Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar lýstu yfir miklum efasemdum á Al- þingi í gær um þau áform ríkisstjórn- arinnar að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Þorgerður K. Gunnars- dóttir menntamálaráðherra mælti þá fyrir nýju frumvarpi um Ríkisútvarp- ið hf. Samkvæmt því á að leggja niður ríkisstofnunina Ríkisútvarpið og stofna samtímis hlutafélag um rekst- urinn. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði m.a. að því færi fjarri að almenn sátt ríkti um það að hluta- félagavæða Ríkisútvarpið. „Er ráð- herra kunnugt um það,“ spurði hann, „að nánast alltaf þegar stofnanir hafa verið gerðar að hlutafélögum á Ís- landi hefur því verið lofað að þær yrðu ekki seldar, en alltaf hefur það verið svikið?“ Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, sagði að flokkur sinn gyldi varhug við hluta- félagavæðingu Ríkisútvarpsins. Hann sagði eins og Ögmundur að þegar ríkisfyrirtæki hefðu verið hlutafélagavædd hefðu þau á endand- um verið seld einkaaðilum. Þá sagði Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, m.a. að Samfylkingin hefði lagt til að Ríkisútvarpið yrði gert að sjálfseignarstofnun. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, sagði sjálfseignarstofnun vera ákjósanlegasta rekstrarformið. Þorgerður Katrín sagði m.a. í and- svörum sínum að ekki væri til um- ræðu hjá þessari ríkisstjórn að selja Ríkisútvarpið. „Það kemur ekki til greina, er ekki til umræðu og er ekki á borði þessarar ríkisstjórnar.“ Birg- ir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, kvaðst aðspurður í um- ræðunum ekki líta á þetta frumvarp sem áfanga á þeirri leið að selja Rík- isútvarpið. Einstakir þingmenn stjórnarand- stöðu gagnrýndu Framsóknarflokk- inn fyrir að styðja áform um að hluta- félagavæða Ríkisútvarpið, en Hjálmar Árnason, þingflokksformað- ur Framsóknarflokksins, svaraði því m.a. til að það lægi ljóst fyrir í frum- varpinu að ekki stæði til að selja Rík- isútvarpið. Vísaði hann til fyrstu greinar frumvarpsins þar sem segir m.a. að sala hlutafélagsins eða hluta þess væri óheimil. „Engin áform eru um að selja Ríkisútvarpið,“ sagði hann. „Það er að sjálfsögðu lykilat- riði. Það er útgangspunkturinn að eignarhaldið sé og verði áfram rík- isins.“ Þingmenn stjórnarandstöðu gagn- rýndu fleiri efnisatriði frumvarpsins. Ögmundur Jónasson sagði m.a. að samkvæmt frumvarpinu væri út- varpsráð eða stjórn Ríkisútvarpsins háð meirihlutavaldinu á Alþingi, því stjórnin ætti að vera kosin hlutbund- inni kosningu á Alþingi, ár hvert. Þannig yrðu áfram pólitísk afskipti af Ríkisútvarpinu. Mörður Árnason sagði m.a. að fjárhagsstaða Ríkisút- varpsins ylli miklum áhyggjum; eng- ar áætlanir væru um það að skila Rík- isútvarpinu hf. öðruvísi en með neikvæðri eiginfjárstöðu. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sagðist myndu styðja frumvarpið í heild, þótt það gengi ekki eins langt og hann vildi, því hann vildi selja Ríkisútvarpið. Fyrsta um- ræða um frumvarpið stóð fram eftir kvöldi í gær. Fyrsta umræða um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið hf. Hafa efasemdir um hlutafélagavæðingu RÚV Morgunblaðið/Ásdís Ráðherrar hlusta af athygli á umræður á þingi. Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, Jón Kristjánsson, Sturla Böðvarsson og Björn Bjarnason. ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kvaðst á Al- þingi í gær fagna þeirri umræðu sem átt hefði sér stað að und- anförnu um íslenska tungu. Hún vísaði síðan í því sambandi til frumvarps síns um stofnun ís- lenskra fræða sem nú væri til meðferðar hjá Alþingi. „Við verð- um að vera á varðbergi gagnvart íslenskunni og þeim áhrifum sem koma utan að,“ sagði hún. Ráðherra sagði að í frumvarp- inu um stofnun íslenskra fræða kæmi fram að Íslensk málnefnd myndi eftir sem áður veita stjórn- völdum ráðgjöf um íslenska tungu. Auk þess ætti hún að semja íslenskar ritreglur, gera tillögur til menntamálaráðherra um málstefnu og álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. „Það er ljóst að í tengslum við þetta frumvarp er hægt að blása til enn frekari sóknar fyrir íslenskuna og að sjálfsögðu mun rík- isstjórnin ekki láta sitt eftir liggja hvað það varðar.“ Fagnar umræðu um íslenska tungu SIGURJÓN Þórðarson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, gerði prófkjörsbaráttu framsókn- armanna í Reykjavík að umtals- efni í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. „Nú stendur yfir próf- kjörsbarátta hjá Framsókn- arflokknum og sá fjáraustur sem þar er er einsdæmi, tel ég, í próf- kjörsbaráttu í Íslandssögunni. Maður veltir auðvitað fyrir sér hvaðan þessir fjármunir komi.“ Hann nefndi sérstaklega Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, í þessu sam- bandi og sagði að svo virtist sem hann hefði ógrynni fjár til að kynna stefnumál sín. Sigurjón spurði Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra að því hvenær reglur yrðu settar um fjárframlög til stjórnmála- starfsemi. Vísaði hann þar til nefndar forsætisráðherra sem fjalla á um fjárráð og fjárreiður stjórnmálaflokka. Ráðherra svaraði því m.a. til að allir flokkar ættu fulltrúa í nefndinni og að hann vænti þess að þingmaðurinn gæfi þeim fulltrúum tækifæri til að vinna sitt starf til enda. „Niðurstaða þeirrar nefndar er háð því að gott samkomulag takist milli stjórnmálaflokkanna um þetta mál,“ sagði ráðherra og bætti því við að hann vissi ekki betur en starfið gengi prýðilega. Kallar eftir reglum um fjár- framlög til flokka ÁKVÖRÐUN stjórnar Landsvirkj- unar (LV) um að leggja Norðlinga- ölduveitu til hliðar kom Valgerði Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra ekki á óvart. Hún taldi að þessi niður- staða hefði blasað við eftir að fulltrú- ar Landsvirkjun- ar funduðu með heimamönnum við Þjórsá nýverið og eins eftir orð forsætisráðherra og umhverfisráð- herra um Norðlingaölduveitu á Al- þingi um daginn. Valgerður sagði ekki sitt að kveða upp úr um hvort þessi ákvörðun þýddi endalok hugmynda um Norð- lingaölduveitu eða einungis frestun. Mikil samstaða hefði verið á Alþingi um að staðfesta úrskurð setts um- hverfisráðherra, Jóns Kristjánsson- ar, um Norðlingaölduveitu. „Málið stendur svona núna og ég held að það sé gott að kæla það,“ sagði Valgerður. „Tíminn mun leiða í ljós hvað verður.“ Óvíst að næg orka sé til Valgerður telur að ákvörðun Alcan um að hefja viðræður við Landsvirkj- un sé eðlileg í ljósi þess að mat á um- hverfisáhrifum stækkunar álversins í Straumsvík hafi legið fyrir og eins viljayfirlýsing við Orkuveitu Reykja- víkur um að hún aflaði 40% orkunnar sem þarf vegna stækkunarinnar. Um gerð umhverfismatsskýrslu vegna áformaðs álvers í Helguvík sagði Val- gerður að hún væri skref í undirbún- ingsferlinu. „En það er ekki mitt að svara því hvort það verður til nægileg orka í þetta allt saman. Ég held að það hljóti að orka tvímælis hvað varðar Suð- vesturlandið. Það er einnig í undir- búningi álver á Norðurlandi, sem er í raun óháð því sem gerist á suðvest- urhorninu hvað orkuöflun varðar, en auðvitað verður að taka til greina áhrif þessara framkvæmda á efna- hagskerfið,“ sagði Valgerður. Losunarheimildir ekki hindrun Heimildir Íslendinga til losunar gróðurhúsalofttegunda eiga ekki að hindra áform um byggingu eða stækkun sem svarar einu til tveggja álvera sem hefji starfrækslu eftir 4–6 ár, að mati Valgerðar. „Miðað við það sem við höfum reiknað út í iðnaðar- ráðuneytinu verða losunarheimildir ekki hindrun fram til ársins 2012. Við höfum heimild til losunar 1,6 milljóna tonna af gróðurhúsaloftegundum á tímabilinu 2008–2012. Það er ljóst að tvö álver eða stækkanir koma ekki inn samtímis á þessu tímabili. Ég tel líklegra að orkuöflun, a.m.k. á suð- vesturhorninu, verði meiri hindrun en heimildir okkar til losunar sam- kvæmt Kyoto-samþykktinni. Ég tel engar líkur á því að orka verði flutt milli landshluta vegna stóriðju.“ Ákvörðun fyrir norðan nálgast Samráðsnefnd um tillögur að stað- arvali fyrir álver á Norðurlandi mun funda með heimamönnum í Skaga- firði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslu um næstu mánaðamót. „Þar verður farið yfir niðurstöður rannsókna og und- irbúnings um staðarval álvers. Síðan fær Alcoa tíma fram í mars til að velta þessum hlutum fyrir sér. Þá reiknum við með að þeir kveði upp úr um hvað þeir hyggjast gera,“ sagði Valgerður. En er hún bjartsýn á að álver rísi á Norðurlandi? „Ég veit að Alcoa er í þessum við- ræðum af fullri alvöru. Fyrir norðan er fyrst og fremst verið að tala um orkuöflun frá jarðvarma og álver með 250 þúsund tonna framleiðslu á ári, en það getur líka verið byggt í áföng- um.“ Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra Orkuöflun lík- legri hindrun en losunarheimildir Valgerður Sverrisdóttir ÁKVÆÐI gildandi laga um stofnun grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum eru gerð skýrari í nýju frumvarpi menntamálaráðherra um breyt- ingar á gildandi lögum um grunn- skóla sem lagt var fram á Alþingi í gær. Auk þess er í frumvarpinu lagt til að lögbundið verði lág- marksfjárframlag sveitarfélaga til rekstrar þeirra, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, til að tryggja frekar en nú rekstrar- grundvöll þeirra. Aukið er á sveigjanleika við framkvæmd kennslu með því að fella niður ákvæði um lágmarks- kennslustundafjölda á viku og að meðallengd kennslustunda skuli vera 40 mínútur. Lagðar eru til víðtækari heimildir til mats á námi utan grunnskóla til val- greina og jafnframt veitt aukið svigrúm til undanþágu frá skóla- sókn nemenda vegna reglubund- ins náms eða íþróttaiðkunar utan skóla eða af öðrum gildum ástæð- um. Ákvæði gildandi laga um ráðn- ingu aðstoðarskólastjóra er breytt og horfið frá því að lög- binda að skylt sé að ráða aðstoð- arskólastjóra. Á móti verði kveð- ið á um það að ef ekki er starfandi aðstoðarskólastjóri við grunnskóla ákveði skólastjóri í upphafi skólaárs, í samráði við skólanefnd, hver úr hópi ótíma- bundið ráðinna kennara skólans skuli annast skólastjórn í forföll- um hans. Skerpt er á lögbundnum um- sagnarrétti foreldraráða þannig að hann nái til fyrirhugaðra meiri háttar breytinga á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær liggur fyrir, auk samráðs sveitarstjórna við foreldraráð vegna undirbúnings við gerð skólamannvirkja. Sér- stök áhersla er lögð á aukinn þátt nemenda í skólastarfinu með því að lögbundið verði á sama hátt og um foreldraráð að við hvern grunnskóla skuli starfa nemenda- ráð og er þeim ætlað aukið hlut- verk frá því sem er í gildandi lög- um. Jafnframt er lagt til að lögfest verði ákvæði sem snúa að námsumhverfi nemenda og vellíð- an þeirra í skólastarfinu, auk þess sem menntamálaráðherra er falið, í samráði við Samband ís- lenskra sveitarfélaga, að setja reglugerðir um skólaakstur og um slysavarnir og öryggismál í grunnskólahúsnæði og á skóla- lóðum. Í frumvarpinu er einnig lagt til að skerpt sé á jafnrétti nemenda til náms óháð kyn- hneigð, en slíkt ákvæði var ekki að finna í gömlu lögunum. Aukið á sveigjanleika við framkvæmd kennslu Ungliðahóp- ur Femínista- félags Íslands afhenti nýlega Sólveigu Pét- ursdóttur, for- seta Alþingis, barmmerkið „Króna kon- unnar.“ Með barmmerkinu vill hópurinn vekja athygli á því að heildarlaun kvenna eru 35% lægri en heildarlaun karla, en einnig að hefðbundin kvennastörf eru metin til lægri launa en hefð- bundin karlastörf. Þá mælist hreinn launamunur milli kynjanna enn um 15%. Þingforseti tók við merkinu frá Brynju Halldórs- dóttur sem afhenti merkið fyrir hönd ungliðahópsins. Nældi Sólveig merkinu í barm sér og tók jafn- framt við barmmerkjum fyrir hönd annarra alþingismanna. Kvaðst Sólveig myndu sjá til þess að barmmerkin yrðu sett í hólf allra þingmanna ásamt grein- argerð samtakanna um tilgang þeirra. Þingforseti tekur við „Krónu konunnar“ Sólveig Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.