Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Árni Jón frændi minn er farinn frá okkur. Það voru sorg- leg tíðindi sem okkur bárust til Englands í sumar að Árni Jón væri veikur. Þegar leið á haust- ið kom í ljós hve alvarleg veikindi ÁRNI JÓN GUÐMUNDSSON ✝ Árni Jón Guð-mundsson fædd- ist á Sauðárkróki 19. janúar 1968. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 8. janúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Seljakirkju 13. jan- úar. hans voru og tími hans hjá okkur yrði ekki langur. Í fjar- lægð fylgdist maður með erfiðum veikind- um hans. Á svona tím- um hugsar maður til baka, það er eitthvað svo stutt síðan við vor- um bara litlir krakkar sem lékum okkur á Skagaströnd og Árni Jón góði frændi minn sem var alltaf tilbúinn að lána frænkunni úr bænum stóra hjólið sitt. Síðustu góðu stundirnar sem við áttum saman í seinni tíð var fyrir rúmlega ári þegar hann kom hingað til Englands. Hann var þá fullur bjartsýni á lífið og tilveruna og leið vel. Tímann hérna úti notaði hann líka til að kaupa gjafir handa börn- um sínum til að færa þeim þegar hann kæmi heim. Ég náði að hitta Árna Jón á Líkn- ardeildinni nokkrum sinnum um jól og áramót þegar ég var heima. Það var erfitt að koma á Þorláksmessu og hitta Árna Jón og sjá hann svona rosalega veikan, en ég er samt svo glöð að hafa fengið að hitta hann og getað talað við hann í síðasta sinn. Daginn áður en hann dó hitti ég hann í síðasta sinn og þá kvaddi ég hann. Elsku Herdís og börnin ykkar, Guðmundur, Sessý, Guðrún og fjöl- skyldur ykkar og vinir. Við vottum ykkur okkar innilegustu samúð á þessum erfiða tíma og Guð veri með ykkur öllum. Bestu kveðjur frá Englandi Jórunn og börn. ✝ Elísabet Jó-hanna Sigur- björnsdóttir fæddist í Reykjavík 12. des- ember 1944. Hún lést á Grensásdeild Landspítalans hinn 27. desember síðast- liðinn og var jarð- sungin frá Bústaða- kirkju 4. janúar. fjörðinn fallega þar sem eyjan okkar kæra, Hrísey, er. Nú þegar við minnumst og kveðjum Hönnu Betu vinkonu okkar, finnst okkur þessar ljóðlínur eiga vel við. Við kynntumst Hönnu Betu fyrst þegar hún kom til sumardvalar í Hrísey hjá Geira pabba og Elsu mömmu, eins og hún kallaði þau heiðurs- hjón gjarnan. Hún elskaði Hrísey þrátt fyrir að vera ekki fædd og uppalin þar og leið henni ávallt vel í eyjunni, og talaði alltaf um sig sem Hríseying. Árin liðu og það var ekki fyrr en við voru allar fluttar til Reykjavíkur að við stofnum saumaklúbb og fljót- lega kom Hanna Beta í hópinn. Hanna Beta var glæsileg kona. Hún var mjög trúuð og lagði mikla rækt við trú sína. Við minnumst hennar með söknuði og þökkum allar góðar samverustundir og biðjum henni guðs bles Megi gæfan þig geyma, megi guð þér færa sigurlag megi sól lýsa þína leið megi ljós þitt skína sérhvern dag og bænar bið ég þér að ávallt geymi þig guð í hendi sér. (Írsk bæn.) Við sendum Sigríði móður henn- ar, sonum hennar Garðari og Gísla og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum innilegustu samúðar- kveðjur. Saumaklúbbssystur frá Hrísey. Loks eftir langan dag lít ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli eg inn Eyjafjörð. Ennþá, á óskastund, opnaðist faðmur hans. Berast um sólgyllt sund söngvar og geisladans. (Davíð Stefánsson.) Þannig orti Davíð Stefánsson um ELÍSABET JÓHANNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR Fimm ára beið ég spennt eftir að hitta eldri systur mína, Ólöfu, í Neskaupstað og í huganum var ímyndin um hana sveipuð Barbie-ljóma. Raunveru- leikinn reyndist þó annar því fyrir framan mig stóð skælbrosandi, orkumikil sveitastelpa í götóttum ullargammosíum; miklu líkari Línu langsokk en nokkurn tímann Bar- bie. Ég var þó fljót að jafna mig eftir að hún hafði sýnt mér öll dýr- ÓLÖF LINDA ÓLAFSDÓTTIR ✝ Ólöf LindaÓlafsdóttir fæddist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Norðfirði 27. júlí 1969. Hún andaðist í Reykjavík á jóladag, 25. desember, síð- astliðinn og var jarðsungin í kyrr- þey. in á bænum því eftir það fannst mér hún frábær. Í gegnum árin heyrðum við reglu- lega í hvor annarri. Jafnvel þegar ég bjó í Bandaríkjunum hringdi hún í mig reglulega enda voru tengsl við skyldmenni henni mjög mikilvæg. Í seinni tíð hittumst við ekki oft enda gat verið erfitt að horfa upp á eins hæfileika- ríka manneskju og hana fara illa með sig. Hún passaði sig þó ávallt á því að ég sæi hana ekki í sínu versta; hún var nefnilega stolt og reyndi að bera höfuðið hátt, þrátt fyrir allt. Stundum þegar ástandið var bærilegt var hún hjá mér og Alexander, syni mínum, og braust þá fram mikil húsmóðir sem eldaði dýrlegar máltíðir og sá til þess að allt glansaði af hreinlæti. Ólöf elsk- aði börn og fékk Alexander að njóta þess, enda þótti honum mjög vænt um hana. Helsta ástríða hennar var án efa myndlist og ljóðagerð, en á því sviði hafði hún mikla getu og af- kastaði miklu í gegnum tíðina. Hún þurfti alltaf að vera að tjá sig og var hún ekki í rónni nema hún hefði pensla sína og liti. Hún var listamaður í eðli sínu sem kallaði á mikla athygli og fylgdi því oft lát- bragð og drama, sem gat verið at- hyglisvert að vera vitni að. Hún var miðpunkturinn hvar sem hún var stödd, enda litrík og áberandi, og skipti athygli frá öðrum hana miklu máli, hvernig svo sem hún öðlaðist hana. Stríðið sem hún háði við hin sterku öfl fíknarinnar hafði varað lengi og ætlaði hún sér ekki að tapa. En svona barátta fer oft bara á einn veg – þvílík sóun. Kæra systir, á einhverjum tíma- punkti villtistu af leið. Ég vona að núna blasi við þér beinn og breiður vegur sem leiða muni þig heim. Vera Ólafsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Greinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BRAGI GUNNARSSON, Tunguseli 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju miðvikudaginn 25. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans, er bent á Sjálfsbjörg. Sjöfn Helgadóttir, Jórunn L. Bragadóttir, Linda B. Bragadóttir, Sveinn H. Bragason, tengdabörn, barnabörn og langafabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ELÍS ADOLPHSSON, Valshólum 4, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut aðfaranótt þriðjudagsins 17. janúar. Jarðsungið verður frá Fella- og Hólakirkju mið- vikudaginn 25. janúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Birna Júlíusdóttir, Guðrún Elísdóttir, Birgir Guðmundsson, Arnar Þór Elísson, Guðmundur Kolfinnur Elísson, Kristín Ásmundsdóttir, Arnheiður Anna Elísdóttir, Magnús Axelsson og barnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BRIEM BJÖRNSSON, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 27. janúar klukkan 11.00 árdegis. Ragnhildur Björnsson, Arnbjörn Kristinsson, Ágúst Arnbjörnsson, Bertha Traustadóttir, Ásdís Arnbjörnsdóttir, Demir Ilter, Árni Geir Björnsson, Robyn Björnsson. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN PÉTRÚN JÓNSDÓTTIR frá Kjalveg, Ennisbraut 18, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 27. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður frá Ingjaldshólskirkjugarði. Guðjón Ottó Bjarnason, Kristín Jóna Guðjónsdóttir, Gunnar Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Bjarney Guðmundsdóttir, Jóhann Pétur Guðjónsson, Þórey Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir, amma og tengdamóðir, SONJA ANDRÉSDÓTTIR (Cichy), lést á Landspítalanum sunnudaginn 22. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Lárus Kristjánsson. Okkar yndislega ÞÓREY GUÐMUNDSDÓTTIR, Garðavegi 4, Hnífsdal, lést af slysförum fimmtudaginn 19. janúar. Þórey verður kvödd hinstu kveðju við útför frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. janúar kl. 11.00. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í hennar nafni við Sparisjóð Vestfirðinga, til að styðja við barna- og unglingastarf í Körfuboltafélagi Ísafjarðar. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar og hjálpa henni að láta drauminn sinn rætast, eru beðnir að láta sjóðinn njóta þess. Guðmundur Þór Kristjánsson, Elínborg Helgadóttir, Helgi Sigurðsson, Sara Guðmundsdóttir, Rakel Guðmundsdóttir, Jóna Lára Ármannsdóttir, Helga Kristín Guðmundsdóttir, Elmar Jens Davíðsson, Ásgeir Þór og Viktoría Ýr Elmarsbörn, Þórir Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.