Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 33 DAGBÓK er flutt á Laugaveg 56. Útsala og fjöldi opnunartilboða! Verið velkomin. Laugavegi 56 eignamidlun@eignamidlun.is • www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Góð tveggja herbergja íbúð, jarðhæð/kjallari sem skiptist í forstofu, svefnherbergi, geymslu, bað, stofu og eldhús. Allt sér, sérinngangur, rafm. og hiti. V. 11,6 m. 5580 NJÁLSGATA LAUS STRAX - SÉRINNGANGUR Um hjálpsemi – frá Reykvíkingi HVERNIG stendur því að Reykvík- ingar hugsa svona mikið um sjálfa sig? Orð þessi eru vitnuð orðrétt í Hönnu Benediktsdóttur sem var að forvitnast um hjálp Reykvíkinga á síðum Velvakanda sunnudaginn 22. janúar. Ekki veit ég hvort ég geti svarað fyrir alla borgarbúa en mér fannst ég knúinn til að svara fyrir mig. Ég kann nefnilega ekki við að setja borgarbúa eða aðra nær- sveitamenn mína undir sama hatt og gefa í skyn að allir séu eins. En ég get svarað fyrir mig og kem ég sko fram við aðra eins og ég vil láta koma fram við mig. Og ef ég sé einhvern fastan þá reyni ég að hjálpa honum og ekki bara þá heldur á það alltaf við þegar ég sé fólk í vandræðum. Ég hef aldrei svo ég muni lent í vandræðum á Selfossi, en það er gott að vita að hjálpin er til staðar þar og fólkið frá Selfossi berst um að hjálpa manni eins og Hanna sagði frá í pistli sínum. Vona að enginn slasi sig samt. Varðandi það hvort Reykvíkingar séu komnir með sama hugsunarhátt og íbúar stórborga veit ég ekkert um þar sem Reykjavík er eina borg- in sem ég hef búið í og veit ekki hvernig náungakærleikurinn er t.d. í New York. En ég hugsa ekki bara um sjálfa mig og þeir sem standa mér næst búa yfir miklum náunga- kærleik og er mitt fólk Reykvík- ingar. Ég hef oft lent í vandræðum í Reykjavík og hvort ég hafi hitt á minnihluta borgarbúa eða kannski landsbyggðarfólk í þau skipti þá hef ég alltaf fengið hjálp frá elskulegum einstaklingum sem hafa ekki vílað það fyrir sér að hjálpa mér. Og ef svo óheppilega vildi til að enginn hefði boðið sig fram þá hefði ég bara beðið næsta vegfaranda um hjálp. Og er ég viss um að það yrðu fáir sem mundu svara því neitandi. En ég hef kannski bara verið svona heppinn. Ég hef enga trú að Reykvíkingar séu eitthvað óhjálpsamari en aðrir landsmenn, kannski dálítið utan við sig og þá er bara um að gera að pikka í þá og biðja um hjálp og það er ráð mitt til þín, Hanna. Sigríður L. Einarsdóttir. Donna Karan- gleraugu týndust DONNA Karan-gleraugu í hulstri týndust á þorrablóti Stjörnunnar föstudaginn 20. janúar. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 565 6964 eftir kl. 18. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Reykjavíkurmótið. Norður ♠842 ♥Á432 V/Allir ♦DG52 ♣G3 Vestur Austur ♠Á975 ♠KDG10 ♥5 ♥96 ♦10987 ♦K3 ♣10872 ♣KD964 Suður ♠63 ♥KDG1087 ♦Á64 ♣Á5 Baráttu 20 liða í Reykjavíkurmót- inu lauk um helgina með öruggum sigri Eyktar, en sveitin fékk 393 stig, eða 20.68 stig að jafnaði úr leik. Grant Thornton varð í öðru sæti með 374 stig (19.68 að jafnaði), en Esso- sveitin þriðja með 364 stig (19.16 að meðaltali). Í sveit Eyktar spila Jón Bald- ursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ár- mannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni H. Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson. Eykt mætti Íslandsmeisturunum í sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands í 18. umferð á sunnudag og er spil dagsins frá þeirri viðuregin. Jón og Þorlákur voru í NS gegn Matthíasi Þorvaldssyni og Magnúsi Magn- ússyni: Vestur Norður Austur Suður Matthías Þorlákur Magnús Jón Pass Pass 1 lauf 1 hjarta Pass 2 grönd * Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass * 6-9 punktar og fjórlitur í hjarta Með svörtu spili út ætti vörnin að fá fjóra slagi, en Matthías valdi skilj- anlega að byrja á tígultíunni. Jón lét lítinn tígul úr borði og drap með ás heima. Tók svo tvisvar tromp og dúkkaði tígul yfir á blankan kóng austurs. Þá gat hann hent einu laufi heima í frítígul. Eftir sögnum að dæma á vestur tæplega fimmlit í spaða eða laufi (þá hefði hann sagt eitthvað við einu hjarta), svo Jón var nokkuð viss um að tígullinn væri 4-2. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Rd5 Rxd5 8. exd5 Re7 9. c3 Rf5 10. a4 g6 11. Bd3 Bg7 12. 0-0 0-0 13. Db3 He8 14. He1 Bd7 15. Bd2 a6 16. Ra3 Hb8 17. Rc2 Bf6 18. a5 Rh4 19. c4 Bg7 20. f3 Bf5 21. Bxf5 Rxf5 22. He4 Re7 23. He2 Dc7 24. Ha4 Rf5 25. Kf1 Dd8 26. g3 Dd7 27. Hb4 Rd4 28. Rxd4 exd4 29. g4 Hxe2 30. Kxe2 h5 31. h3 De7+ 32. Kd1 Dh4 33. Hb6 Dxh3 34. gxh5 gxh5 35. Dd3 h4 36. Hxd6 Dg3 37. Hd7 h3 38. Df5 Dg1+ 39. Kc2 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Reg- gio Emilia á Ítalíu. Ítalinn Pierluigi Piscopo (2.399) hafði svart gegn gríska stórmeistaranum Vasilios Kotronias (2.626). 39. ... d3+! 40. Dxd3 hvítur hefði tapað drottning- unni eftir 40. Kxd3 Db1+ og hann hefði einnig staðið illa að vígi eftir 40. Kb3 Dd1+ 41. Ka3 Da1+ 42. Kb4 Dxb2+ 43. Kc5 Hc8+ og svartur vinnur. 40. ... h2 og hvítur gafst upp enda er óumflýjanlegt að svartur veki upp nýja drottningu í næsta leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik Barnaheill – Save the Children á Íslandihalda næstkomandi fimmtudag, 26. jan-úar, ráðstefnu undir heitinu ,,Stöðvumbarnaklám á netinu – Lög og tækni“. Ráðstefnan verður haldin í Salnum í Kópavogi frá kl. 08:30–16:05. Áhersla verður annars vegar lögð á lagalega hlið netsins og hins vegar á tæknilega hlið þess. Til ráðstefnunnar verða boðaðir lög- lærðir aðilar, lögreglumenn, netþjónustuaðilar, tölvunar- og kerfisfræðingar, barnaverndaryf- irvöld og aðrir sem málið varðar. Hrönn Þormóðsdóttir hjá Barnaheillum er einn skipuleggjanda ráðstefnunnar. „Eftir því sem net- ið verður öflugra aukast möguleikar barnaníðinga á því að stunda þar iðju sína óheftir og því er nauðsynlegt að taka höndum saman og finna leið til að sporna gegn þeim vanda sem barnaklám á netinu er orðið,“ segir Hrönn. „Markmiðið með ráðstefnunni er að varpa ljósi á þau lagaákvæði sem nú þegar eru í gildi um ólöglegt efni á Netinu og koma með hugmyndir um hvernig færa megi löggjöfina til betri vegar. Jafnframt er ætlunin að upplýsa um þau vanda- mál sem upp geta komið vegna tæknilegra mögu- leika tölvunnar og ræða hvernig brúa megi bilið milli laga og tækni.“ Dagskrá ráðstefnunnar hefst með því að Ragn- hildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri félagsmála- ráðuneytis, flytur ávarp en síðan mun Thelma Ás- dísardóttir halda erindi en saga hennar Myndin af pabba sem Gerður Kristný skráði vakti gríðarlega athygli í haust. Á ráðstefnunni verða síðan fluttir fyrirlestr- arnir Hvernig vernda lögin börnin okkar gegn barnaklámi á netinu? Brynhildur G. Flóvenz – lektor lagadeild Háskóla Íslands. Youth protec- tion on the Internet – An Introduction to the Co-regulatory Approach in Germany, Thomas Rickert – lögmaður, eco – Verband der deutschen Internetwirtschaft e.V. Bonn, Þýskalandi. Blocking Internet content, is it saving the child- ren or censorship? Ola-Kristian Hoff–lögfræð- ingur, Advokatredet, Osló, Noregi. Developing and Emerging Technologies Cormac Callanan – framkvæmdastjóri INHOPE – Internet Hotline Providers Association, alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn ólöglegu efni á netinu. Síminn og ör- yggi á Netinu, Jóhann S. Friðleifsson vörustjóri Internets á einstaklingsmarkaði hjá Símanum hf. Lögreglurannsóknir á tölvum, Ágúst Evald Ólafsson – lögreglufulltrúi, upplýsinga- og eft- irlitsdeild lögreglunnar í Reykjavík. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfrækt verkefnið Stöðvum barnaklám á netinu frá árinu 2001. Kjarni verkefnisins er rekstur ábendingalínu á vef Barnaheilla, www.barna- heill.is, þar sem almenningur getur tilkynnt um barnaklám á netinu og hafa samtökin svo milli- göngu um að gripið sé til viðeigandi ráðstafana af hálfu yfirvalda. „Samtökunum hafa borist meira en 2.500 ábendingar frá því verkefnið fór af stað,“ segir Hrönn. Barnaklám | Hvernig er hægt að fyrirbyggja ólöglegt efni Stöðvum barnaklám á netinu  Hrönn Þormóðs- dóttir er fædd í Hafn- arfirði árið 1956. Hún er kerfisfræðingur og starfaði við hugbún- aðargerð frá 1985 til 1998. Hún var fræðslu- stjóri í tvö ár og síðan verkefnastjóri í marg- miðlunarfyrirtæki í 2 ár. Hún er verk- efnastjóri hjá Barna- heillum – Save the Children á Íslandi og stýrir verkefninu Stöðvum barnaklám á netinu. MÁLVERK í fullri stærð af George Washington, fyrsta forseta Banda- ríkjanna, eftir málarann Charles Willson Peale seldist fyrir 21,3 milljónir dollara á uppboði Christ- ie’s í New York um helgina. Jafn- gildir það rúmlega 1,3 milljörðum íslenskra króna og slær þar með met í verði á amerísku portrett- málverki seldu á uppboði. Fyrra metið var 8,1 milljón doll- ara, eða tæpar 500 milljónir króna. Það var einnig af Washington og var selt hjá Sotheby’s í nóvember. Charles Willson Peale var talinn fremsti portrettmálari samtímans á tímum George Washingtons. Hann málaði málverkið sem nú seldist ár- ið 1779, en það er hluti af röð mál- verka sem Peale gerði af Wash- ington. Hinar myndirnar er að finna í Metropolitan-safninu í New York og Hvíta húsinu í Washington. Milljarður fyrir Washington Reuters RITIÐ 2/2005 er komið út og er þema þess Útlönd. Þar er tekist á við samband menningarheima á ýmsan máta, ímyndir og sjálfs- myndir þjóða. Meðal efnis í heftinu er grein eftir Kristínu Loftsdóttur mannfræðing sem fjallar um ímynd Afríku á Íslandi á 19. öld. Sverrir Jakobsson fjallar um sjálfsmynd miðaldamanna í greininni Við og hinir – hvernig gerðu Íslendingar mannamun á miðöldum? en þar hugar Sverrir að þeim þáttum sem ætla má að hafi skipt máli fyrir sjálfsmynd menntaðra Íslendinga á miðöldum. Í grein sinni Íslenska og enska. Vísir að greiningu á mál- vistkerfi leggur Kristján Árnason út af nýlegri könnun á viðhorfum Íslendinga til ensku og spyr hvort staða íslenskunnar í menningu og sjálfsmynd landsmanna sé að breyt- ast. Rósa Magnúsdóttir tekur ímyndir og áróður Kalda stríðsins til skoðunar í grein um heimsókn ís- lensks æskufólks á heimsmótið í Moskvu 1957 og í grein Hólmfríðar Garðarsdóttur er sjónum beint sér- staklega að stöðl- uðum kven- ímyndum í suður-amerískri bókmenntahefð. Svanur Krist- jánsson skoðar afskipti fjögurra forseta Íslands af utanríkismálum. Þá eru í þessu hefti Ritsins birtir bókarkaflar eftir tvo prófessora við Harvard-háskóla, stjórnspekinginn Seylu Benhabib og bókmennta- fræðinginn Homi K. Bhabha. Í myndverkinu Grautur – 12 til- brigði vinnur Áslaug Thorlacius myndlistarmaður með uppskriftir að súpum og grautum úr bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur. Þá eru í heftinu birtar þrjár ljóða- þýðingar eftir Þorstein Gylfason ásamt minningarorðum um hann sem Vigdís Finnbogadóttir ritar. Ritið kemur út þrisvar sinnum á ári. Ritstjórar þess eru Gunnþór- unn Guðmundsdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir. Tímarit Hugvísinda- stofnunar komið út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.