Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Nýtt barnaherbergi www.fl ugger.is Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400 10 3 5 6 3 Fáðu góðar hugmyndir og sjáðu glæsilegar útfærslur í nýja bæklingnum okkar “Hugmyndir og góð ráð fyrir barnaherbergið”. Bæklingin færðu í næstu verslun Flugger lita Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Sólbakka 8 LANDIÐ ÞRÁTT fyrir erfitt tíðarfar í haust sem bitnaði verulega á afurðum kúnna í mörgum landshlutum skil- uðu kýr landsins meiri mjólk á liðnu ári en þekkst hefur áður. Ár- skýrin skilaði 5.280 kílóum mjólkur að meðaltali sem er 51 kílói meira en árið áður. Kemur þetta fram í niðurstöðum skýrsluhalds naut- griparæktarfélaganna fyrir árið 2005 sem Jón Viðar Jónmundsson nautgriparæktarráðunautur Bændasamtaka Íslands hefur tekið saman. Búum með mjólkurframleiðslu fækkaði nokkuð milli ára en þau sem eftir eru stækka. Kúm hefur fækkað örlítið í heildina. Þau bú sem taka þátt í skýrsluhaldinu hafa nú að meðaltali 30 árskýr. Erfitt að ná upp framleiðslu Jón Viðar segir að veðráttan í haust hafi bitnað illa á mjólkur- framleiðslunni. Þetta hafi gerst á viðkvæmum tíma og leitt til þess að ekki hafi verið hægt að nýta haust- beitina eins vel og efni stóðu til og kýrnar komið illa undirbúnar á hús. Hann segir alltaf erfitt að ná upp framleiðslu eftir slík skakka- föll. Telur hann að bændur hafi lagt sig mjög fram við að auka framleiðslu aftur, meðal annars fyrir hvatningu mjólkursamlag- anna, og það hafi orðið til þess að draga úr tjóninu. Staðan væri því góð fyrir árið í heild. Mestar afurðir að meðaltali voru í Árnessýslu sem jafnframt er mesta mjólkurframleiðsluhérað landsins. Hins vegar sköruðu bændur í Austur-Landeyjum fram úr þegar litið er til einstakra naut- griparæktarfélaga. Þar reyndust meðalafurðir 6.063 kg af mjólk eft- ir árskú. Nýtt Íslandsmet Mestu afurðir einstakra búa eru á Kirkjulæk II í Fljótshlíð, 7.669 kg mjólkur eftir hverja árskú að meðaltali. Er það glæsilegt Ís- landsmet. Fyrra metið setti búið á Stóru Hildisey í Landeyjum fyrir tveimur árum, 7.450 kg. Munar þarna rúmum 200 kílóum. Jón Við- ar segir að búið á Kirkjulæk II sé eitt allra glæsilegasta kúabú lands- ins. Það hafi verið í efstu sætum yf- ir meðalafurðir á undanförnum ár- um . „Áhuginn er gífurlegur og öll fjölskyldan tekur þátt. Vel er að öllu staðið,“ segir Jón Viðar þegar hann er spurður að því hvað ein- kenni Kirkjulækjarbúið. Fimm bú náðu því marki að framleiða yfir 7000 kg mjólkur að meðaltali yfir allt árið. Nokkuð á annað hundrað bú ná að framleiða yfir 6000 kg mjólkur að meðaltali. Jafnar og miklar afurðir Þegar litið er á listann yfir af- urðahæstu kýrnar sést að margar kýr eru þar jafnar með afar miklar afurðir. Ekki eru þó sett nein Ís- landsmet þar. Efst er Rófa í Nýja- bæ í Vestur-Eyjafjallahreppi með 11.265 kg mjólkur yfir árið. Allar efstu kýrnar eiga það sammerkt að þær báru í upphafi ársins og fá því eins hagstætt skýrsluár með tilliti til afurða og mögulegt er en Jón Viðar tekur fram í greinargerð sinni að árangur þeirra sé jafn- glæsilegur þrátt fyrir það. Þá getur hann þess að ef kýrnar væru metnar eftir efnamagni af- urðanna yrði röð þeirra talsvert önnur. Ábót 223 í Sólheimum sé efst í þeim útreikningi. Niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna sýna að kýrnar mjólkuðu meira en áður Metafurðir þrátt fyrir erfitt haust %  ( ))* ' *+ , -" ., ( , */ ! *0, 1  2 ' *3 ' ',&&*. ,  4  256 7, ))*#5. 7,  *8'  6 7  # ! *6  *9 , 3       !""# ! !! ! !$$ 5 & = ) #  ,(   $ ,  * /( ! : ; <*< =* >* * ?@* 3 "" * %   & ''   $$ (' $  )    *+, !$$$+ ' -. / 0,  1) 2*  3  1 2 + 2 2*  2      " ! 4 # $  " $ $  $#"" $4! $!"! $!" $! $""" $ # $ 4 A;!(*B, +  /  7*6 "7 6 '" *6, , , 2: *6 , ',&& . '  *6   ',&& 26 7, ))*#  5. 7,  /, *6,   , %  ( ))* ' 2,  ))*+  , ., ( , */ ! B *# ',&& %   & )$$ )  . , $ $$+ . 3 * %; /( 5 & = ) #  ,(   $ ,  * "    # # !  " 4# $ # A Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Fljótshlíð | „Við höfum ekki breytt miklu. Stefnum alltaf að því að láta kýrnar gera það sem þær geta,“ segir Eggert Pálsson, bóndi á Kirkjulæk II í Fljótshlíð. Búið varð í efsta sæti á lista Bænda- samtaka Íslands yfir þau búa sem skila mestum meðalafurðum eftir hverja kú á síðasta ári. Meðaltalið var 7.669 kíló mjókur eftir hverja árskú sem er nýtt og glæsilegt Ís- landsmet. Fyrra metið var meira en 200 kílóum lægra. Eggert og kona hans, Jóna Kristín Guðmundsdóttir, standa fyrir mjólkurframleiðslunni en Páll sonur þeirra á aðild að kúa- búinu. Eggert tekur fram að öll börn þeirra hjálpi til við búrekst- urinn. Búið á Kirkjulæk II er með bestu kúabúum landsins, eins og Jón Viðar Jónmundsson naut- griparæktarráðunautur lýsir hér annars staðar á síðunni. Und- anfarin tvö ár var búið í öðru sæti, á eftir Stóru-Hildisey, með um 7.180 kg mjólkur að meðaltali og á árinu 2001 var það í fyrsta sæti með 7.136 kg. Skiptir máli að bæta beitina „Ég held að það sé ekki nein ein afgerandi breyting frá því í fyrra sem skýrir þetta. Það getur verið heppni frá ári til árs, hvernig heilsufarið er á gripunum og hvernig stendur á burði og geld- stöðu hjá kúnum,“ segir Eggert. „Það sem skiptir mestu máli í mín- um huga er að bæta beitina, að hugsa jafnt um bithagann og heyöflunina,“ segir hann. Hann segir að víða sé vel að þessu staðið en aðrir mættu hugsa meira um að bæta beitina. Varðandi síðasta ár nefnir Egg- ert að hann hafi náð að rúlla grænfóðri á góðum tíma og gefið kúnum það til áramóta. Telur hann að það hafi gefist vel, og eigi þátt í góðum árangri. „Nei, það er ekki svo í mínum huga. Ég gleðst yfir hverjum sem gengur vel, þótt hann geri betur en ég. Og ef ég hefði einhverja pa- tentlausn myndi ég miðla henni til annarra. Ég held að flestir reyni að láta kýrnar gera það sem þær geta,“ segir Eggert þegar hann er spurður hvort það sé keppni milli þeirra bænda sem efstir hafa ver- ið í skýrsluhaldinu. Hann bætir því við að mikilvægt sé að stunda kynbætur svo dýrin geti staðið undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar, sem og heilbrigði þeirra. „Við vorum heppin í fyrra, fengum litla júgurbólgu. Heil- brigði kúnna skiptir afar miklu máli.“ Þokkalega bjartsýnn Í haust var útlit fyrir að mjólk- urframleiðslan myndi ekki duga landsmönnum og voru bændur hvattir til að auka framleiðsluna. Eggert segir að vissulega hafi menn aukið eitthvað kjarnfóð- urgjöf til að reyna að verða við þessum óskum en það skipti ekki höfuðmáli í niðurstöðum skýrslu- haldsins. Eggert kveðst þokkalega bjart- sýnn á framtíðina í mjólk- urframleiðslunni þrátt fyrir nokkra óvissu um fyrirkomulag alþjóðlegra viðskipta með búvör- ur. Hann segir að íslenskir bænd- ur ættu að geta staðið sig í sam- keppninni við erlenda starfsbræður sína ef þeim væru sköpuð skilyrði til þess. Aðstæð- urnar þurfi að vera sambærilegar og nefnir hann í því sambandi að gera þurfi sömu heilbrigðiskröfur til framleiðslu þeirrar mjólkur sem flutt er til landsins og gerðar eru til framleiðslunnar hér á landi. Íslandsmet hjá besta kúabúi landsins Látum kýrnar alltaf gera það sem þær geta Ljósmynd/Áskell Þórisson Í fjósinu Eggert Pálsson og Jóna Kristín Guðmundsdóttir með hluta barna sinna og tengdadóttur, f.v. Eggert, Guðmundur Helgi Eggertsson, Jóna Kristín, Berglind Inga Eggertsdóttir, Páll Eggertsson, Ragnhildur Guðrún Eggertsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir, unnusta Páls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.