Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nei, nei, Búkolla mín, það eru engar trúarkreddur hér. Reyndu bara að baula ekki mikið meðan á athöfninni stendur. Einungis 13% íþróttafrétta íEvrópu fjalla um konur.Karlmenn eru höfundar mikils meirihluta íþróttafrétta í fjölmiðlum. Greinilegur munur er á því hvernig fjallað er um afreks- fólk í íþróttum eftir kyni. Þannig virðist ákveðin tilhneiging vera til að gera íþróttamenn að hetjum og er umfjöllunin persónulegri og oft á tíðum neikvæðari fyrir vikið. Í tilfelli íþróttakvenna er fókusinn nær undantekningarlaust á íþrótt- ina sjálfa og liðið í heild sinni, en lítið sem ekkert fjallað um einkalíf leikmanna. Í flestum tilvikum er umfjöllun um íþróttakonur á já- kvæðum nótum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um niður- stöður rannsóknar um íþróttir, fjölmiðla og staðalímyndir kynjanna sem kynnt var í síðustu viku. Rannsóknin er samstarfs- verkefni milli Austurríkis, Lithá- ens, Noregs, Íslands og Ítalíu. Gögnum rannsóknarinnar var safnað annars vegar sumarið 2004 meðan Ólympíuleikar stóðu yfir og hins vegar á nokkrum handa- hófskenndum venjulegum dögum á fyrri helmingi ársins 2005. Könnuð var íþróttaumfjöllun bæði í ljósvaka- og prentmiðlum. Fram kemur í rannsókninni að áberandi munur var á umfjöllun fjölmiðla um íþróttir á þessum ólíku tíma- bilum þar sem fótboltinn var yf- irgnæfandi í íþróttafréttum á venjulegu dögunum, en aðrar íþróttagreinar, s.s. frjálsar íþrótt- ir, sundgreinar og fimleikar fengu mun meiri umfjöllun meðan á Ól- ympíuleikunum stóð. Fram kemur í rannsókninni að karlmenn eru mun meira áberandi í fótboltaumfjöllun fjölmiðla en konur. Karlar eru einnig fyrirferð- armeiri í fréttum af hópíþróttum á borð við körfubolta og handbolta. Konur eru aftur á móti sýnilegri í einstaklingsgreinum á borð við skíðaíþróttir og sundgreinar þótt þær komist samt ekki með tærnar þar sem karlarnir hafa hælana hvað umfang umfjöllunar varðar. Auka þarf umfjöllun um kon- ur í íþróttum á jákvæðan hátt Þegar fréttirnar eru kyngreind- ar kemur, eins og fyrr sagði, í ljós að 78% íþróttaumfjöllunar beina sjónum sínum einvörðungu að karlaíþróttum og karlkyns íþróttamönnum, meðan aðeins 13% eru um kvennaíþróttir og kvenkyns íþróttamenn. Í 9% til- vika var í fréttinni fjallað jafnt um karlar og konur. Sé litið til þess í hverja er vitnað kemur í ljós að í 65% tilvika er í fréttaskrifum að- eins vitnað í karlmenn, en til sam- anburðar er aðeins í 5% íþrótta- frétta vitnað einvörðungu í konur. Þegar fjallað er um kvennaíþróttir virðist tilhneigingin vera sú að skrifa annaðhvort um viðburðinn án þess að vitna í íþróttakonurnar sjálfar og sé vitnað í einhvern þá er það í yfirgnæfandi tilfellum karlmaður. Velta má upp þeirri spurningu hvort karllægt sjónarmið í frétta- skrifum um íþróttaviðburði og -leiki endurspegli þá staðreynd að mikill meirihluti þeirra sem skrifa íþróttafréttir er karlmenn. Þannig leiðir rannsóknin í ljós að í 87% til- vikum voru höfundar íþróttaefnis (svo fremi að efnið var höfundar- merkt) eftir karlmann. Aðeins 9% greina voru skrifuð af konum og 5% íþróttaefnis voru samvinnu- verkefni beggja kynja. Að sögn Kjartans Ólafssonar, sérfræðings hjá Rannsóknar- stofnun Háskólans á Akureyri sem hafði umsjón með rannsókn- arhlutanum hérlendis, var mark- mið rannsóknarinnar tvíþætt. Annars vegar að skapa þekkingu á hluti og hlutverkum karla og kvenna í íþróttafréttum í Evrópu og hins vegar að finna leiðir til að brjóta upp staðalmyndir kynjanna í tengslum við íþróttir. Í þeim til- gangi hefur verið útbúið fræðslu- efni í margmiðlunarformi sérlega ætlað íþróttafréttamönnum, íþróttakennurum og þjálfurum sem dreift verður auk þess að vera aðgengilegt á netinu. Aðspurður hvort eitthvað í rannsókninni hafi komið honum sérlega á óvart segist Kjartan hafa átt von á því að Ísland hefði komið betur út en samanburðarlöndin í ljósi þess hversu löng hefð kynja- og jafnréttisbaráttu er hérlendis. Leggur hann áherslu á að umfjöll- un um konur í íþróttum eigi ekki að bæta upp með hugmyndum um að auka vinsældir kvennaíþrótta með kynferðislegri hlutgervingu kvenna eða öðrum þvingandi og stöðluðum kynhlutverkum. Mikil- vægt sé því að auka umfjöllun um konur í íþróttum á jákvæðan hátt. Fréttaskýring | Greining á íþróttaumfjöll- un fjölmiðla út frá kynjum Íþróttir og kynjaímyndir Karllæg sjónarmið, viðmið og gildi virð- ast allsráðandi í íþróttafréttamennsku Hlutur íþróttakvenna í fjöl- miðlum er tilfinnanlega rýr  Þó nokkuð hátt hlutfall íþróttafrétta séu ekki til þess gerðar að draga upp staðal- ímyndir af kynjunum þá birtast augljósar staðalímyndir í um þriðjungi frétta. Sem dæmi um slíka staðalímynd má nefna að dregin er upp mynd af tilfinn- ingasemi íþróttakvenna meðan leikkænska og skynsemi íþrótta- manna er rómuð. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn á íþróttaumfjöllun út frá kynjum. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is                      !       "# $                             Íþróttaumfjöllun fjölmiðla greind eftir kyni þeirra sem um er fjallað. Frumkvöðla- verðlaun Icelandair 2006 Icelandair leitar að samstarfsaðila sem lumar á nýrri vöru og/eða viðburði sem gæti höfðað til erlendra ferðamanna. Við leitum í hugmyndasmiðju ykkar að vöru/viðburði sem gæti verið gangsettur eða verður í gangi frá september 2006. Besta hugmyndin hlýtur nafnbótina Frumkvöðlaverð- laun Icelandair (Icelandair Pioneer Award Winner) og verður sem slík tekin undir „væng“ Icelandair og markaðssett erlendis á vefsíðum félagsins. Verðlaunin eru vegleg eða 500.000 kr. og 10 farseðlar á leiðum Icelandair til að kynna vöruna/viðburðinn erlendis. Tillögum skilist á einu A4 blaði á frumkvodull@icelandair.is eða sendist til Frumkvöðlaverðlaun Icelandair, Aðalskrifstofa Icelandair, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is/frumkvodull. Skilafrestur er til 1. mars og vinningshafar verða tilkynntir í apríl/maí. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 30 81 4 0 1/ 20 06

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.