Réttur


Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 22

Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 22
SIGÞRÚÐUR GUNNARSDÓTTIR: Hver og einn skal vera stoltur af því sem hann er en ekki reyna að vera eitthvað annað! í ræðu sem Thomas Sankara heldur fyrir yfir 500 manns í Harlem í Banda- ríkjunum þann 3. október 1984 leggur hann áherslu á að svertingjar víðs vegar um heiminn skuli ekki gleyma uppruna sínum, því síður skammast sín fyrir hann. Hann segir að Afríkumenn í Bandaríkj- unum skuli klæðast afrískum fötum án þess að skammast sín fyrir það. „Klæðist þessum fötum alls staðar — í vinnunni, á götunum, við innkaupin, alls staðar. Verið stolt af þeim. Sýnið öllum að þið séuð frá Afríku. Skamm- ist ykkar aldrei nokkurn tímann fyrir að vera frá Afríku!“ Og fólkið tók undir orð hans með því að hrópa: „Niður með heimsvaldastefnu, niður með kynþáttahatur, valdið til fólks- ins,“ og á þeirri stundu var það stolt af því að vera frá Afríku og geta hrópað hluti sem hrærðust innra með því daginn út og inn. Það sorglega er að ekki nærri því nógu margir halda áfram að vera stoltir þegar heim kemur eða á vinnustaðinn og allt of margir eru það aldrei. Þeim finnst of gott að eiga hús og bíl og vera í góðri vinnu til að skemma það. Því síður vilja þeir láta þá, sem vilja ekkert með veraldleg gæði hafa nema vera fyrst viðurkenndir í sam- félaginu, skemma það fyrir sér. Þegar maður lítur á hluti eins og stolt virðist nokkur munur á svertingjum í Bretlandi og Bandaríkjunum þegar á heildina er litið. í grundvallaratriðum er munurinn sá að breskir svertingjar eru fyrst svartir og svo Bretar, en bandarískir svertingjar fyrst bandarískir og svo svartir. Þar af leiðandi leggja breskir svertingjar meiri áherslu á að halda í sín upprunalegu einkenni og öðlast sérstöðu í samfélaginu en þeir bandarísku vilja frekar laga sig að landinu sem þeir búa í og láta viðurkenna sig sem fullgilda með- limi bandarísku þjóðarinnar án nokkurr- ar sérstöðu. Þannig er staðan í dag. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er sú hvort það er meira virði að halda lífi í þjóðfélagi þar sem maður er álitinn skítseiði eða berjast fyrir lífi þar sem allir eru metnir jafnt og þar sem enginn er skítseiði nema sá sem vill kúga annan. 22

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.