Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úr verinu á morgun ÚR VERINU  Fiskurinn unn- inn í neytenda- pakkningar á Breiðdalsvík RÁÐGERT er að leggja Víkingi Ak 100 að lokinni loðnuvertíð, ef einhver verður, fram yfir næstu áramót. Jafn- framt verður útgerð Svans RE hætt eftir loðnuvertíð og hann settur á söluskrá. Ástæðan er meðal annars breytt veiðimynstur á kolmunna og óvissa um sumarveiði á loðnu. Fyr- irhugað er að gera Víking út á loðnu- vertíð að ári. Þeim skipverjum sem hafa hug á að starfa áfram hjá félag- inu verða boðin störf á öðrum skipum þess. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstöðu- maður uppsjávarsviðs HB Granda, segir að verið sé að hagræða í rekstr- inum og færa skipastólinn að veiði- heimildum félagsins. Engey hafi bætzt í flotann í fyrra og ekki sé þörf fyrir jafnmörg skip og áður. HB Grandi verður þá með fjögur skip við veiðar á uppsjávarfiski, síld, loðnu og kolmunna, skipin Engey, Faxa, Ing- unni og Sunnuberg. Öll skipin munu verða á loðnuveiðum, verði gefinn út kvóti fyrir þær veiðar og hann verði nægur fyrir þau öll. Engeyin er eina skipið þar sem aflinn er unninn um borð og verður henni beitt við veiðar á norsk-íslenzku síldinni næsta sumar. Hin skipin verða á kolmunna og sum- arloðnu, verði veiðar leyfðar, og fara síðan í íslenzku sumargotssíldina næsta haust. Nú eru öll uppsjávarskip HB Granda bundin við bryggju, sex alls. Ríflega hundrað sjómenn eru því verkefnalausir meðan ekki verður leyfð veiði á loðnu. Þá eru þrjár fiski- mjölsverksmiðjur verkefnalausar og tvö frystihús. Þar eru einnig um hundrað manns verkefnalausir, flest- ir á Vopnafirði eða um 60 manns. HB Grandi er með mestan kvóta uppsjávarfiska í landinu. Félagið er með 18,68& í loðnu, 11,085 í íslenzku sumargotssíldinni, 14,09% í norsk-ís- lenzku síldinni og 20,73% í kolmunna. HB Grandi selur Svan og leggur Víkingi tímabundið Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Útgerð Svanur RE á síldveiðum. Skipið verður nú sett á söluskrá. „ÞAÐ má segja að það sé biðstaða í þessu eins og er. Það hefur síazt svolítið af loðnu inn á svæðið, en ekki nóg til að gefa út kvóta,“ segir Sveinn Sveinbjörns- son, fiskifræð- ingur. Hann er um borð í rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni við loðnuleit norðaustur af landinu. Sveinn segir að það sé loðna í kantinum allt frá Langanesi og vestur um, en í gær var skipið norður af Þistilfirði. Þetta sé mun meira líf en síðast þegar leitað var, en það sé því miður ekki nóg. Það verði því einfaldlega að bíða leng- ur en svo þurfi einnig að kanna svæðið út af Vestfjörðum, en þar komi stundum upp mikil loðna. Það gerist hins vegar ekki fyrr en í febrúar í venjulegu árferði og þessa vegna geti biðin orðið nokk- uð löng. Breytt göngumynstur loðnunnar hefur valdið því að ekki hefur tek- izt að mæla stærð loðnustofnsins undanfarin ár. Ekki er þó talið að stofninn sé hruninn, heldur aðeins að loðnan haldi sig utan hefðbund- inna slóða, þar til að hún gengur upp á grunnið til hrygningar. Biðstaða í loðnunni Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir margt mæla gegn inn- flutningi á erlendu kúakyni. Íslenska kýrin búi yfir sérstöðu sem ekki eigi að fórna. Hann segir að við verðum að gera okkur grein fyrir að við get- um aldrei staðist samkeppni við mjólkurframleiðendur á meginlandi Evrópu um verð á mjólk. Talsverð umræða hefur átt sér stað meðal kúabænda um kosti og galla þess að flytja inn erlent kúa- kyn. Pétur Diðriksson, bóndi á Helgavatni, sagði í samtali við Morg- unblaðið um helgina, að hægt væri að auka framleiðslu kúabúa á Íslandi um 60–70% með innflutningi danskra kúa. Hann taldi varhuga- vert að nýta ekki þá möguleika til hagræðingar sem í þessu fælust. „Íslenskir bændur og Íslendingar verða að gera sér grein fyrir því að hvað mjólkurverð og annað hér get- um við aldrei keppt við stórveldi í Evrópusambandinu um verð. Fram- leiðsluskilyrðin ráða töluverðu um það og einnig skiptir máli að við munum ekki byggja hér á landi þau verksmiðjubú sem þar eru. Við höf- um ekki áhuga á því. Við höfum hins vegar sérstöðu og við verðum að keppa á gæðum og því sem ís- lenskt er. Þetta eru engin ný sannindi heldur einföld markaðs- fræði. Það er viðurkennt að íslensk mjólk er öðruvísi en önnur mjólk, að mati bæði vísindamanna og einnig fólks sem er að kynnast þessari vöru. Íslendingar finna þetta best sjálfir og þeir vilja halda í sinn landbúnað eins og hann er og þess vegna eiga menn ekkert að vera að takast á um danskar, franskar eða norskar kýr,“ sagði Guðni. Vill ekki verksmiðjubú Guðni sagðist vera ánægður með þær miklu framfarir sem átt hefðu sér stað hjá íslensku kúnni. Hann sagði að ef stigið yrði það skref að flytja inn danskar kýr væri um leið verið að hverfa frá hefðbundnum fjölskyldubúskap yfir í verksmiðju- bú. Það væri óheppilegt. „Við rekum hér landbúnað af sér- stökum ástæðum. Ísland er um margt gott landbúnaðarland, en við erum að reka hér landbúnað til þess að halda hér í byggð og menningu. Ég er hræddur um að þau sjónarmið myndu víkja fyrir einhverjum verk- smiðjukúm.“ Pétur Diðriksson sagði að staða mjólkurframleiðenda yrði mjög slæm ef tollar yrðu lækkaðir en ekk- ert annað yrði gert til að auka hag- ræðingu í kúabúskap. „Við þurfum nú fyrst að sjá fram- an í þennan WTO-samning. Það er öruggt að við fáum þar aðlögunar- tíma. Við finnum fyrir þeirri baráttu margra smárra þjóða, að þær ætla að verja sinn landbúnað. Ég vona að þessi samningur verði ekki bara gerður í þágu stórveldanna og raun- ar kvíði ég því ekki, því að mér sýnist að þessi 149 ríki sem eru að semja um WTO-samning séu öll með það hugarfar að vilja standa fast um sinn landbúnað. Það má búast við að það verði einhverjar breytingar varðandi tolla og innanlandsstuðning, en ég held að við eigum ekkert að fara á taugum meðan íslenskir kúabændur eru að ná árangri og íslenska kýrin er að blómstra eins og við höfum séð á síðustu árum,“ sagði Guðni. Ráðherrann ekki fylgjandi innflutningi á erlendu kúakyni Getum aldrei keppt í verði við erlenda mjólk Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Guðni Ágústsson HEILBRIGÐIS- og tryggingamála- ráðherra hefur gefið út tvær nýjar reglugerðir um styrki Trygginga- stofnunar ríkisins (TR). Önnur reglugerðin nær til styrkja vegna kaupa á næringarefnum og sérfæði en hin lýtur að styrkjum vegna hjálpartækja. Samkvæmt fréttatil- kynningu frá ráðuneytinu felur breytingin á reglugerð um styrki TR til kaupa á næringarefnum og sér- fæði í sér lagfæringar sem hafa að markmiði að tryggja betur en áður hnökralausa framkvæmd, að styrk- irnir komi þeim til góða sem sann- anlega þurfa á þeim að halda og að kostnaður fari ekki úr böndunum. Ekki er gert ráð fyrir auknum út- gjöldum Tryggingastofnunar vegna breytinga á reglugerðinni. Breyting- in á reglugerð um styrki TR vegna hjálpartækja felur í sér nokkra rýmkun á rétti þeirra sem þarfnast hjálpartækja, að því er fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins, og gert er ráð fyrir um 20 milljóna króna út- gjaldaauka á árinu vegna breyting- anna. Með reglugerðinni er t.d. þátt- taka TR vegna kostnaðar við öndunarmæla aukin og gert er ráð fyrir að hækka mánaðarlegan styrk vegna öryggiskallkerfisþjónustu úr 5.000 kr. í 5.600 kr. og styrkupphæð vegna stofngjalds úr 6.250 kr. í 6.400 kr., en upphæðirnar hafa verið óbreyttar frá 2003. Nýjar reglur um hjálpartæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.