Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Frönsk Kvikmyndahátíð Pride & Prejudice kl. 5:30 - 8:05 og 10:40 Oliver Twist kl. 5:30 - 8 og 10:30 Rumor Has It kl. 8:15 og 10:15 The Chronicles of Narnia kl. 5:30 KING KONG kl. 9 b.i. 12 ára Harry Potter og Eldbikarinn kl. 6 b.i. 10 ára ***** V.J.V. / topp5.is **** S.V. / Mbl. E.P.Ó. / kvikmyndir.com **** Frá Óskarsverðlaunaleikstjóra „AMERICAN BEAUTY“ Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper. eee H.J. MBL DÖJ, Kvikmyndir.com „Sam Mendez hefur sannað sig áður og skilar hér stórgóðri mynd.“ „...mjög vönduð og metnaðarfull mynd...“ e e e e VJV, Topp5.is Byggð á sönnum orðrómi... Frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“ Byggð á sígildri skáldsögu Jane Austin sem hefur komið út í íslenskri þýðingu. S.V. / MBL *** Babúska - Le Poupées Russes B.i. 12 ára kl. 5.30 Talað fyrir daufum eyrum - Cause toujours kl. 8 Saint Ange kl. 10 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Babúska Byggð á sönnum atburðum... svona nokkurn vegin. eee M.M.J. kvikmyndir.com Saint Ange Cause toujours eeee L.I.N. topp5.is ÞAÐ kennir ýmissa grasa í dagskrá Sjónvarpsins á næstu vikum og mán- uðum og verður hér stiklað á stóru og helstu þættir í innlendri sem og er- lendri dagskrá skoðaðir. ERLENT: Lost Það fagna því efalaust margir að önnur syrpa af hinum gríðarlega vin- sælu þáttum Lost, eða Lífsháska, sé að hefjast. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið á meðal stranda- glópa á afkekktri eyju í Suður- Kyrrahafi. Fyrsti þáttur verður sýndur mánudaginn 30. janúar. Desperate Housewives Hinir vinsælu þættir um að- þrengdu eiginkonurnar hefjast í Sjónvarpinu í byrjun febrúar, en um er að ræða aðra syrpu. Fyrsti þáttur verður sýndur fimmtudaginn 2. febr- úar. Without a Trace Gamlir vinir úr bandarísku alrík- islögreglunni snúa aftur og halda áfram að leita að týndu fólki. Sýn- ingar hefjast 16. febrúar. Project Runway Hér er um að ræða þáttaröð um unga fatahönnuði sem keppa sín á milli í því hver þeirra sé bestur. Ofur- fyrirsætan Heidi Klum stýrir þátt- unum sem hefjast hinn 1. mars. Spooks Úrvalssveit bresku leyniþjónust- unnar MI5 snýr aftur og heldur áfram að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi og hryðjuverka- mönnum. Spooks er á dagskrá á þriðjudagskvöldum. Life As We Know It Bandarísk þáttaröð um þrjá vini á unglingsaldri sem eiga erfitt með að hugsa um annað en stelpur. Sýningar hefjast 1. mars. Gilmore Girls Mæðgurnar snúa aftur í banda- rískri þáttaröð um einstæða móður sem rekur gistihús í smábæ í Con- necticut-ríki og dóttur hennar á ung- lingsaldri. Sýningar hefjast 7. mars. Space Race Geimferðakapphlaupið er nýr breskur myndaflokkur sem fjallar um fólkið sem var í aðal- hlutverkum í geimferðakapp- hlaupi Bandaríkjamanna og Rússa. Hér er saga þessa kapphlaups sögð frá sjón- arhóli verkfræðinganna sem stýrðu geim- ferðaáætlunum þjóðanna tveggja þar sem skiptast á sigrar og ósigrar. Fyrsti þáttur verður sýnd- ur fimmtudaginn 26. janúar. Auk þess styttist í að danska fjölskyldudramað Króníkan hefjist, sem og ný syrpa bresku gamanþáttanna Litla- Bretlands. Loks ber að geta þess að Sjónvarpið sýnir nú í febrúar sænsku framhalds- þættina Häktet, en þar er Benedikt Erlingsson á meðal leik- ara. INNLENT: Söngvakeppni Sjónvarpsins skipar stóran sess í innlendri dagskrárgerð Sjónvarpsins næstu vikurnar. Fyrsta undanúrslitakvöldið var á laugardag- inn var, en seinni tvö verða svo tvö næstu laugardagskvöld. Hinn 11. febrúar verður svo sérstakur upp- rifjunarþáttur, en 18. febrúar renn- ur stóra stundin upp því þá kemur í ljós hvaða lag keppir fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Á undan hverjum þætti verður sýndur sérstakur spurningaþáttur um keppnina sem nefnist Tíminn líður hratt. Annar spurningaþáttur verður á dagskrá sjónvarpsins á næstu mán- uðum en hin gamalgróna spurn- ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hefst í Sjónvarpinu hinn 23. febrúar. Nýr spyrill hefur tekið Lífsháski og Aðþrengdar eiginkonur að hefjast Það styttist heldur betur í Lost, en þættirnir hefja göngu sína 30. janúar. Sjónvarp | Margt á döfinni í dagskrá Sjónvarpsins Eiginkonurnar aðþrengdu hefja göngu sína 2. febrúar. FJÖLLISTATVÍEYKIÐ The Shneedles kom til landsins fyrir helgi en tvíeykið verður með sýningar í Austurbæ á föstudag og laugardag. Nemendur Verslunarskólans tóku hins vegar for- skot á sæluna í gærdag þegar þeir Wolfe Bowart og Bill Robison heimsóttu skólann og sýndu listir sínar á „Marmaranum“ eins og miðrými Verslunarskólans er stundum kallað. Ísleifur Þórhallsson hjá Event segir að þeir Bowart og Rob- ison hafi nýtt tímann sinn á Íslandi til hins ýtrasta. Um helgina fóru þeir í Bláa Lónið, skoðuðu Gullfoss og Geysi, Þingvelli og fóru svo á hestbak. Segir Ísleifur að þeir séu dolfallnir yfir feg- urð landsins og séu alvarlega að íhuga húsnæðiskaup á Fróni. Í dag hyggjast þeir félagar líta inn uppi á Barnaspítala Hringsins en á morgun koma þeir við í hádeginu og skemmta nemendum á táknmálssviði Hlíðaskóla. Eins og áður sagði verður The Shneedles með tvær sýningar í Austurbæ um helgina. Fáeinir miðar og nokkrar ósóttar pant- anir eru eftir á fyrri sýninguna á föstudaginn og sömu sögu er að segja um seinni sýninguna sem er á laugardeginum. Listir | The Shneedles komnir til landsins Dolfallnir á Marmaranum The Shneedles fóru hinn hefðbundna túristahring um helgina og áttu varla orð fyrir hrifningu. Morgunblaðið/Þorkell Nemendur Versló fengu smáforskot á sæluna á Marmaranum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.