Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
P
áll Valsson, útgáfu-
stjóri hjá Eddu út-
gáfu hf., er svartsýnn
á framtíð íslenskrar
tungu ef svo fer sem
horfir. Þetta er greinilegt ef litið
er á forsíðu Morgunblaðsins í
gær. Þótt ég deili ekki algerlega
þeim dómsdagsorðum sem hann
hefur uppi um framtíð okkar ást-
kæra ylhýra móðurmáls hef ég
áhyggjur. Ég hef miklar áhyggj-
ur af því máli sem ungt fólk talar
í dag og ég hef miklar áhyggjur
af því mikla menningarrofi sem
hefur fylgt síaukinni stofn-
anavæðingu umönnunar elstu
kynslóðarinnar.
Kannski er það fertugsald-
urinn sem færist nú yfir mig eins
og svart teppi, eða kannski eru
það bara breyttir tímar sem
skelfa mig. En mér finnst eins og
máltilfinningu ungs fólks í dag
hafi hrakað gríðarlega. Einnig
finnst mér eins og þolinmæði
ungs fólks fyrir leiðréttingum og
leiðbeiningum, þegar það villist
út af vandrötuðum stíg móð-
urmálsins eins og Rauðhetta litla
forðum, hafi minnkað afskaplega.
„Þótt ég fór,“ sagði vinkona
mín við mig um daginn og skildi
ekkert í því af hverju ég setti upp
svip eins og maður sem bragðar í
fyrsta sinn óhrært skyr. „Það var
keyrt mig hingað,“ sagði hún í
beinu framhaldi og svipur minn
bar þess skyndilega vitni að skyr-
ið hefði loksins verið hrært … út
í tólf ára gamalt viskí. Tilraunir
mínar til leiðréttinga báru lítinn
árangur. Máltilfinning hennar
var nokkuð fastmótuð. Ég veit
ekki hvernig svona gerist, en við
verðum að finna leiðir til að
sporna við þessari þróun í málfari
þjóðarinnar. Ég get trauðla hugs-
að mér að ungt fólk koðni niður
andlega og missi tökin á skipu-
legri hugsun og þeirri samheng-
isvitund sem m.a. felst í réttri
notkun viðtengingarháttar.
Miðopna blaðsins í gær ætti að
vera okkur öllum umhugsunar-
efni sem byggjum þetta land, því
þetta er annað af okkar einstæðu
sérkennum sem þjóðar. Hitt er
einkabíladýrkunin og ég er nokk-
uð viss um að við viljum frekar að
í framtíðinni geti börn okkar lesið
árþúsundagamlar sögur beint af
handritum en að þau eigi fimm
einkabíla á hverju heimili.
Góð tilfinning fólks fyrir eigin
tungumáli er lykilatriði á svo
mörgum sviðum. Þar má nefna
hæfileikann til að tileinka sér
önnur tungumál, stærð-
fræðikunnáttu, rökhugsun og
skilning á hugtökum. Skortur á
máltilfinningu og orðaforða er
fötlun. Að geta hugsað, talað og
skrifað heilar hugsanir á móð-
urmáli sínu, að geta orðað hugs-
anir sínar og hugmyndir eru for-
sendur þess að virka sem
heilsteypt manneskja.
Andra Snæ Magnasyni rithöf-
undi ratast oft satt orð á munn
og á ráðstefnunni um stöðu máls-
ins brást hann ekki væntingum
mínum. M.a. nefndi Andri að
ólíkar kynslóðir ættu æ erfiðara
með tjáskipti sín á milli, þar sem
þær skildu ekki þær vísanir sem í
orðunum fælust. „Tungumál er
ekki skraut, spurning um rétt
mál eða rangt, heldur er það
fyrst og fremst grundvöllur sam-
skipta, farvegur minninga,
reynslu og gilda. Tungumálið er
mælikvarði á umhverfi og
reynsluheim. Sá sem skilur ekki
orð sem elsta kynslóðin notar
hefur þar af leiðandi ekki átt
samskipti við kynslóðina sem not-
ar orðin. Hafi orð fallið úr gildi er
líklegt að samhliða orðinu hafi
þekking, reynsla og minning
þeirra ekki flust milli kynslóða.
Hvað gerist ef heilt orð og merk-
ing þess hverfur úr tungumálinu?
Hvað verður sá sem er bíræfinn
ef orðið vantar?“ sagði Andri
Snær m.a.
Þetta vakti mig til umhugs-
unar. Við erum samfélag hrað-
ans, höfum ekki tíma fyrir gamla
fólkið okkar, svo það leggst inn á
heimili til að eyða ævikvöldinu;
einangrað, einmana, innmúrað.
Í Afríku hefur alnæmi valdið
svonefndu menningarrofi. Heilu
kynslóðirnar hverfa í sjúkdóminn
og með þeim glatast verkþekk-
ing, menning og tungumál. Börn
alast upp í flóttamannabúðum
eða á munaðarleysingjahælum,
þar sem þau jú læra að lesa og
skrifa, en ekkert um landið,
menningu þess eða sögu forfeðr-
anna. Velmegun okkar getur auð-
veldlega valdið sams konar
menningarrofi, þegar við höfum
ekki lengur tíma til að hlusta á
gamla fólkið, sögur þess og
reynslu. Á meðan fá flott klæddir
en algerlega ótalandi bavíanar að
sjá um sjónvarpsþætti á helstu
afþreyingarsjónvarpsstöðvum
unga fólksins.
Nú þykir flott og „móðins“ að
mennta nógu déskoti mikið af
viðskipta-, hag-, lög- og tölv-
unarfræðingum til að höndla hið
nýja hagkerfi. „Útrásin“ krefst
sífellt fleiri einstaklinga með
slíka menntun, eða a.m.k. myndi
maður álykta það af gríðarlegri
aukningu á námsframboði á
þessu sviði og niðurskurði í ís-
lenskudeild HÍ og öðrum hugvís-
indadeildum. En hvers virði eru
lög-, viðskipta-, hag- og tölv-
unarfræðingar sem eru ekki
mælandi eða skrifandi á eigið
mál, hvað þá önnur, því við lær-
um seint annarra manna tungu-
mál ef við skiljum ekki okkar eig-
ið. Hvernig á maður annars að
geta skilið orðið „ignorance“ ef
maður er fáfróður um orðið „fá-
fræði“?
Misvitrir menn hafa komið
fram og krafist þess að íslensku-
kennsla í grunn- og framhalds-
skólum verði skert. Ég held að
sagan muni dæma svona menn.
Það að skera niður íslensku-
kennslu er að skera niður allar
aðrar forsendur til náms. Geti
börn ekki skilið kennslubækur
sínar til fullnustu vegna skorts á
kunnáttu í sínu eigin móðurmáli
verður þeim fátt að vopni þegar
út í heiminn er komið. Þá verður
lítið úr menntaþjóðinni Íslend-
ingum.
Brúum
bilið
Getur það verið að ungt fólk í dag fái
ekki að njóta þeirra forréttinda að um-
gangast elstu kynslóðirnar og kynnast
reynslu þeirra og minningum?
VIÐHORF
Svavar Knútur Kristinsson
Svavar@mbl.is
ÞESSI umfjöllun þín um Maríu
er í kaflanum fjölgyðistrú, en það
er eins og margt annað sem er á víð
og dreif í þessari um-
deildu bók.
Það sem þú virtist
ekki sjá, Þórhallur, er
að Maríutilbeiðslan
hefur fylgt kristinni
trú, og var til staðar
áður en María birtist
Juan Diego árið 1531.
Hvort sem við tölum
um Mexíkó, eða aðra
staði á jörðinni, átti
þessi Maríutilbeiðsla
sér ekkert frekar upp-
haf í Mexíkó, þar sem
Maríutilbeiðslan er og
var frá upphafi tengd
kristinni trú.
Það hefði verið betra að segja, að
það hefði átt sér stað vakning eða
trúarútbreiðsla í Mexíkó á 16. öld.
En þessi orðhengilsháttur þinn með
stað og ártal á Maríutilbeiðslunni er
alveg út úr kortinu, þar sem Mar-
íutilbeiðslan er frá upphafi tengd
kristinni trú.
Það var leiðinlegt að sjá þessa af-
bökuðu klausu í bókinni, að: „María
var móðurgyðjan endurborin“ (bls.
71). Það segir eiginlega allt sem
segja þarf um þá vanvirðingu sem
þú berð til Maríutilbeiðslunnar.
Satt best að segja var ég frekar
leiðari yfir þessari umfjöllun um
Maríu heldur en þeim persónulegu
árásum sem þú heldur uppi gegn
mér. Nú legg ég vinsamlega til að
þú hættir að notast við
orðhengilshátt og ann-
að hér og svarir öllum
lesendum blaðsins
þessum spurningum
hér fyrir neðan mál-
efnalega:
Hvernig er það, get-
ur þú ekki óskað eftir
að forráða- og for-
svarsmenn hindúa
(Ananda Marga), jóga,
búddisma og íslams
gefi út sameiginlega
skriflega yfirlýsingu
þess efnis að bókin þín
sé laus við fordóma og
samkvæmt þeirra kenningum?
Ég er á þeirri skoðun að það sé
engan veginn svo, eða hvað þá að
bókin sé til þess að eyða fordómum.
En ég styð þá hugmynd að fólk lesi
þessa umdeildu bók, og skoði síðan
viðurkenndar bækur um þessi
trúarbrögð, skrifaðar af fylgjendum
þeirra. Fólk getur einnig skoðað
umfjöllun sr. Þórhalls á kirkjan.net
með öllu hans kynlífs-tantrafræð-
um, sem eru engan veginn við-
urkennd af jóga og hindúistum.
Eru þeir hjá Félagi múslima til-
búnir að samþykkja það „að eðli
Guðs sé ekki til í veröldinni hjá
múslimum“ (bls. 77)? Heldur þú, að
þeir séu svo undirgefnir þér, að
þeir samþykki þessa umfjöllun um
íslam, gegn þeirra trú? En hvað
með þá hjá innhverfri íhugun og
Ananda Marga: Geta þeir samþykkt
kaflann um jóga og hindúisma sem
er með öllum þessum kynlífs-
tantrafræðum er eiga ekkert skylt
við það sem þeir kenna sig við?
Hvað með þá hjá þjóðkirkjunni
og þá undir Leikmannaskóla þjóð-
kirkjunnar: Eru þeir ánægðir með
umfjöllunina þína og kennslu um
tantrafræðin, eða á kirkjan.net?
Hvernig var það með þessa yf-
irlýsingu þína sem kom nýlega frá
þér: „… hef ég manna mest lagt
mig fram um að rækta það sam-
starf og gagnkvæma virðingu og
vináttu okkar í milli.“ Á þetta nokk-
uð við um samstarf þitt við kaþ-
ólsku kirkjuna, búddista, íslam, An-
anda Marga og Falun Gong, þar
sem þú hafðir ekkert samstarf við
þá við vinnslu á þessari umræddu
bók?
Búmerangið snýr
aftur, séra Þórhallur
Þorsteinn Scheving
Thorsteinsson svarar grein
Þórhalls Heimissonar
’… ég styð þá hugmyndað fólk lesi þessa um-
deildu bók, og skoði síð-
an viðurkenndar bækur
um þessi trúar-
brögð …‘
Þorsteinn Scheving
Thorsteinsson
Höfundur er formaður samstarfs-
nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði.
Í HINUM vestræna heimi eru
skilnaðir mjög tíðir og þegar börn
eru til staðar þarf að ákveða hvort
foreldrið fær forræði eða foreldrar
skipta með sér forræði en í því felst
að börn eru álíka mikið hjá báðum
foreldrum. Þótt enn sé algengara að
konan fari með forræði barna þegar
hjón eða par í sambúð skilja færist
það í aukana að for-
eldrar séu með sameig-
inlegt forræði eftir
skilnaðinn.
Foreldrar þurfa að
komast að sam-
komulagi um forsjá
barna sinna og er mjög
þýðingarmikið að for-
eldrar nái sáttum á
friðsaman hátt. Þegar
foreldrar eiga í erf-
iðleikum með að
ákvarða um forsjá og
jafnvel deila um forsjá
og umgengnisrétt get-
ur það skapað mikil
átök og streitu hjá börnunum sjálf-
um. Mikilvægt er að foreldrar stilli
ekki börnum sínum upp við vegg og
láti þau velja, heldur er það foreldr-
anna að finna og velja skynsamlega
sáttaleið.
Í flestum tilvikum fær annað for-
eldrið forræðisréttinn en ef barnið
hefur náð 12 ára aldri verður að taka
tillit til óska barnsins. Það foreldri
sem ekki hefur forræðisréttinn hef-
ur umgengnisrétt við barnið sitt og á
barnið fullan rétt á að umgangast
það foreldri sitt. Samkvæmt 28. gr.
barnalaga, felst meðal annars í
forsjá að foreldrum beri að annast
barn sitt og sýna því umhyggju og
virðingu og gegna forsjár- og upp-
eldisskyldum sínum eins og best
hentar með hag og þarfir barnsins í
fyrirrúmi. Afstaða barns á að fá auk-
ið vægi eftir því sem það eldist og
þroskast. Barnalögin hljóma og líta
vel út en þeim er því miður illa fram-
fylgt í skilnaði foreldra. Þreytt eru
gömul mæli að allir fráskildir feður
séu afskiptalitlir af börnum sínum,
borgi ekki meðlögin sín og hugsi
bara um sjálfa sig. Á dögum jafn-
réttisbaráttu þar sem bæði konur og
karlar berjast fyrir betri réttarstöðu
hafa viss mál sem snerta karlmenn
og föðurhlutverkið ekki náð að koma
inn í umræðuna og er ekkert jafn-
rétti í. Jafnréttisumræðan hefur
stundum snúist of mikið um að sýna
konur sem fórnarlömb og karlmenn
sem kúgara þeirra. Það er löngu
kominn tími til að lögin tali í verki og
að báðir foreldrar geti verið virkir í
lífi barna sinna eftir skilnað. Vegna
sterks móðurréttar verða börn alltof
oft vopn í hendi reiðrar, eða biturrar
móður sem notar börnin sín í stríði
við föðurinn því þar veit hún að hún
er með mjög særanlegt
vopn. Ef börn eru með
skráð lögheimili hjá
móður eru þau gagn-
vart hinu opinbera eign
hennar og oft, því mið-
ur, beitir hún þeim sem
vopni. Fráskildir feður
upplifa ákveðinn tóm-
leika, og það er ekki af
því þeir missa allt sam-
band sitt við börnin,
því vanalega eru ein-
hverjar fastar helg-
arheimsóknir. En það
má ekki gleymast að
einstaka helgar eru
ekki boðleg uppbót fyrir föður sem
vill fylgjast með lífi barna sinna.
Feður sakna hluta sem voru svo
sjálfgefnir áður, sjá þau í daglegum
leik og starfi. Sjá barnið sitt fara á
fætur, fara í skólann, læra heima,
leika með félögum og fl. Í þessu felst
ákveðinn sorg, söknuðurinn að vera
með barninu þínu hér og nú. Aldrei
líður sá dagur sem verður endurtek-
inn eða þú færð til baka. Þegar faðir
deyr, reyna mæður yfirleitt að halda
minningu hans uppi, en þegar for-
eldrar skilja og faðir fer burt af
heimilinu reyna mæður oft að gera
lítið úr hlutverki hans, gleyma hon-
um eða vinna í því að beita barninu
sem vopni í hatursfullri baráttu.
Þegar skilnaður á sér stað þá hög-
um við okkur eins og fjölskyldan fyr-
irfinnist ekki lengur, annað foreldrið
er aflimað af kjarnanum og svo bú-
umst við því að barnið vaxi og dafni
eðlilega. Gamall hugsunargangur
lítur ennþá svo á að mæður séu
kokkabækur í uppeldinu og feðurnir
gömlu ávísanaheftin. Til allrar
óhamingju, gerir samfélag okkar sér
ekki grein fyrir þeim sterku tilfinn-
ingum sem feður bera til barna
sinna. Þegar við heyrum úti í þjóð-
félaginu að móðir hafi misst forsjána
yfir börnum sínum, grípum við and-
ann á lofti, og tilfinningar okkar eru
hlaðnar samúð og reiði. En þegar
við heyrum að maður hafi misst
börnin sín koma þessar sömu tilfinn-
ingar ekki upp og þegar feður
kvarta um söknuð sinn og vanlíðan
vegna þess að börnum þeirra er
haldið frá þeim er algengt svar frá
samborgurum „hvað hittir þú ekki
barnið/börnin aðra hverja helgi?“
eins og það sé einhver sjálfsögð
lausn á vandanum. Móðurhlutverkið
er heiðrað hvívetna þó svo að við vit-
um að ekki eru allar mæður góðar
frekar en allir feður. Dr. Judith
Wallerstein er bandarískur sálfræð-
ingur og síðan í byrjun sjöunda ára-
tugarins hefur hún rannsakað lang-
tíma áhrif af völdum skilnaða.
Hennar vinna hefur verið mikil, unn-
in mjög faglega og ber vott um
mikla reynslu og þekkingu á við-
fangsefni sínu. Eftir áratugastarf
hefur dr. Wallerstein fundið í rann-
sóknum sínum að milli 20 til 50% af
mæðrum með forræði hafa gagngert
gert tilraunir til þess að eyðileggja
og skaða umgengni sem feður eiga
við börn sín með því að senda börnin
burt er von er á föður í heimsókn,
segja að barnið sé veikt þegar það er
það ekki og listinn heldur áfram.
Mæður geta gert ýmislegt og eyði-
lagt margt í sambandi barns og föð-
ur en eitt geta þær aldrei eyðilagt
því þú verður alltaf faðir barnsins í
fjarlægð eða nálægð. Það er ekki
alltaf auðvelt, og ekki sú leið sem
flestir feður kjósa, en faðir ertu
samt og verður alltaf. Auðvitað
koma dagar hjálparleysis, vonleysis
og örvæntingar en leið feðra verður
að vera lituð af þeirri hugsun að gef-
ast aldrei upp.
Með von um að við færum börnum
fráskilinna foreldra vonir um bætt
samskipti foreldranna á nýju ári og
tökum undir orð Jakobínu Sigurð-
ardóttur skálds er hún kvað:
ekkert stríð – aðeins frið
dreymir saklaust barn með bros í augum.
Óvelkomin vopn
Hrafn Franklín Friðbjörnsson
fjallar um forræðismál
’Foreldrar þurfa aðkomast að samkomulagi
um forsjá barna sinna og
er mjög þýðingarmikið
að foreldrar nái sáttum á
friðsaman hátt.‘
Hrafn Franklín
Friðbjörnsson
Höfundur er M.Sc. í klínískri
sálfræði.