Réttur - 01.01.1989, Blaðsíða 39
liðar kalla sig, er stjórnað. Pakistanir
taka helstu ákvarðanirnar í fjarveru Af-
gana en að Bandaríkjamönnum viðstödd-
um.
Það var forsætisráðherra Pakistan,
Benazir Bhutto, sem fyrirskipaði árásina
á Jalalabad, þrátt fyrir andmæli manna úr
röðum hersins, sem töldu hægrisinna
hvorki nægilega skipulagða né vel vopn-
um búna. Rökin voru að hægrisinnar
yrðu að ráðast strax á borgina, því of
langur tími væri liðinn frá brottllutningi
Sovéthers 15. febrúar án þess að uppreisn-
armenn hefðu unnið marktækan sigur.
Seinkun yrði til þess að afskipti Sovét-
1 íkjanna féllu í gleymsku og Pakistan yrði
ásakað um að halda áfram stríði sem
Sovétríkin gáfust upp á.
Allt frá 1979 hefur leyniþjónusta Pakist-
an sett saman forystu afganskra uppreisnar-
nianna. Hún stóð að myndun sjö flokka
skæruliðabandalags, með aðsetur í borg-
inni Peshawar í Pakistan. Það stjórnar
^aráttunni að nafninu til en í raun gefur
•eyniþjónusta Pakistan fyrirmæli um og
samhæfir hernaðarlegar og pólitískar að-
gerðir. Útlagastjórn var valin í febrúar á
*undi sem Pakistanstjórn gekkst fyrir. Sá
mikli mótbyr sem hægrisinnar hafa orðið
fyrir í Jalalabad sýnir að bráðabirgða-
stjórnin nýtur lítils stuðnings í Afganist-
an.
Einn aðalleiðtogi hægrisinna, Gul-
buddin Hekmatyar, lýsir pólitískum sjón-
armiðum sínum á eftirfarandi hátt: „Lýð-
ræði fer ekki saman við ríki múhameðs-
trúarmanna. Afganistan mun verða
strangtrúarríki. Spakir menn setja ríkinu
lög, allir áfengir drykkir verða bannaðir,
konur munu halda sig heima við og
mullarnir (heiðurstitill manna sem lærðir
eru í lögum kóransins) fá aukið vald.“
Leyniþjónusta Bandaríkjanna útvegar
uppreisnarherjum vopn, tækjabúnað og
peninga. Yfirlýst markmið stjórnar og
þings Bandaríkjanna er að koma stjórn-
inni í Kabúl frá völdum og festa bráða-
birgðastjórnina í sessi. En sveitirnar sem
Bandaríkjastjórn styður hafa ekki náð
hernaðarárangri. Friður er ekki í sjón-
máli og hörmungunum ekki lokið í Af-
ganistan, heldur er kynt undir framhaldi
stríðsins sem íbúarnir hafa greitt dýru
verði undanfarinn áratug. Hundruð þús-
unda flóttamanna snúa vart heim um
sinn.
39