Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÆKKUN FRIÐLANDS Sigríður Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra hefur látið hefja und- irbúningsvinnu vegna stækkunar friðlandsins í Þjórsárverum. Hún lýs- ir mikilli ánægju með þá ákvörðun Landsvirkjunar að leggja Norð- lingaölduveitu til hliðar. Stefna að rýmri reglum Íslensk stjórnvöld áforma að falla frá fyrirvörum í EES-samningi um heilbrigði dýra og plantna. Áfram er þó gert ráð fyrir að við verðum með fyrirvara varðandi innflutning á lif- andi dýrum. Gangi þetta eftir rýmka verulega heimildir ferðamanna til að flytja til landsins osta og unnar kjöt- vörur. Fuglaflensa ekki greinst Ekki hefur fundist nein fuglaflensa í villtum fuglum sem rannsakaðir hafa verið hér á landi að undanförnu. Búið er að taka 30 sýni og greina 19. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að haldið verið áfram að taka sýni hér á landi, m.a. í farfuglum í vor. Sudbø játar Norski læknirinn Jon Sudbø, sem staðinn hefur verið að því að falsa rannsóknaniðurstöður í grein, sem birtist í breska læknaritinu The Lan- cet, hefur nú einnig játað að hafa beitt fölsunum í greinum í tveimur öðrum vísindatímaritum. Kom það fram hjá lögfræðingi hans í gær, sem sagði, að hann hefði byrjað hægt í svikseminni en loks misst alla stjórn á sér. Sagði hann, að málið snerist ekki um peninga, heldur um ákafa löngun til að vekja á sér athygli. Mikið lestarslys Um 40 manns fórust er lest fór út af sporinu í Svartfjallalandi í gær og steyptist ofan í gil. Voru um 300 manns með lestinni og þar á meðal börn á leið heim úr skíðaferð. Talið er, að hemlar lestarinnar hafi gefið sig. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 24 Úr verinu 12 Umræðan 24/25 Viðskipti 13 Bréf 25 Erlent 14/15 Minningar 26/28 Minn staður 16 Skák 31 Akureyri 17 Dagbók 32/35 Austurland 17 Víkverji 32 Landið 18 Velvakandi 33 Suðurnes 18 Staður og stund 34 Daglegt líf 19 Bíó 38/41 Menning 20, 36/41 Ljósvakamiðlar 42 Af listum 20 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                  VERSLUNARFÓLK við Skólavörðustíg óttast um öryggi sitt og eru dæmi um að það mæti með hafnaboltakylfur og hunda í vinnuna. Haft hefur verið í hótunum við starfsfólk en margir einyrkjar starfa við verslunargötuna. Lögreglan í Reykjavík handtók um helgina karl- mann á fertugsaldri, grunaðan um að hrella versl- unarfólk á Skólavörðustíg og Laugavegi í síðustu viku. Honum var sleppt lausum að loknum yfir- heyrslum. Sigrún Lára Shanko, sem er með vinnu- stofu á Skólavörðustíg, segir mikinn ótta ríkja hjá verslunarfólki sem farið sé að læsa fyrirtækjum sínum yfir daginn. Lögregla segir engar upplýs- ingar liggja fyrir um að maðurinn sé hættulegur en hann er talinn eiga við geðræn vandamál að stríða. Hélt að hann væri viðskiptavinur Sigrún Lára kemur fram sem talsmaður versl- unarfólks á Skólavörðustíg og segist vita til að sami maðurinn sé viðriðinn þrjú einstök tilfelli þar sem konur hafi verið króaðar af í verslunum sínum um hábjartan dag og haft í hótunum við þær. Í kjölfar heimsókna mannsins hafi þær allar þurft á áfalla- hjálp að halda. Sigrún Lára segir mikið um einyrkja á Skóla- vörðustíg og það hafi verið raunin að minnsta kosti í tveimur tilvikanna. Í einu tilviki hafi fórnarlamb- inu verið haldið nauðugu í um 20 mínútur áður en því tókst að mjaka sér í átt að útidyrunum og yfir- gaf maðurinn verslunina skömmu síðar. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni í Reykjavík, segir tvær kærur hafa borist lögreglu vegna háttalags mannsins. Hann segir að málið hafi verið skoðað þegar náðist í hann og talið sé að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Geir Jón segir engar upplýsingar hafa komið fram um að maðurinn sé hættulegur en viðurkennir að framkoma hans geti virkað ógnandi. Ekki er talin veruleg hætta á ferðum þó að hann sé frjáls ferða sinna en lögreglan mun fylgjast vel með hegðan hans. Sigrún Lára bendir á að í kjölfarið á þessum at- vikum hafi sprottið upp umræður um aðbúnað verslunarfólks á Skólavörðustígnum og greinilegt þykir að grípa þurfi til einhverra aðgerða til að tryggja öryggi starfsfólks. Veit hún til þess að verslunarfólk taki jafnvel með sér hafnaboltakylfur til vinnu og aðrir séu með hunda með sér, líkt og hún sjálf. Það hafi enda komið sér vel áður þegar nokkrir ungir menn sóttu fyrirtæki hennar heim og höfðu í hótunum. Þá hafi hundurinn umturnast í skapi og rekið þá öfuga út. Öryggishnappar í verslanir? Sigrún Lára segir það einnig hafa komið til tals að koma upp öryggishnöppum í verslunum sem tengdir væru við öryggisfyrirtæki. Henni þykir það hins vegar ólíklegt að starfsmönnum verði fjölgað í fyrirtækjum við Skólavörðustíg, enda mik- ið um minni fyrirtæki, hönnunarstofur og listgall- erí. „Þetta er það sem greinir okkur frá Laugaveg- inum, þar eru stærri fyrirtæki og fleiri starfsmenn á hverja einingu,“ segir Sigrún en fagnar þó góðu sambandi sem sé á milli verslunarfólks á Skóla- vörðustíg. Mikið og gott samband sé á milli búða og auðvelt að hlaupa yfir ef eitthvað bjátar á. Verslunarfólk við Skólavörðustíg óttast um öryggi sitt vegna hótana Mæta með hafnabolta- kylfur og hunda í vinnuna Ég flakka öllum fleim sem veittu mér stu›ning í prófkjöri sjálfstæ›ismanna í Kópavogi sl. laugardag. LJÓST er að 500 menntaðir leik- skólakennarar í Reykjavík eru með lægri laun en 150 réttindalausir leik- skólastarfsmenn í Eflingu og Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar og samninganefndar Félags leik- skólakennara sem samþykkt var á fundi í gær, þar sem ræddar voru niðurstöður launamálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga hinn 20. jan sl. Í ályktuninni lýsa stjórn og samn- inganefnd Félags leikskólakennara yfir miklum vonbrigðum með niður- stöður launamálaráðstefnunnar, sem stjórnin telur óljósar og gefa takmörkuð fyrirheit. „Leikskólakennarar hafa sýnt bið- lund og þolinmæði fram að þessu en nú finnst mörgum að mælirinn sé fullur,“ segir m.a. í ályktun FL. Nú geti leikskólakennarar verið með allt að 500.000 krónum lægri árslaun en starfsfólk leikskóla með aðra há- skólamenntun, sem einskorðist ekki við uppeldismenntun. Deildarstjórar með leikskólakennaramenntun í Fé- lagi leikskólakennara geti verið með allt að 300.000 krónum lægri árslaun en ófaglærðir deildarstjórar í Efl- ingu. „Um 500 leikskólakennarar í Reykjavík eru með lægri laun en 150 réttindalausir leikskólastarfsmenn í Eflingu og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar samkvæmt áð- urnefndum kjarasamningi. Öllum má vera ljóst að slíkur launamunur sem gilt hefur frá 1. október sl. getur ekki viðgengist,“ segir í ályktuninni. Starfsreynsla spilar ekki inn í útreikningana Björg Bjarnadóttir, formaður Fé- lags leikskólakennara, segist hafa heyrt af fleiri uppsögnum kennara í kjölfar ráðstefnunnar. Spurð hvort starfsreynsla spili ekki inn í útreikn- ingana sem sýni fram á launamun faglærðra og réttindalausra segir Björg ekki svo vera, þarna sé um að ræða jafnaldra fólk með sömu starfs- reynslu. „Við viljum að fólk átti sig á þessu. Það er sagt að við verðum bara að búa við þetta í heilt ár, en það er bara ekki hægt, vegna þess að fólk upplifir þetta sem svo mikla lít- ilsvirðingu gagnvart menntun sinni og störfum.“ Félag leikskólakennara óánægt með útkomu launaráðstefnunnar Vilja leiðréttingu launa hið fyrsta ELDUR, þarfanaut Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, er í meira lagi kel- inn. Hér lætur hann vel að þeim Sögu og Lilju, gæslukonum í garð- inum. Eldur er ungur og sprækur, en hann fagnaði nýverið tveggja ára afmæli sínu. Hann er fæddur á bæn- um Laugabóli í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu en hafði átt lögheim- ili á nautastöð Bændasamtaka Ís- lands á Hvanneyri fyrir komu sína í garðinn. Hann hlaut frækilegan sig- ur í keppninni um hið íslenska þarfa- naut sem sýnd var í Kastljósi Sjón- varpsins fyrr í vetur. Hann virðist una hag sínum í garðinum vel þar sem hann deilir fjósi með tveimur kúm og tveimur nautkálfum. Kelinn Eldur Morgunblaðið/Ómar ÁHAFNAREKSTUR Eimskips verður færður til félagsins Fossa í Færeyjum, sem er 100% í eigu Eim- skips. Í fréttatilkynningu segir að ástæðan sé það hagstæða umhverfi sem býðst í Færeyjum, með tilliti til skipaskráninga og hagfellds um- hverfis í skattamálum sem fyr- irtækjum stendur til boða. Færeysk stjórnvöld bjóða fyrirtækjum á þessu sviði endurgreiðslu á tekju- skattsgreiðslum áhafna upp á 28%. Í tilkynningunni segir að með þess- ari ráðstöfun sé Eimskip að fara sömu leið og önnur skipafélög í Evrópu hafi farið. Færeyjar þykja bjóða upp á eitt áhugaverðasta og arðbærasta umhverfi fyrir skipa- félög í dag og sífellt fleiri félög nýta sér þetta umhverfi. Rekstur áhafna Eimskips til Færeyja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.