Réttur


Réttur - 01.01.1989, Side 2

Réttur - 01.01.1989, Side 2
herjarvígbúnaðar-kapphlaups. Og vér íslendingar eigum að vita hvað til okk- ar friðar heyrir. Vér eigum ekki að fórna þjóð vorri fyrir valda-draumóra bandarísks hergróðalýðs. Island var um skeið, er þjóð vor réð sér sjálf „farsældarfrón og hagsældar hrímhvíta móðir“. Andleg reisn gegn fátækt og erlendri kúgun, gegn kreppu og auðvalds ásælni, — reisn, er skóp hér lýðveldi og stóra landhelgi, — gaf þjóð vorri heillrar aldar háreistan skáldskap og list, fegurstu og æðstu menn- ingu, sem ísland hefur eignast. En nú er hið erlenda innrásarvald, sem ekkert tignar nema peningana, að reyna að lítillækka þjóð vora, gera land vort þrælskuldugt. Draumur innrásar- hersins og auðdrottna hans er að gera ísland að víghreiðri sínu, þótt því fylgi eyðing lands og niðurlæging þjóðar. Vér stöndum í þeirri baráttu í dag að hindra þetta, baráttu upp á líf og dauða, til að forða þjóð vorri frá tortímingu sem bandarísks fórnarlambs. íslendingar! Látum ekki blekkjast af hinum bandaríska fagurgala. Vér heimtum að fá að lifa í friði sem sjálfstæð þjóð. Vér heimtum að fá frjálsir að njóta auðlinda lands vors. Enn eigum við fisk í sjónum, hreint vatn í lindum vorum, hverskonar fleiri gæði, sem sumar stórþjóðir þegar hafa glatað. Vér viljum fá að varðveita okkar hreina loft, — vér neitum því að láta inn- rásarauðvald eitra vatnið, loftið, sjóinn. íslendingur! Spurningin, sem lögð er fyrir þig í dag er: Ætlar þú að gera land vort frjálst og varðveita öll þess gæði, — eða ætlar þú að kasta þessu öllu, frelsi voru og lífi, í ruslakistu eyðingar og auðvalds í Mammons nafni. Þjóö vor hefur ásakaö Gissur Þorvaldsson og fleiri „höföingja" fyrir aö hafa svikið þjóöina og ofurselt hana erlendu valdi, sem drottnaði yfir henni í 600 ár og hafði nær drepið hana. Ef þú fetar í fótspor hans og beygir þig fyrir þeim höfðingjum, sem lúta er- lendum drottnum, — þá þýðir það nú dauða þjóðar vorrar. Drápstækin sem drottnar lands vors nú búa yfir drepa þjóðina, hlífa engum. Við skulum ekki gera okkur neinar tálvonir. Ábyrgðin á lífi þjóðar vorrar hvílir á núlifandi kynslóð. E.O.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.