslur og leiðir í iðnmenntun. 2. í vetur hafa verið starfandi átta starfs- hópar við að semja reglugerð við nýju framhaldsskólalögin. í þessum starfshópi eru kennarar, skólastjórn- endur og starfsmenn ráðuneytisins. í hópi um starfsmenntun eru einnig fulltrúar atvinnulífins. Stefnt er að útgáfu þessarar reglugerðar nú í sumar. 3. Núverandi menntamálaráðherra hef- ur lagt fram á alþingi frumvarp til breytinga á framhaldsskólalögunum. Fær fela m.a, í sér breytingar á skip- an skólanefnda og er gert ráð fyrir að kennarar og nemendur fái aðild að nefndunum, fjárhagslegt sjálfstæði skóla er aukið með ákvæði um að greiða skuli fjárframlög til reksturs beint til skóla samkvæmt samningi 12

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.