Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 19 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Ódýrasta matvörukarfan íverðkönnun verðlagseft-irlits ASÍ í gær var íverslun Bónuss þar sem hún kostaði 3.286 krónur. Karfan var á hinn bóginn dýrust í Tíu– ellefu þar sem hún kostaði 5.071 krónu. Munurinn nemur 1.785 krónum eða 54%. Í körfunni voru teknar nítján al- gengar neysluvörur til heimilisins svo sem mjólkurvörur, ostur, brauðmeti, kaffi, kjöt, drykkjar- vörur, grænmeti og ávextir. Það munaði töluverðu í verði á ýmsum vörutegundum. Til dæmis var 212% munur á verði Tilda Bas- mati-hrísgrjóna í suðupokum. Þau kostuðu 306 krónur þar sem þau voru dýrust, í Samkaupum-Strax, og 98 krónur þar sem þau voru ódýrust, í Krónunni. Þá var mikill verðmunur á pastaslaufum og -skrúfum eða 168.9%. Þær kostuðu 129 krónur þar sem þær voru dýr- astar, í Tíu-ellefu, og 48 krónur í Bónus, þar sem þær voru ódýr- astar. Athygli vekur að innan við fjög- urra krónu munur var á verði þrettán vörutegunda í körfunni milli Bónuss og Krónunnar og á tólf vörutegundum milli Bónuss og Kaskó. Nettó ekki með Að sögn Hennýjar Hinz, verk- efnisstjóra hjá verðlagseftirliti ASÍ, var ekki hægt að birta nið- urstöður úr verslun Nettó í Mjódd þar sem rökstuddur grunur lék á að starfsmenn hefðu reynt að hafa óeðlileg áhrif á niðurstöður könn- unarinnar. Í stað tólf verslana er birt verð úr ellefu verslunum sem heimsóttar voru í gær. Könnunin var gerð í Hag- kaupum í Kringlunni, Fjarð- arkaupum, Hólshrauni 1b, Bónus, Hraunbæ 121, Krónunni, Lág- holtsvegi, Tíu-ellefu, Austurstræti 17, Nóatúni, Háaleitisbraut 68, Ellefu-ellefu, Skúlagötu 13, Sam- kaupum-Úrvali, Miðvangi 41, Kaskó, Vesturbergi 76, Gripið og greitt, Skútuvogi 4, og Sam- kaupum-Strax, Stigahlíð 45–47. Verðlagseftirlit ASÍ vill koma því á framfæri að aðeins er um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjón- ustu söluaðila.  VERÐKÖNNUN | Verðlagseftirlit ASÍ kannar verð á matvöru í ellefu matvöruverslunum 212% verðmunur á hrísgrjónum Morgunblaðið/Ásdís Innan við fjögurra króna munur var á verði þrettán vörutegunda í körf- unni í Bónus og Krónunni og á tólf tegundum í Bónus og Kaskó. gudbjorg@mbl.is Allt að 54% munur var á verði matvörukörfu þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruversl- unum á höfuðborgarsvæðinu í gær, mánudag. Mik- ill verðmunur er á milli verslana á vörutegundum eins og hrísgrjónum, kínakáli, nautahakki og pasta. Myndbandsupptökuvélar frá Pana- sonic fengu hæstu einkunn í nýrri könnun dönsku neytendasamtak- anna. Svonefnd mini-DV upp- tökutækni þótti enn fremur best, að því er fram kemur á vef samtak- anna, en hún er arftaki stafrænna kassetta og getur hver tekið upp eina klst. í mestu gæðum. Tíu bestu vélarnar voru allar með mini-DV upptökutækni. Panasonic-vélar röðuðust í þrjú efstu sætin og fengu allar fjóra af fimm mögulegum í samanlagða ein- kunn. Best þótti Panasonic NV- GS150 og hafði hún hljóðgæði fram yfir Panasonic NV-GS250 sem þó er dýrari vél. Meðalverð hennar í Dan- mörku er um 7.500 danskar krónur en besta vélin kostar að meðaltali 5.800 danskar krónur. Í þriðja sæti lenti Panasonic NV-GS75, sem er ódýrust af Panasonic-vélunum og kostar að meðaltali um 4.300 dansk- ar krónur. Vélarnar í 1. og 2. sæti fá 4,5 af 5 mögulegum fyrir myndgæði innan húss en vélin í þriðja sæti er sú eina sem fær bestu einkunn fyrir stöð- ugleika myndarinnar. Í fjórða sæti var Canon MVX45i og í því fimmta Sony DCR-HC42, báðar með 3,5 af 5 mögulegum. Lakastar þóttu Sa- nyo Xacti VPC-C5EX og Samsung VP-D453 með 2,5 af 5 mögulegum. Myndgæði voru vel viðunandi í flestum tilvikum en 33 vélar voru prófaðar. Þegar kaupa á nýja vél Ýmislegt þarf að hafa í huga þeg- ar stafræn myndbandsupptökuvél er valin. T.d. hvort nota á sömu vél til að taka kyrr- og hreyfimyndir, en aðeins þriðjungur af vélunum sem prófaðar voru, virka vel sem slíkar. Fimm tegundir upptökutækni voru prófaðar og er mismunandi hverja þeirra vélarnar 33 styðjast við: Mini-DV, mikro-DV, DVD, minn- iskort eða digital 8. Miklu máli skiptir að athuga hvort rafhlaðan dugir nógu lengi og hvernig hún er hlaðin. Það er t.d. ekki mjög hent- ugt að hún þurfi að vera í myndavél- inni þegar hún er hlaðin, þá er ekki hægt að hafa rafhlöðu til skiptanna og nota vélina þótt hin rafhlaðan sé í hleðslu. Panasonic NV-GS75, vélin sem lenti í þriðja sæti, er með bestu rafhlöðuna en hún dugir í 141 mín- útu skv. könnuninni. Styst dugir rafhlaðan í JVC GR-X5 vélinni eða í þrjú kortér. Möguleika á að færa myndskeið yfir í tölvuna þarf að skoða vel áður en myndbands- upptökuvél er keypt. Flestar hafa vélarnar USB-tengi þannig að hægt er að færa auðveldlega á milli með þar til gerðri snúru. Stundum þarf sérstakan hugbúnað til að færa á milli vélar og tölvu og á hann þá að fylgja með vélinni. Mælt er með því að athugað sé hvort tölvan manns hafi þær tengingar sem þarf til að nota vélina sem maður hefur mest- an áhuga á.  NEYTENDUR | Dönsku neytendasamtökin kanna gæði myndbandsupptökuvéla Vélar frá Panasonic í efstu sætunum Frekari upplýsingar fást á slóðinni www.forbrug.dk/test/testbasen/ avudstyr/digi-12/ Steingerdur@mbl.is Morgunblaðið/RAX Það þarf að huga að ýmsu þegar kaupa á nýja myndbandsupp- tökuvél. Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433 .( , 6(, 5  %2/     6   ' $$" /0 (% 1 " ( (%.' 21 (3 3(%! /0(+'' 4   %.5(%  6(*'' 7    1 !*' 81     %%(..' 9: 4 ( (!&' 8;<= (*'' <  8>=>(.+. 9  ?>(*;%''  3" 9      @ (*''A B  C D =($ %!5(% 3 (! E3 (%A B  C E3( (% <(%  (% %#0#2#3$#.2 .$ $# %*! %!# ,+. !#. +'! !'& %,% +&% +,! %., $$ %"',* !'% %%+ %## %$* !%, !** %$& %&# %%. #&$ !*, +%, %,+ %$, +., +$, %&* #, &!* !'* %', .# #! %%+ #"+'' 7  F 3    5 /  "    "# ! $ $" # " # !# 44 4 $  !  4 8   + !  %  %  *'' %  %  %  %  %  %  %  %  *'' %  %  *'' +'' &'' F /   $  #  %     "&       ' ) ()   *         +         "  -  .  %            / % #             &             / !  !'. %*$ %&, %+' #*# !!$ !,$ %$, %*& ++$ +*+ %., .$ *%, !', %%$ &* *. %%+ #"'%. %$, %+' %'& %'% #*# !'. !#& %.. %+. +!& !,! %'. #$ ++& %&# ., *. #+ $, +"!$& %$, %+! %'$ ,$ #.$ !'$ !#$ %.$ %.& +!$ !,+ ,$ ,* #'' %&# ,, *. #+ $$ +"#., !.' %,! %., %#$ #.$ !$# +#& !#$ !+, ##, #,. !!, %!, &$# !+# %#, $# .! %&% *"'.% !** %$! %&$ %!* #.$ !&, +', %,# !!, !., #%, %$, ,, &#, !'. %+* .* &' %%+ #"#++ !.' %,$ %.$ %#$ #&$ !., +#* !*$ !&, +,$ #., !!, ., &$+ !+* %#, $* .! %+. #",*$ !** %.$ %&# %+. #.$ !*, +%, %,, %$. +., +$, %$, ,* #,. %,. ,, $! *, %** #"+%. %,* &. %', %'+ #.$ !', !#, %$. %+, +!, !,& %', $. ##, %&& $, *$ #* %%+ +"#.& !!$ %.$ %*' %%, #*& !#* !,, %,, %&' +&$ #!# %&, ,+ &$# !'* %'* &' #% %#, #"++! !&. %,' %.* %+, #&$ !.* ++, !#, !!* +,* #., +'& %%* #,, !!* %', %'' .$ !', #"$#! F / F / F / F / F / F / F / F / F / F / ,' ,, %., %#$ ,** !$# +#& !*$ !&, ##, #,. +'& %!, %"+&$ !+* %#, %,, !*, +#, & F 3    5 / !$ #4 !# 4 !4 4 "  4 "# # #! $" # "4  # $$ !4 $# $! &+ &* %'& ,$ ,'. !'. !#& %.. %+. !., !,! ,$ #$ &.% %&# ., %%+ %+* %#. 8&+ F 3    5 / 4# "! $" #4   $! " !! ! !# # #4 4 " " !# !  44 4"                               1  "  ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.