Réttur


Réttur - 01.01.1989, Side 40

Réttur - 01.01.1989, Side 40
TRYGGVI ÞÓR AÐALSTEINSSON: Safn merkra skjala og mikillar sögu LJm Sögusafn verkalýðshreyfingarinnar SÖgusafn verkalýðshreyfíngarinnar var stofnað með samþykkt reglugerðar um safnið á sambandsstjórnarfundi Alþýðusambands Islands 5. apríl 1974. Með þeirri samþykkt var því í raun lýst yfír að söfnun gagna og minja sem snerta verkalýðshreyfinguna á Islandi væri eitt af viðfangsefnum Alþýðusambandsins og verkalýðsfélaganna. Stjórn Menningar- og fræðslusambands alþýðu er stjórn safnsins. Safnið er til húsa hjá MFA að Grensásvegi 16 A í Reykjavík og starfs- menn MFA sinna jafnhliða öðrum störfum vinnu við safnið. Sögusafni verkalýðshreyfingarinnar er ekki aðeins ætlað að varðveita gömul gögn. Tilgangur safnsins er m.a. að efla verkalýðsfélög til að safna saman gögnum sem varða sögu þeirra og starf og auka áhuga fólks fyrir sögu verkalýðssamtak- anna á íslandi. Safnið á að vera hvort tveggja í senn sýningarsafn og vísinda- og rannsóknarstofnun um söguleg fræði ís- lenskrar verkalýðshreyfingar. Nokkur vísir hefur myndast að þessu því töluvert er um að námsmenn, fræðimenn, rithöf- undar og aðrir sem eru að skrifa um ein- stök verkalýðsfélög, sögu byggðarlaga eða um tiltekna atburði leiti fanga í safn- inu. Safnið hefur á liðnum árum staðið fyrir sögusýningum. Slíkar sýningar hafa verið skipulagðar í samvinnu við Lisasafn ASÍ o.fl. og haldnir í sýningarsal safnsins. Meginefni safnsins er eins og gefur að skilja bréf og önnur skjöl sem varða starf Alþýðusambandsins og samskipti þess við aðildarfélög sín, opinbera aðila, viðsemj- endur um kaup og kjör ásamt skjölum er snerta erlend samskipti ASÍ. Auk þessa efnis hefur safninu borist margt merkra skjala, bréfa, fundargerðabóka, bækl- inga, bóka, dreifirita, og ljósmynda frá einstaklingum og félögum. Sem dæmi í þessu sambandi má nefna gögn frá Al- þýðuflokknum fyrir 1940, MFA sem starfaði á þriðja og fjórða áratugnum, Al- þjóðasamhjálp verkalýðsins, Forsteini Pjeturssyni fyrrum starfsmanni Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Jóni Sigurðssyni fyrrum forseta Sjómanna- sambands íslands og framkvæmdastjóra ASÍ, Stefáni Ögmundssyni prentara og fyrrverandi formanni MFA, Sigurði Gutt- ormssyni bankamanni og eru þá ekki nema nokkrir taldir. Einar Olgeirsson og kona hans Sigríður Þorvarðardóttir færðu safninu nýlega að gjöf ritsafn Marxs og 40

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.