Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 14
lensku- og tungumálakennara. Hér
er um að ræða nám sem fer fram
samhliða starfi úti í skólunum sjálf-
um undir handleiðslu kennara sem
hlotið hefur sérstaka þjálfun þar til.
Reiknað er með að slík þjálfun fari af
stað næsta haust.
9. Mörkuð hefur verið stefna um það að
framhaldsdeilir við grunnskóla teng-
ist faglega einhverjum framhalds-
skóla. Nú er unnið að því að fram-
haldsdeildin á Kirkjubæjarklaustri
sem býður fram nám í fiskeldi tengist
Fjölbrautaskóla Suðurlands í fagleg-
um efnum.
10. í vetur hafa staðið yfir endurbætur á
Menntaskólanum við Hamrahlíð til
að stórbæta aðgengi hreyfihamlaðra.
11. Á 100 ára afmæli Kennarasamtaka á
íslandi hinn 23. febr. var Kennara-
sambandi íslands og Hinu ísl. kenn-
arafélagi gefinn gamli Kennaraskól-
inn við Laufásveg undir starfsemi
sína.
Háskólastig
1. Að undanförnu hefur farið fram mikil
umræða um hvað sé háskóli og hvernig
skilgreina skuli háskólastigið. Nýir
skólar og aukið námsframboð að
loknu framhaldsskólanámi kalla á nýj-
ar skilgreiningar og jafnvel á breytt
skipulag. Pessi umræða fer ekki aðeins
fram hér á landi heldur einnig í flest-
um nágrannalöndum okkar.
Því hefur verið ákveðið að halda á
vegum ráðuneytisins ráðstefnu um
háskólastigið 26. maí n.k. Markmið
ráðstefnunnar er að efna til umræðu
um þessi mál. F*ví var leitað til nokk-
urra einstaklinga, bæði skólamanna og
fólks úr öðrum geirum atvinnulífins,
til þess að reifa hugmyndir sínar í
þessum efnum. Voru þau m.a. beðin
að svara ákveðnum spurningum um
háskólastigið og fjalla um hugmyndir
sínar um inntökuskilyrði, útskrift,
rannsóknir, staðsetningu mennta-
stofnana, þarfir atvinnulífsins, þörf
fyrir samræmda löggjöf o.fl. Reiknað
er með að nýta niðurstöður ráðstefn-
unnar í frekari stefnumótun um fram-
tíð þessa skólastigs.
2. Háskóla íslands hefur verið veitt
heimild til þess að starfrækja masters-
nám í verkfræðideild, raunvísinda-
deild og félagsvísindadeild.
3. Samþykkt hafa verið lög á alþingi sem
stuðla að auknu sjálfstæði skólans,
m.a. með tilliti til ráðningar kennara.
4. Hér að ofan var getið um nám fyrir
stærðfræðikennara við H.í. og tillögur
að námi í hagnýtri fjölmiðlun.
5. Hafinn er undirbúningur að gerð þró-
unaráætlunar fyrir Kennaraháskóla
íslands.
6. Hér að framan var getið um dreifða og
sveigjanlega kennaramenntun á veg-
um KHÍ.
7. Ákveðið hefur verið að stofna til
kennslu í sjvarútvegsfræðum við Há-
skólann á Akureyri frá næstu áramót-
um.
8. Unnið er að endurmati á því starfi sem
fram fer í Tækniskóla íslands.
9. Skýrsla um starfsemi Tilraunastöðvar
Háskóla íslands á Keldum liggur fyrir.
Skipuð hefur verið nefnd sem á að
skila lagafrumvarpi síðar í sumar um
starfsemi tilraunastöðvarinnar.
Fullorðinsfræðsla - símenntun
í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar
stendur að fullorðinsfræðsla, símenntun
og endurmenntun veröi efld.
Fullorðinsfræðsla hvers konar, sí-
14