Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 11 FRÉTTIR Á fimmta milljarð króna varið til eflingar íþróttafélaganna 16 í borginni, með umfangsmiklum samstarfs- og þjónustusamningi. Gervigrasvellir lagðir á svæðum KR, Fram og Fylkis, gengið til samninga um gervigrasvelli á svæðum ÍR og Víkings og í ráði að leggja slíkan völl við Egilshöll á þessu ári. Öll hverfisíþróttafélög borgarinnar hafa fengið íþróttafulltrúa í fullt starf. 240 milljóna króna samningur ÍTR við íþróttafélög borgarinnar til leiðréttingar á uppgjörum vegna eldri framkvæmda. Stórtækar endurbætur á aðalstúku Laugardalsvallar. Reykjavíkurborg mun í samstarfi við ÍBR halda alþjóðlegu Borgarleikana árið 2007, einn stærsta alþjóðlega íþróttaviðburð ungs fólks. Fjögurra stóla skíðalyfta er liður í áætlunum um stórbætta aðstöðu til skíðaiðkunnar í Bláfjöllum. Upphitaðir og flóðlýstir battvellir hafa verið reistir við níu grunnskóla borgarinnar og ráðgert er að slíkir vellir rísi við alla grunnskólana á næstu árum. 50 metra yfirbyggð fjölnota sundlaug í Laugardal, sú fyrsta á Íslandi sem stenst kröfur um alþjóðlegt mótahald. Framkvæmdir hafnar við byggingu nýs fimleikahúss í Laugardal. Fyrsta stefnumótunin sem gerð hefur verið á vegum Reykjavíkurborgar á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Heilladrjúgt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum Á meðal fjölmargra verkefna Önnu Kristinsdóttur fyrir borgarbúa á undanförnum árum er formennska í Íþrótta- og tómstundaráði. Undir hennar forystu hefur mörgum góðum málum verið ýtt úr vör og önnur leidd til lykta. Íþróttahreyfingin í Reykjavík hefur átt öflugan liðsmann í Önnu Kristinsdóttur og á því verður engin breyting fái hún brautargengi til forystu í prófkjöri framsóknarmanna og til áframhaldandi starfa sem borgarfulltrúi í kosningunum næsta vor. Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa Önnu Kristinsdóttur er í Landssímahúsinu við Austurvöll. Sími 562 2500. YFIR eitt þúsund tonn af fatnaði safnaðist í fatasöfnun Rauða kross Ís- lands á síðasta ári sem verður sífellt mikilvægari tekjulind fyrir hjálpar- starfið, segir Örn Ragnarsson, verk- efnisstjóri hjá RKÍ. Hann segir megnið af fatnaðinum, eða um 90 til 95%, vera selt óflokkað úr landi til flokkunarfyrirtækja í Þýskalandi, Hollandi og Lettlandi. Andvirði söl- unnar rennur svo alfarið til að kosta hjálparverkefni erlendis. Rauði krossinn safnar notuðum fatnaði um land allt og er til að mynda í góðu samstarfi við Sorpu á höfuð- borgasvæðinu en á endurvinnslu- stöðvum Sorpu er að finna hvítan söfnunargám Fataflokkunar þar sem hægt er að skila fötum. Dregið úr fatasendingum Í Morgunblaðinu í gær kom fram að mikið af gjafafatnaði frá Vestur- löndum endar í stórum hrúgum á mörkuðum í Afríku þar sem fötin eru seld fyrir lítið fé. Örn segir að sá fatn- aður sem RKÍ sendir til Afríku, sem voru á milli 20 og 25 tonn í fyrra, sé merktur annars vegar til ráðstöfunar fyrir Rauða krossinn í því landi sem hann fer til og hins vegar til beinnar úthlutunar. „Þannig að eftir því sem við best vitum og fáum skýrslur um hvernig fatnaðurinn er nýttur hefur það staðist. Sumt er notað til fjáröfl- unar og annað fer beint í úthlutun fyr- ir bágstadda,“ segir Örn og bendir á að heimilt sé fyrir deildir Rauða krossins í löndunum sem fatnaðurinn er sendur til að nýta sér hann til fjár- öflunar. Honum finnst því ekki óeðli- legt að hluti þess fatnaðar sem safnað er endi á markaði. Heldur hefur dregið úr fatasend- ingum beint til bágstaddra á undan- förnum árum, einkum vegna kostn- aðar við sendingarnar. Á síðasta ári voru þrír gámar sendir með á milli tíu og fimmtán tonn af fatnaði hver. Tveir þeirra fóru til Afríku, til Gamb- íu og Malaví, og einn til Litháen í A- Evrópu. Þar hefur fatnaðurinn verið notaður til að aðstoða einstæðar mæður og alnæmissjúka svo dæmi séu tekin. Örn segir að áætlað sé að senda tvo gáma til Afríku á árinu, til Gambíu og Malaví, og bendir á að nú ekki alls fyrir löngu hafi m.a. Rúmfatalagerinn gefið 1.300 rúm- teppi til notkunar í Malaví. Fyrir utan þann fatnað sem sendur er úr landi stendur RKÍ einnig fyrir úthlutun fatnaðar til einstaklinga á Íslandi. Rauði krossinn rekur einnig versl- anir með notaðan fatnað á Laugavegi 12 í Reykjavík og Strandgötu 24 í Hafnarfirði. Sjálfboðaliðar sjá alfarið um af- greiðslu í búðunum en fataverkefnið er nær eingöngu starfrækt með vinnuframlagi þeirra. Á síðasta ári var vinnuframlag sjálfboðaliða yfir níu þúsund vinnustundir. Yfir þúsund tonn af fatnaði til Rauða krossins á síðasta ári Á milli 20 og 25 tonn eru send til Afríku Morgunblaðið/Sverrir Yfir eitt þúsund tonn af fatnaði barst í söfnun Rauða kross Íslands á síðasta ári. Fatnaðurinn er m.a. gefinn þurfandi hér á landi og erlendis. Eftir Andra Karl andri@mbl.is GUÐJÓN Þorsteinsson, fyrrver- andi bóndi í Garðakoti í Mýrdal, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi síðastliðinn sunnudag, 22. janúar, á 82. aldurs- ári. Guðjón fæddist í Garðakoti 15. júní 1924, sonur hjónanna Sigurlín- ar Erlendsdóttur og Þorsteins Bjarnasonar bónda í Garðakoti. Guðjón var þriðji yngstur í hópi tíu systkina og er Gróa Ragnhildur, fædd 1917, ein á lífi. Guðjón ólst upp í foreldrahúsum og vann við bú foreldra sinna. Einnig fór hann nokkrum sinnum á vertíðir í Vestmannaeyjum, var í símavinnu á sumrin, í byggingar- vinnu í Reykjavík, m.a. við bygg- ingu Þjóðleikhússins og Stýri- mannaskólans, og var um tíma starfsmaður í Kassagerð Reykja- víkur. Bræðurnir Eyjólfur Óskar og Guðjón tóku við búi í Garðakoti eft- ir foreldra sína um árið 1970. Þeir voru með hefðbundinn blandaðan búskap, kindur og kýr, fram á efri ár. Árið 1998 flutti Guðjón að Litlu- Hólum í Mýrdal, þar sem hann byggði sér íbúðarhús, og var þar með nokkrar kindur. Guðjón var ókvæntur og barnlaus. Andlit Guðjóns varð þekkt víða um heim, ekki síst fyrir tilstilli Ragnars Axelssonar ljósmyndara. Auk þess að prýða ljósmyndir Ragnars og fleiri innlendra og er- lendra ljósmyndara var Guðjón fenginn til að leika í sjónvarps- auglýsingum og kvikmyndum. Andlát GUÐJÓN ÞORSTEINSSON Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.