Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að dveljast við frábærar aðstæður á Kanarí í janúar í eina eða tvær vikur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Við bjóðum þér góð íbúðahótel á meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Kanarí 31. janúar frá kr. 19.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu 28 sætin Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. Tveir fyrir einn tilboð, 31. janúar í eina eða tvær vikur. Netverð á mann. Gisting frá kr. 1.250 m.v. 4 í íbúð með 2 svefnherb. á Dorotea. Netverð á mann nóttin. Kr. 1.690, m.v. 2 í íbúð á Aguacates. Netverð á mann nóttin. AFAR þröngt er um sjúklinga á hjartadeild LSH og þurfa margir sjúklingar að liggja á göngum í stað hjúkrunarrýma. Þetta er óviðunandi gagnvart sjúklingum og starfsfólki að mati Ásgeirs Jónssonar hjartasér- fræðings sem kveður brýnt að leita leiða til að létta álagið. „Það er alls ekki viðunandi að veikt fólk sé vistað á gangi að staðaldri,“ segir Ásgeir. „Þetta er klárlega brot á heilbrigðis- og brunavarnarlögum og mannréttindum, að fólk skuli ekki fá viðunandi þjónustu.“ Ásgeir segir skýringuna á ástand- inu margþætta, m.a. hafi sjúkrarúm- um á hjartadeild fækkað um fimmtán frá sameiningu spítalanna, en nú séu þau fjörutíu. Þá fjölgi hjartasjúkling- um hraðar en þjóðinni, m.a. vegna þess að meðferð hjartasjúkdóma hafi batnað og dánartíðni lækkað. Því hafi þeim sem lifa með sjúkdómnum fölg- að. Þá séu allar líkur á að hjartasjúk- lingum fjölgi um 50% næstu 25 árin. Annar hluti vandamálsins er sá að deildin losnar mjög seint við hjúkr- unarsjúklinga, sem eru búnir í hjarta- eða bráðameðferð, yfir á einhvers konar hjúkrunardeildir. „Ég fór yfir þetta með yfirhjúkrunarfræðingnum hér, sem sagði að jafnaði sex til átta sjúklinga á hjartadeildinni sem gætu verið annars staðar,“ segir Ásgeir og bætir við að í sumum tilfellum liggi fólk vikum, jafnvel mánuðum saman á deildinni og gæti fengið sambæri- lega og ódýrari þjónustu annars stað- ar. „Fólk sem þarf bara hjúkrunar- þjónustu þarf ekki að liggja á bráðadeild.“ Sérstök deild í sumar Ásgeir segir þó vissa ástæðu til bjartsýni, enda standi til að nýrna- sjúklingar, sem hingað til hafa deilt öðrum tveggja ganga hjartadeildar með hjartasjúklingum, fái í sumar sérstaka deild, sem nú er verið að inn- rétta. „Þá fáum við þau rúm sem nýrnasjúklingar hafa í dag. Þannig ætti að rætast eitthvað úr plássvand- ræðum okkar,“ segir Ásgeir, en bætir við að ekki sé nein breyting í vændum í bráð, því sjúklingarnir liggi á göng- um næstu mánuði. „Þeir fá lakari þjónustu liggjandi á gangi svo ekki séu nefnd þau óþægindi sem af þessu hljótast. Þetta er mjög veikt fólk og oft það fólk sem er að leggjast inn.“ Veikt fólk á göngum Viðvarandi þrengsli eru á hjartadeild Landspítalans Morgunblaðið/ÞÖK SAMKVÆMT skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í gær vilja 38% borg- arbúa Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita sjálfstæðismanna í borginni, sem næsta borgarstjóra. 21% vill samfylkingarmanninn Dag B. Eggertsson sem næsta borgarstjóra, en 13,9% vilja Steinunni Valdísi Óskarsdótt- ur áfram sem borgarstjóra. 10% nefndu Stefán Jón Hafstein. Í könnun Fréttablaðsins var hringt í 600 Reykvíkinga með kosningarétt og svöruðu rúmlega 300 manns, að því er segir í frétt Fréttablaðsins. 38% vilja Vilhjálm ÍSLANDSBANKI hefur ákveðið að gefa Krabbameinsfélagi Íslands nýtt stafrænt röntgentæki að verðmæti um 40 milljónir króna. Tækið mun nýtast vel til forvarna- starfs Krabbameinsfélagsins í leit að mein- um í brjóstum kvenna, en hin stafræna rönt- gentækni hefur fjölmarga kosti í för með sér, sem gera greiningu nákvæmari og fljót- legri. Guðrún Agnarsdóttir, formaður Krabba- meinsfélagsins, segir starfsemi leitarsviðs í dag beinast að því að greina forstig legháls- krabbameins hjá konum á aldrinum 20–69 ára og brjóstakrabbamein hjá konum á aldr- inum 40–69 ára. Leitarstöð annist einnig skoðanir á konum með einkenni óháð aldri. Guðrún segir árangurs starfsins ótvíræðan, þar sem dánartíðni leghálskrabbameins hafi lækkað um 73% og brjóstakrabbameins um 32%. Nýja tækið byggist á stafrænni röntgen- tækni, sem gerir mögulegt að færa myndir beint inn í tölvu í stað hefðbundinna rönt- genfilma. Tæknin gefur möguleika á ná- kvæmari greiningu lítilla æxla og gagnast aðferðin best í brjóstum yngri kvenna og kvenna með þéttan brjóstavef. Auk þess er geislaskammturinn mun minni en áður þekk- ist og dregur þannig úr geislun, sem margar konur óttast og hefur komið í veg fyrir að þær mæti til leitar. Meðal annarra kosta við hina stafrænu tækni er tölvuaðstoð við úrlestur mynda, en búnaðurinn jafnar gæði úrlesturs og eykur næmni hans. Þá aukast afköst við myndatök- ur og úrlestur og einnig aukast líkur á að finna smáæxli, sérstaklega í þéttum brjósta- vef. Ennfremur minnkar notkun röntgen- filma og umhverfis- og heilsuspillandi fram- köllunarefna. Þörf á fleiri tækjum Guðrún segir Íslandsbanka sannkallaðan Gleðibanka. „En við þurfum fleiri gleði- banka, því leitarsvið Krabbameinsfélagsins þarf fimm slík tæki,“ segir Guðrún. Þannig þarf röntgendeild Leitarstöðvar þrjú tæki, en auk þeirra þarf eitt fartæki fyrir lands- byggðina og eitt tæki á Akureyri auk tölvu- búnaður til úrlesturs mynda. Heildarkostn- aður við þessa breytingu er áætlaður um 340 milljónir, 200 milljónir vegna röntgentækja og um 140 milljónir vegna myndgeymslu- og tjáskiptakerfis og hugbúnaðarkerfis. Guðrún segir snemmgreiningu krabba- meina skipta sköpum í meðferð. „Ef við náum að finna meinin snemma eru þau oft lítil og skurðaðgerðin þarf ekki að vera eins mikið líkamlegt áfall, en einnig eru mun minni líkur á að meinið hafi breiðst út, svo það eykur mjög líkur á lækningu,“ segir Guðrún að lokum. Íslandsbanki gefur Krabbameinsfélaginu nýtt stafrænt röntgentæki Gefur möguleika á nákvæmari greiningu lítilla æxla Morgunblaðið/Þorkell Baldur Fr. Sigfússon, yfirlæknir á röntgendeild leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, sýnir Einari Sveinssyni, stjórnarformanni Íslandsbanka, röntgenmyndir af brjóstum. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is ÚTGJÖLD ríkissjóðs til almannatrygg- inga og velferðarmála nema samkvæmt fjárlögum 2006 rúmlega 73 milljörðum króna. Þeir liðir sem tilheyra þessum málaflokki eru meðal annars elli- og ör- orkulífeyrir Tryggingastofnunar, barnabætur, sjúkrabætur, mæðrabæt- ur, málefni fatlaðra, atvinnuleysisbæt- ur og önnur félagsleg aðstoð. Þetta kemur fram í nýju vefriti fjármálaráðu- neytisins. Í vefritinu segir að útgjöld til mála- flokksins hafa rúmlega tvöfaldast frá árinu 1998 miðað við fjárlög 2006. Sé tekið tillit til áætlaðs verðlags 2006 er aukningin á sama tímabili 45%. Í mála- flokknum vega þyngst útgjöld til elli-, örorku- og ekknalífeyris en sá liður hefur hækkað um 52%. Skýrist það af mikilli fjölgun örorkulífeyrisþega og hækkun lífeyris. Einna mest hafa út- gjöld vegna sjúkra-, mæðra- og ör- orkubóta hækkað eða um 181% frá árinu 1998. Sem fyrr er það mikil fjölg- un örorkulífeyrisþega sem skýrir þá hækkun. 73 milljarðar til velferðarmála ATLANTSSKIP munu á næstu tveimur mánuðum taka ákvörðun um hvar framtíðaruppbygging fyrirtæk- isins verður. Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, seg- ir að fyrirtækið sé með tilboð frá Hafnarfirði, Faxaflóahöfnum og Kópavogi. Atlantsskip geti hins vegar ekki samþykkt þau samningsdrög sem Kópavogsbær hafi boðið. Það muni koma fljótlega í ljós hvort bær- inn sé tilbúinn til að koma með annað tilboð. Kópavogsbær hefur sagt upp samningi við Atlantsskip um hafnar- aðstöðu. Fyrirtækið hafði óskað eftir lengingu á viðlegukanti og auknu at- hafnasvæði í Kópavogshöfn. Viðræð- ur aðila skiluðu hins vegar ekki ár- angri. Allt laust pláss að klárast Gunnar Bachmann segir ekki alls kostar rétt sem komi fram í fyrirsögn fréttar um Atlantsskip í Morgun- blaðinu á sunnudag, að Atlantsskip muni flytjast úr Kópavogi. Endanleg ákvörðun um það hafi ekki verið tek- in. Það liggi þó fyrir að bærinn hafi sagt upp samningi við fyrirtækið. Í framhaldi af því hafi stjórnendur farið á fullt að leita sér að nýrri aðstöðu til að tryggja stöðu sína. Atlantsskip séu í dag með tilboð frá Hafnarfirði og Faxaflóahöfn, auk þess samnings sem Kópavogur bauð fyrir jól, en fyrir- tækið treysti sér ekki til að ganga að. „Við skoðum alla möguleika. Það er hægt að fá pláss í Hafnarfirði, Reykjavík og Kópavogi, en væntan- lega verður búið að ráðstafa þeim fyr- ir árslok 2006. Við þurfum því að hafa hraðar hendur því að það er okkar mat að sú hafnaraðstaða sem er hér á höfuðborgarsvæðinu sé að lokast.“ Atlantsskip greiddu um 50 milljón- ir í hafnargjöld til Kópavogshafnar á síðasta ári. Gunnar segir að vegna vaxtar fyrirtækisins muni hafnar- gjöld þess tvöfaldast á næstu 3–4 ár- um. Atlantsskip með tilboð frá Hafnarfirði og Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.