Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 17
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gott að hafa góða hanska í gler- inu Ómar Ingi Melsteð á og rekur Glervík ehf. Breiðdalsvík | „Við fluttum tækin hingað frá Egilsstöðum í maí sl. og hófum vinnslu í júní,“ segir Ómar Ingi Melsteð, eigandi Glervíkur ehf. á Breiðdalsvík og áður bifvélavirki hjá Heklu á Austurlandi. Hann keypti sl. vor skurðarborð, þvotta- vél, límingartæki og sög fyrir lista af Malarvinnslunni á Egilsstöðum, sem vildi hætta með glervinnslu. Ómar Ingi segir verkefnin næg. „Við erum mest inni á viðhaldsmark- aði eins og var áður hjá Malarvinnsl- unni. Austfirðingar hafa tekið þessu vel og mikill áhugi virðist á að halda þessu innan fjórðungs, enda er ég sá eini í glerinu á Austurlandi.“ Ómar Ingi segir mest af pönt- unum koma frá einstaklingum sem séu í viðhaldi á húsum sínum. „Svo kemur eitt og eitt nýtt hús með og endurnýjun á heilum húsum. Þeir sem byggja mest á Austurlandi, þ.e. verktakar, kaupa gluggana með gleri erlendis frá, þó ekki sé það al- gilt og einnig er smíðað innanlands fyrir nýbyggingar. Það var unnið fram á nætur hér í fyrrasumar þeg- ar viðhald húsa í fjórðungnum stóð sem hæst.“ Hjá Glervík eru 1,5 stöðugildi og segir Ómar Ingi fyrirtækið rúlla ágætlega þó hann græði ekki á því. Veltan þurfi að vera um milljón á mánuði til að fyrirtækið gangi. Efnið fær Ómar í stórum skífum og sker niður í umbeðnar stærðir. Hann er einnig með spegla. Glerafskurður nýtist í minni rúður og fólk sem not- ar gler í handverk og föndur sætir færis að komast í glersallann áður en honum er hent í glerbrotagám. Kom heim með glerið MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 17 MINNSTAÐUR Auglýsendur! Tímarit Morgunblaðsins er mest lesna tímaritið í áskrift á Íslandi. Því er dreift í 60 þúsund eintökum með sunnudagsblaði Morgunblaðsins til lesenda um land allt. Nýjasta fjölmiðlakönnun Gallup staðfestir vinsældir Tímarits Morgunblaðsins, en lestur þess eykst þriðju mælinguna í röð og er nú 42%. Allar nánari upplýsingar veita Sigrún Sigurðardóttir í síma 569 1378 eða sigruns@mbl.is, og Bylgja Björk Sigþórsdóttir í síma 569 1142 eða bylgjabjork@mbl.is AKUREYRI AUSTURLAND Egilsstaðir | Annar af tveimur hér- aðsdýralæknum í Austurlandsum- dæmi nyrðra er að flytja á brott og óvíst er hvort ráðið verður í hans stað. Þá verður Dýraspítala Austur- lands jafnframt lokað, enda í eigu dýralæknisins sem flyst burt. Svo virðist sem einn maður eigi því að sinna svæðinu frá Bakkafirði til Fá- skrúðsfjarðar. Segja viðmælendur Morgunblaðsins slíkt nánast óger- legt; að einn maður geti verið til taks dag og nótt allt árið á svo stóru svæði, þar sem um fjallvegi er að fara. Búnaðarsamband Austurlands og félög sauðfjár- og nautgripa- bænda á hafa lýst áhyggjum af þess- ari stöðu mála og sent erindi til land- búnaðarráðherra og þingmanna norðausturkjördæmis. Þá mótmælir bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs harð- lega þeim vangaveltum sem uppi eru um að hreyfa við stöðum héraðs- dýralækna á svæðinu. Bent er á að lagabreytingu frá Alþingi þurfi til að fækka héraðsdýralæknum. Morgunblaðið/Einar Falur Áhyggjur af dýra- lækningum eystra Bættar samgöngur | Bæj- arstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt að hrinda skuli af stað tilraunaverkefni sem miði að því að uppfylla óskir ung- menna um bættar almennings- samgöngur, ekki síst m.t.t. starfsemi ungmennahúss og fé- lagsmiðstöðva. Á bæjarstjórn- arfundi ungmenna sem haldinn var fyrir skömmu var ítrekað bent á nauðsyn þess að bæta samgöngur á milli byggða- kjarnanna í Fjarðabyggð. Um er að ræða þriggja mánaða til- raunaverkefni sem verður svo endurskoðað í ljósi reynslunnar. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að skila til bæjarráðs til- lögu um viðbótarferðir áætl- unarbíls fyrir lok mánaðarins og undirbúa að þær nýtist ung- mennahúsi og félagsmið- stöðvum sem best. Djasshátíð undirbúin | Hafinn er undirbúningur fyrir Djasshátíð Eg- ilsstaða 2006. Á síðasta ári ákvað Árni Ísleifsson að hætta afskiptum af djasshátíðinni eftir að hafa stýrt því merkilega menningarverkefni í átján ár. Nú hefur hins vegar verið myndaður starfshópur sem ætlað er að skipuleggja hátíðina frá grunni. Gengið er út frá því að starfsemi hátíðarinnar verði útvíkkuð m.a. þannig að tónleikahald á hennar vegum fari fram á Héraði, á Seyð- isfirði og í Fjarðabyggð. Starfshóp- inn skipa fulltrúar frá þessum sveit- arfélögum. Mikill áhugi er fyrir því að kalla að þessu sinni til listamenn frá Norður-Noregi til að leika á há- tíðinni en tónlistarmenn frá Austur- landi heimsóttu kollega sína í Ves- terålen í vetur og m.a. léku þar með norskum tónlistarmönnum á djasshátíð. Auglýst hefur verið eftir áhugasömum einstaklingum sem starfa koma vilja að Djasshátíð Eg- ilsstaða. Það er af sem áður var að var að varla mátti snúa sér við á Akureyri öðruvísi en sjá KEA-verslun. KEA-merkið er enn á stórhýsinu á mótum Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis, Gilsins og göngugötunnar, og ekki er annað að sjá í þessum glugga á því húsi en KEA sé þar „í bak og fyrir“. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í bak og fyrir „VIÐ ERUM mjög ánægð með viðtök- urnar, þær fóru fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Elín Hallgrímsdóttir, sí- menntunarstjóri há Símenntun Háskólans á Akureyri. Nú þegar síðasta vikan í ári hanans samkvæmt kínversku tímatali er runnin upp, hófst nám í kínversku á vegum Símenntunar HA. Alls settust 50 manns á skólabekk til að hefja þetta tungumála- nám, 30 á Akureyri og 20 í Reykjavík. Á morgun hefst svo annað námskeið, Kín- versk nútímamenning, og eru 35 nemendur skráðir á það og námskeiðið Viðskipti við Kína hefst á fimmtudag, en á það eru skráðir 39 nemendur. Aðsókn í kínverskunámið var meiri en hægt var að anna, vísa þurfi um 20 manns frá að þessu sinni að sögn Elínar, en nám- ið verður boðið að nýju næsta haust. Sendikennari sem til þess hefur verið ráð- inn með styrk frá kínverska sendiráðinu hefur verið ráðinn til tveggja ára. „Íslendingar eru opnir fyrir nýjungum, við erum fljót að taka við okkur, stökkvum yfirleitt af stað,“ segir Elín um þann mikla áhuga sem Íslendingar sýna nú með því að þyrpast á námskeið í kínversku og mál- efnum tengd landi og þjóð. Elín nefndi að forseti Íslands ásamt fjöl- mennri sendinefnd hefði verið á ferð í Kína á liðnu ári og í kjölfarið hefðu tengsl milli landanna aukist. „Kína er land tækifær- anna, gríðarlega fjölmennt land, 1,3 millj- arðar íbúa og menn spá gríðarlegum vexti þar á næstu árum. Þarna er líka orðinn til stór hópur þokkalega vel stæðs millistétt- arfólks og hann mun vaxa á komandi ár- um.“ Meðal nemenda eru stúdentar við há- skóla, en námið er þeim að kostnaðarlausu, en Elín segir almennan áhuga einnig mik- inn, hjá fólki út í bæ og þá eru nokkur dæmi um að fyrirtæki sendi starfsmenn á námskeið í kínversku, m.a. fyrirtæki sem eru í viðskiptum í Kína eða hyggi á þau. Elín segir þessi þrjú námskeið bara byrjunina, gert er ráð fyrir að náms- framboð muni á næstu misserum aukast. Þannig hefst strax næsta haust á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands BA-nám í Austur-Asíufræðum, en slíkt verkefni á sér ekki fordæmi í samstarfi ís- lenskra háskóla. Góð aðsókn á námskeið í kínversku hjá Símenntun Háskólans á Akureyri Erum fljót að taka við okkur Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is SKÍÐAMAÐUR hlaut höfuðáverka þegar hann féll illa á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli um helgina. Maðurinn rotaðist við fallið og rann meðvitundarlaus eina 200 metra og hlýtur því að hafa verið á mikilli ferð að því er haft er eftir Óskari Óskarssyni, formanni Skíða- félags Dalvíkur, á vefnum dagur.is, en Óskar kom fljótlega á slysstað. Starfsmenn skíðasvæðisins sóttu hann upp í brekkuna og var síðan ek- ið með hann í skyndi á sjúkrahúsið á Akureyri. Margt var um manninn í Böggvisstaðafjalli sl. laugardag enda kjöraðstæður og lyfturnar lokaðar á Akureyri. Maðurinn er úr Kópavogi og muna hafa verið á skíðum á Dal- vík með hópi félaga sinna. Tveir drengir hafa fótbrotnað í fjallinu í síðustu viku og hafa komið upp vangaveltur um það hvort slysin gætu tengst tilbúna snjónum úr nýju snjóvélunum. Að sögn Óskars eru engin tengsl þar á milli. Öll þessi at- vik hafa átt sér stað utan þeirra svæða þar sem vélgerði snjórinn liggur. Hins vegar brýnir Óskar fyr- ir skíðafólki að nota hjálma og fara varlega að öðru leyti. Hlaut höf- uðáverka Fyrirlestur | Ingvill Thorson Plesn- er flytur fyrirlestur sem nefnist Skilj- ast leiðir ríkis og kirkju í Noregi? í dag, þriðjudaginn 24. janúar kl. 12 í stofu L201 á Sólborg. Skýrsla um framtíðarskipan ríkis og kirkju þar í landi verður lögð fram í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.