Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 25 UMRÆÐAN Í ÁR eru liðin 50 ár síðan fyrsta konan keppti fyrst á skíðum á Vetr- ar-Ólympíuleikum fyr- ir hönd Íslands. Þessi kona er Jakobína V. Jakobsdóttir, sem keppti í alpagreinum á leikunum í Cortina á Ítalíu 1956. Jakobína keppti í Cortinu í bruni, stórsvigi og svigi, en hún hafði þá orðið margfaldur Ís- landsmeistari í sínum greinum. Hún braut þar með blað í íþrótta- sögu okkar og tók þar með upp merki þeirra þriggja kvenna, sem kepptu fyrir hönd Ís- lands á Sumar- Ólympíuleikunum í London 1948, sundd- rottninganna, Önnu Ólafsdóttur, Kol- brúnar Ólafsdóttur og Þórdísar Ánadóttur. Svo skemmtilega vill til, að nú verða Vetrar- Ólympíuleikarnir aftur á Ítalíu, að þessu sinni í Torino. Oft hefur það leitað á hugann, að gera þyrfti sérstakt átak til að örva og hvetja konur til þátttöku í af- reksíþróttum. Ég hefi áður lagt það til við íþróttafréttaritara og íþrótta- hreyfinguna, að íþróttamaður ársins verði kosinn í sitt hvoru lagi, kona og karl. Ég tel, að sú skipan sé á marg- an hátt réttlátari og gefi jafnt tæki- færi fyrir konur, sem karla. Nú er einmitt tækifærið, þegar okkar glæsilegi farandbikar er tekinn úr umferð eftir 50 ár og settur á safn. Þegar þátttökutölur á Ólympíu- leikum eru skoðaðar sést greinilega, að kon- ur eru þar í miklum minnihluta. Við sem höfum starfað að íþróttum, vitum að meðal annars eru fjár- munirnir og félagslegar aðstæður, sem ráða. Einnig er alveg ljóst, að í mörgum greinum er áhorf miklu minna á kvennagreinar, en karla. Þetta á þó ekki við um skíðin, þar sem þúsundir áhorfenda flykkjast á milli landa til að horfa á glæsilegar skíðakonur í öllum greinum í æsilegri keppni Alþjóða- Skíðasambandsins (F.I.S.) um þessar mundir. Það má segja, að aldrei hafi skíða- íþróttin á alþjóðavett- vangi verðið jafn vel stödd hvað konur varð- ar. Á komandi leikum í Torino, vona ég að við eigum kvenkyns fulltrúa. Væri það þá ekki vel viðeigandi, að okkar fyrsta keppanda frá Cortinu, Jak- obínu V. Jakobsdóttur, yrði boðið af Ólympíunefndinni þangað? 50 ár frá því að fyrsta konan keppti á Vetr- ar-Ólympíuleikum Hreggviður Jónsson fjallar um Vetrar-Ólympíuleika Hreggviður Jónsson ’Oft hefur þaðleitað á hugann, að gera þyrfti sérstakt átak til að örva og hvetja konur til þátttöku í af- reksíþróttum.‘ Höfundur er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. MIKIL breyting hefur orðið á starfi skólanna á síðasta áratug. Rekstur grunnskólans var fluttur frá ríki til sveitarfélaganna skömmu eft- ir að R-listinn tók við völdum um leið og kröfur til skóla- starfsins voru stór- auknar, sérstaklega kröfur um einsetinn skóla. Miklar fram- kvæmdir að baki Vitaskuld gátu sveitarfélögin, ekki einu sinni Reykjavík, farið í þær bygginga- framkvæmdir sem til þurfti án þess að taka fyrir þeim lán. Til þess nægðu tekju- stofnar sveitarfélag- anna ekki og eru þau mörg hver afar skuld- sett vegna þessa, mis- mikið þó. Var vel að þessum málum staðið hjá borginni, enda sýnir það sig end- urtekið að með því að taka af festu á málum og ljúka þeim fljótt eins og gert var undir styrkri stjórn Sigrún- ar Magnúsdóttur, verður minnst rask á starfinu um leið og af- raksturinn af upp- byggingunni og fjármunum fer fyrr að skila sér. Annað framfaramál sem hrint hef- ur verið í framkvæmd er að gefa nemendum kost á skólamáltíðum. Nauðsynlegt er að ljúka því átaki hið fyrsta svo að allir nemendur eigi kost á heitri og hollri máltíð í skólanum og þarf borgin að setja skýra stefnu í þeim málum. Innra starf skólanna En það sem þó skiptir mestu máli er skólastarfið sjálft. Þar hafa orðið miklar breytingar og ýmsar stefnur og sjónarmið tekist á við grunn- mótun skólastarfsins. Mörg sjónarmið eru vel samrým- anleg eins og markmiðið um ein- staklingsmiðað nám. Börn taka mis- hratt út þroska og eiga einnig misauðvelt með hinar ýmsu náms- greinar. Er því eðlilegt að geta þeirra til að tileinka sér efnið sé mis- mikil og útheimti mismikinn tíma og vinnu. Réttindi nemenda Tíminn getur nýtst mjög illa ef hafa á nemendur með mismiklinn námshraða saman í kennslu og það er brot á réttindum nem- enda að fá ekki kennslu og námsefni við hæfi. Þau sem afkasta mestu í viðkomandi grein þurfa að bíða eftir hinum, sem getur leitt af sér náms- leiða og agavandamál. Ef hin börnin fá ekki þann tíma sem þau þurfa get- ur það leitt til minnimátt- arkenndar og haft slæm áhrif á sjálfsmyndina sem mótast mikið á þess- um árum. Tillit til getu hvers og eins Hægt er að koma til móts við þennan vanda með getuskiptingu. Þar sem sum börn eiga mi- sauðvelt með sumar greinar en ekki aðrar. Ekki er víst að hrein getuskipting í fasta bekki eigi við í öllum til- fellum, frekar að skipta í bekki eða námshópa eftir færni hvers barns í því fagi sem um ræðir hverju sinni. Lög takmarka stefnumörkun Væri eðlilegt að horft verði til þess að skipuleggja skólastarfið í anda fjölbrautaskólanna, sérstaklega í unglingadeildum í þeim fögum sem það á við, þannig að nemendur taki ákveðna áfanga og þeir sem þurfa lengstan tíma, nýti hann í að læra kjarnafögin. Þau börn sem hafa tíma aflögu geti nýtt hann í val, ann- aðhvort með því að breikka námið með fleiri greinum eða með því að flýta fyrir sér í framhaldsskólanámi eins og þegar er byrjað að gera. Grunnskólalögin setja sveitar- félögum reyndar takmörk í stefnu- mörkun í þessa átt, en sveitarfélög ættu að beita sér fyrir því að þeim verði breytt svo borginni og öðrum verði gert kleift að móta slíka stefnu. Skóli án aðgreiningar? Önnur sjónarmið eru illsamrým- anleg og gildir þá að miðla málum þannig að sem best fari fyrir heildina og einstaklingana. Sem dæmi má nefna stefnuna „skóli án aðgrein- ingar“. Skóli án aðgreiningar eða skóli fyrir alla er oftast skilgreindur á Íslandi sem almennur skóli sem tekur við öllum nemendum í sínu skólahverfi og sinnir námsþörfum þeirra í almennum bekkjardeildum á áhrifaríkan hátt. Samkvæmt þeirri stefnu skal nemendum blandað í bekki óháð atgervi þeirra til líkama og sálar, félagslegs og tilfinningalegs ásigkomulags eða málþroska. Þetta á við um fötluð börn og ófötluð, afburð- argreind og greindarskert og allt þar á milli. Þetta reynir óneitanlega mikið á kennsluna, kennarana og nemend- urna sem þurfa að samræma mörg sjónarmið, sem oft virðast ósamrým- anleg. Samkvæmt könnun Gallup er mikil andstaða meðal starfsfólks grunnskóla við stefnu Reykjavík- urborgar um skóla án aðgreiningar. Tæplega 60% líst illa eða frekar illa á hana, rúmum 22% vel eða frekar vel og 18% taka ekki afstöðu. Hlustum á fagmennina Rétt er að hlusta á kennarana, fag- mennina, í þessu máli. Í ákveðnum námsgreinum á vel við að blanda full- komlega, brjóta bekki upp og vinna í öðrum hópum, enda nauðsynlegt til að koma í veg fyrir hvers konar for- dóma. En það er afar erfitt og ófram- kvæmanlegt án mikillar útgjalda- aukningar að vinna algerlega eftir hugsuninni um skóla án aðgreiningar um leið og tryggja jafnframt öllum nemendum nám við hæfi, sem hlýtur að vera frumtilgangur grunnskólans. Er því alveg ljóst að margt þarf að skoða og margt er hægt að bæta í grunnskólum borgarinnar, sem er afar spennandi og mikilvægt verk- efni. Öflugt grunnskólastarf Eftir Gest Guðjónsson ’Samkvæmtkönnun Gallup er mikil and- staða meðal starfsfólks grunnskóla við stefnu Reykja- víkurborgar um skóla án að- greiningar.‘ Gestur Guðjónsson Höfundur er umhverfisverkfræðingur og býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík. TENGLAR .............................................. www.gestur.is Prófkjör Reykjavík AÐ GEFNU tilefni viljum við und- irritaðir benda á eftirfarandi: Vegna þeirra skrifa sem und- anfarna daga hafa farið fram milli Þorsteins Schevings Thorsteinssonar og séra Þórhalls Heimissonar vegna útkomu bókar hins síðarnefnda, „Hin mörgu andlit trúarbragðanna“, vilj- um við undirritaðir taka fram, að ekki er rétt eins og Þorsteinn heldur fram, að séra Þórhallur hafi „farið á bak við okkur“. Hið rétta er, að hann hafði samband við okkur sl. vor vegna fyr- irhugaðrar útgáfu áðurnefndrar bók- ar og lagði fyrir okkur grein sína um Guðspekifélagið til umsagnar. Við áttum við hann gagnleg skoðana- skipti þar sem við bentum á ýmis at- riði sem betur mættu fara og kom- umst að samkomulagi. Okkur þykir miður að deila þessi virðist komin í slæman farveg, sérstaklega þar sem markmiðið átti að vera að auka skiln- ing og virðingu milli hinna ýmsu trúarhópa, en ekki hið gagnstæða. Þar sem Guðspekifélagið er ekki trú- félag sjáum við ekki ástæðu til að taka frekar þátt í þessari umræðu. F.h. Guðspekifélags Íslands, GÍSLI V. JÓNSSON HALLDÓR HARALDSSON. félagar í Guðspekifélagi Íslands. Yfirlýsing Frá Gísla V. Jónssyni og Halldóri Haraldssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HÖFUNDUR Stak- steina Morgunblaðsins sl. laugardag velti fyrir sér þeirri niðurstöðu Helga Hjörvars, al- þingismanns og stjórn- armanns í Lands- virkjun, að einungis sé pláss fyrir eitt álver enn samkvæmt skuld- bindingum Íslands gagnvart Kyoto- bókuninni. Morgunblaðið við- urkennir rök Helga en bendir á að ,,Ef fleiri stóriðjufyrirtæki bætt- ust við hér á landi væru auðvitað ýmsir kostir í stöðunni. Gera verður ráð fyrir að það væru fyrirtækin sjálf, sem myndu kaupa sér mengunarkvóta. Kyoto-bókunin býður upp á slík viðskipti. Sömuleiðis má hugsa sér að alþjóðleg stór- fyrirtæki gætu flutt kvóta til, með því að loka verksmiðju í öðru landi og byggja nýja og hagkvæmari verksmiðju hér. Vissulega er það rétt að álfyrirtæki hér á landi gætu keypt kvóta á alþjóð- legum markaði en helstu rök stjórn- valda fyrir því að Ísland sótti um und- anþágu frá ákvæðum Kyoto-bókunarinnar voru þau að bókunin takmarkaði nýtingu á ís- lenskri orku og að alltof dýrt yrði að kaupa losunarkvóta. Ef byggt yrði nýtt álver sem keypti losunarkvóta vegna þessa útstreymis gróðurhúsalofttegunda yrði því erfitt fyrir íslensk stjórnvöld að halda til streitu kröfum um áframhaldandi undanþágur fyrir áliðnað á Íslandi eftir að fyrsta skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar lýkur árið 2012. Aðild- arríkin myndu einfald- lega benda á að álfyr- irtæki hér á landi geti hæglega keypt losunar- kvóta á alþjóðamarkaði og þannig bætt fyrir þá mengun sem þau valda. Hitt er rangt hjá höf- undi Staksteina að ,,… alþjóðleg stórfyr- irtæki gætu flutt kvóta til, með því að loka verk- smiðju í öðru landi og byggja nýja og hag- kvæmari verksmiðju hér. Losunarheimildir samkvæmt Kyoto- bókuninni voru veittar fullvalda ríkjum eða ríkjasamböndum (Evr- ópusambandinu). Ein- stök fyrirtæki fengu ekki slíka kvóta til eignar til að flytja á milli landa líkt og íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki flytja aflaheim- ildir milli landsfjórð- unga. Þannig gæti Alcan ekki lokað álverksmiðju í Sviss eða Kanada og flutt kvótann til Íslands. Stjórnvöld verða því að segja til um hvaða álfyrirtæki fái heimild til að byggja nýtt álver eða stækka í sam- ræmi við heimildir Kyoto-bókunar- innar. Þau álfyrirtæki sem á eftir koma verða að greiða fullan kostnað vegna mengunar andrúmsloftsins. Kostnað sem íslensk stjórnvöld hafa fram til þessa fullyrt að myndi hamla nýtingu orku á Íslandi. Fleiri álver en Ky- oto-bókunin leyfir? Árni Finnsson svarar Stak- steinum um álver og skuldbind- ingar Íslands gagnvart Kyoto- bókuninni. ’Ekki er mögu-legt að byggja nema eitt nýtt lítið álver eða stækka þau sem fyrir eru um- fram það sem þegar hefur ver- ið samið um fram til 2012.‘ Árni Finnsson Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. ÉG GET ekki orða bundist, eftir að heyra og sjá þá frétt í sjónvarpi hinn 22. janúar síðastliðinn, að íslenskan muni horfin úr þjóðlífinu eftir eina öld (Páll Valsson). Ég hef í ein 35 ár samið barna- og unglingabækur sem allar hafa fengið afar góða dóma gagnrýnenda. Má þar nefna sr. Sigurð Hauk Guðjónsson, Sigrúnu Klöru Hannesdóttur, Soffíu Auði Birgisdóttur, Rögnu Sigurð- ardóttur o.fl. Allir þessir dómar hafa verið a.m.k. sam- mála um eitt að vera skrifaðar á einstaklega góðu og blæbrigðaríku máli (líklega sannri íslensku skulum við segja). Þrátt fyrir það hef- ur sala þeirra ekki verið samhljóma gagnrýninni. Og maður spyr sig; hvers vegna er verið að mennta bók- mennta- og bókasafnsfræðinga ef þeirra orð eru léttvæg fundin? Það er einmitt það sem ég hefi ótt- ast, eins og Páll Valsson, að íslensk- unni sé hætta búin og störf Fjöln- ismanna beðið alvarlegt skipbrot. Þrátt fyrir þessa góðu gagnrýni sýn- ist mér að kennarar í grunnskólum landsins hafi ekki haldið þessum bók- um að nemendum, ekki frekar en bókum Stefáns heitins Jónssonar, Gunnars J. Magnúss, o.fl. o.fl. Vita- skuld eru þetta ekki þær einu ástæð- ur er ógna íslenskri tungu, margir góðir höfundar víðlesnir samanber Guðrún Helgadóttir o.fl. En vafalaust ber að skoða hverju er haldið að börn- um í skólum og á heimilum landsins. Með kveðju, GUÐJÓN SVEINSSON, rithöfundur, Breiðdalsvík. Íslenskunni hætta búin Frá Guðjóni Sveinssyni: Guðjón Sveinsson Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.