Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 23 Á FORSÍÐU Morgun- blaðsins 4. mars 2003 birtist ljósmynd sem ég tók af þeim Halldóri Ás- grímssyni, þáverandi ut- anríkisráðherra, og Ibrahim Rugova í Pristina daginn áður. Á myndinni eru þeir Halldór og Rugova báðir með heldur óvenjulegt hálstau, gulan og hvítan klút sem yfirmenn ítalska hers- ins á flugvellinum í Pristina höfðu hnýtt um háls þeirra í tilefni þess að Ítalir höfðu látið af stjórn flugvall- arins, en Íslendingar tekið við. Rugova, sem lést á laugardag eftir stutta baráttu við krabbamein, var svosem þekktur fyrir að nota hálstau, svartur og rauður hálsklútur var raun- ar eins konar vörumerki hans. Þetta gaf honum eilítið óvenjulegt yfirbragð, en það má raunar segja að Rugova hafi alltaf minnt meira á háskólapró- fessor í bókmenntum fremur en stjórnmálaforingja. Ekki að ófyrirsynju; Rugova lærði málvísindi við Sorbonne-háskóla í Par- ís og gerðist síðan prófessor í albönsk- um bókmenntum heima í Kosovo. Það var svo sem leiðtogi rithöfunda- sambandsins sem hann fyrst kom fram á sjónarsviðið, þannig um mun- aði, á níunda áratug síðustu aldar. Örfáum mínútum áður en ég mynd- aði þá Halldór og Rugova saman við veislu sem haldin var í tilefni þess að Íslenska friðargæslan hafði tekið við stjórn alþjóðaflugvallarins í Pristina hafði mér gefist tækifæri til að setjast niður með Rugova og ræða við hann stutta stund. Aðstoðarmaður hans túlkaði fyrir okkur, Rugova virtist ekki kunna nema hrafl í ensku. Sam- talið snerist mest um vonir og vænt- ingar Kosovo-Albana, sem fyrst og síðast víkja að sjálfstæði héraðsins frá Serbíu – en segja má að Rugova hafi verið holdgervingur þessara drauma, svo landsföðurleg var ímynd hans og svo stórum skugga varpaði hann yfir stjórnmál Kosovo. Ekki skrýtið að menn óttist valda- baráttu að honum gengnum, pólitískt og samfélagslegt tómarúm sem ein- hverjir munu sjálfsagt reyna að fylla en sem haft gæti þar afleiðingar að heldur magnaðist spennan við þær viðkvæmu aðstæður sem ríkja í hér- aðinu. Vildi ekki vopnaskak í Kosovo Rugova var fæddur í Kosovo árið sem íslenskt lýðveldi var stofnað á Þingvöllum en hann deyr án þess að hafa séð draum sinn um sjálfsætt Kos- ovo rætast. Blikur eru þó á lofti í þeim efnum, rætt hefur verið um að Sam- einuðu þjóðirnar, sem hafa stýrt hér- aðinu frá því að loftárásum NATO á Júgóslavíu lauk 1999, myndu beita sér artákn Kosovo-Albana eftir að hild- arleiknum 1999 var lokið. En þar hefði getað brugðið til beggja vona og færri hafa haft trú á að Rugova væri rétti maðurinn til að stjórna landinu. Sannarlega kom hann mér ekki fyrir sjónir, þetta skipti sem ég hitti hann 2003 og af fenginni þeirri reynslu sem ég öðlaðist þá níu mánuði sem ég dvaldi í Kosovo 2001, sem mik- ill bógur, raunar var hann heldur veiklulegur í útliti og framkomu. Sætti sífelldum árásum Kannski var það vegna þeirra stöð- ugu árása sem andstæðingar hans og keppinautar um völd og áhrif héldu uppi, bæði með sögusögnum um drykkjusýki og pólitískt getuleysi en líka raunverulegum morðtilraunum; Rugova hafði verið sýnt tilræði oftar en einu sinni. Nú reynir hins vegar á límið sem heldur Albönum í Kosovo saman: Sör- en Jessen-Petersen, æðsti yfirmaður SÞ í Kosovo, lagði einmitt áherslu á það á sunnudag að ef Kosovo-Albanar ætluðu að láta rætast draum Rugovas um sjálfstætt Kosovo yrðu þeir að halda friðinn sín í millum, standa sam- an, sýna minningu forsetans virðingu. Líklegir til að taka sess Rugovas eru menn eins og Veton Surroi, mikils- virtur blaðamaður og viðskiptajöfur, Hashim Thaci, fyrrverandi leiðtogi Frelsishers Kosovo, Bajram Kosumi forsætisráðherra og sá sem mun gegna forsetaembættinu til bráða- birgða, þingforsetinn Nexhat Daci. Hættan er þó sú að sjálfstætt Kosovo erfi þá flokkadrætti sem einkenndu hinstu mánuði og ár Rugovas. Fimm daga þjóðarsorg verður í Kosovo vegna fráfalls Ibrahims Ru- gova. Hann verður borinn til grafar á fimmtudag en þangað til mun lík hans liggja frammi í þinghúsinu í Pristina, þar sem menn munu geta vottað hon- um hinstu virðingu. fyrir því í fyrirhuguðum viðræðum Kosovo-Albana og Serba að héraðið fái sjálfstæði að tilteknum tíma liðnum. Um leið gæfu Albanar, sem eru ríf- lega 90% íbúa Kosovo, fyrirheit um að vel yrði séð fyrir serbneska minnihlut- anum í Kosovo, sem átt hefur undir högg að sækja síðan stjórnvöld í Bel- grad misstu Kosovo úr greipum sér. Ibrahim Rugova var óumdeildur leiðtogi Kosovo-Albana lengi framan af. Það var hann sem á sínum tíma markaði þá stefnu að sjálfstæðisbar- átta þeirra skyldi verða háð með frið- sömum hætti; ekki ætti að taka upp vopn eins og gert var í Slóveníu, Kró- atíu og í Bosníu-Herzegóvínu við upp- haf tíunda áratugarins á síðustu öld. Rugova taldi öruggt að alþjóða- samfélagið myndi huga að réttindum Kosovo-búa þegar samið yrði um frið á Balkanskaganum. Svo fór þó ekki, Kosovo „gleymdist“ við samningaborðið í Dayton í Ohio þegar samið var um frið í Bosn- íustríðinu 1995. Í þessu liggja rætur átaka í Kosovo 1998–1999, auk þeirra ofsókna sem Kosovo-Albanar máttu þola af höndum Serba í héraðinu. Ein af afleiðingum þess að ekki var tekið á málefnum Kosovo við samn- ingaborðið 1995 var sú að tiltrú á Ru- gova minnkaði heima fyrir. Reiðir ungir menn töldu ljóst að trúin á „pas- síva“ mótspyrnu myndi engu skila, beita yrði öðrum brögðum, aðeins máttur sverðsins yrði til að tryggja réttindi Kosovo-Albana og sjálfstæði héraðsins frá Belgrad, þar sem Slo- bodan Milosevic réð ríkjum. Það var sá lærdómur sem þeir töldu mega ráða af hildarleiknum 1991–1995. Þrátt fyrir að þessir menn hrifsuðu í raun frumkvæðið af Rugova eftir 1995, með því að hefja skæruhernað gegn serbneskum öryggissveitum í hér- aðinu, sem aftur leiddi til þess að Serbar brugðust hart við, hélt Rugova stöðu sinni sem helsta sameining- AP Kosovo-Albanar flykktust að heimili Ibrahims Rugova í Pristina á sunnudag til að votta honum virðingu sína. Menntamanns- legur landsfaðir Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, jarð- aður á fimmtudag Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Morgunblaðið/Davíð Logi Sigurðsson Ibrahim Rugova með Halldóri Ásgrímssyni í Pristina 3. mars 2003.nirnar í neðri hluta Þjórsár sem til í tilkynningunni eru Urr- rkjun, Holtavirkjun og Hvamms- Að sögn Bjarna Bjarnasonar, mdastjóra orkusviðs LV, verður ræða tvær eða þrjár virkjanir. Urriðafossvirkjun verður sjálfstæð en síðan er hægt að virkja fallið ofar í ánni í einni eða tveimur virkjunum. Miðlun virkjananna verður í Þórisvatni og er um að ræða rennslisvirkjanir með tiltölulega litlum inntakslónum. Stöðvarhúsin verða væntanlega neðanjarðar. Búðarhálsvirkjun verður neðsta virkj- unin í Tungnaá og virkjar fall um göng í gegnum Búðarháls. Byrjað er á virkj- uninni að hluta. Fyrir nokkrum árum var brúað og lagður vegur að væntanlegu stöðvarhússtæði og sprengt fyrir stöðv- arhúsinu. Öll leyfi eru fyrirliggjandi og hægt að byrja framkvæmdir fyrirvara- laust, að sögn Bjarna. Umhverfismati hinna virkjananna er lokið en eftir að ganga frá skipulagsmálum þeirra og loka- undirbúningi. Þrjú ár eru nægur tími til að byggja vatnsaflsvirkjanir af þessari gerð, að sögn Bjarna. Umræddar virkjanir verða samtals um 300 MW. Til samanburðar var Búrfells- virkjun upphaflega 220 MW en eftir end- urhönnun er hún nú 270 MW. Búðarháls- virkjun hefði orðið aflmeiri ef farið hefði verið í Norðlingaölduveitu, því með henni hefði rennslið í Tungnaá orðið meira. kjun í viðræður nar í Straumsvík la sér,“ segir hún. „Mig langar öllum sem hafa stutt þennan því þetta byggist á fjöldanum og grúa fólks úr mörgum áttum sem t þessu lið.“ TRYGGVA Felixsyni, framkvæmdastjóra Landverndar, finnst viðbrögð Landsvirkj- unar við breyttri stöðu eðlileg. „Það er greinilega vaxandi samstaða um að vernda Þjórsárver og stækka friðlandið og þá ganga náttúrulega áform Landsvirkjunar þvert á þá samstöðu, sem virðist verða sífellt víðtækari,“ segir Tryggvi. „Ég fagna þessum viðbrögðum Landsvirkjunar og tel að það eigi að fylgja þessu máli eftir núna með því að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka til að treysta varanlega og víðtæka verndun Þjórsárvera til lengri tíma litið, þ.e.a.s. stækka friðlandið eins og bent hefur verið á að nauðsynlegt sé að gera og festa það í svæðisskipulagi miðhá- lendisins og aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ásahrepps, og síðan í framhaldi að gefa þessu merkilega landi þann sess sem það vissulega á skilið. Eins og sýnt hefur verið fram á með mörgum góðum rökum er þetta eitthvert verðmæt- asta svæði hálendisins.“ Tryggvi vonar að niðurstaðan verði end- anleg. „Ég tel að umhverfisráðherra eigi nú þegar að taka upp samræður við Skeiða-, Gnúpverja- og Ásahrepp um möguleika á að stækka friðlandið,“ segir hann. „Ég vona að Alþingi styðji þá við- leitni og að samvinnunefndin um skipulag miðhálendisins finni fyrir þessari miklu samstöðu sem ég held að sé að myndast, felli alfarið mannvirki á þessu svæði út úr skipulaginu og skilgreini það sem nátt- úruverndarsvæði.“ Fylgja þarf málinu eftir nnsson, formaður Náttúruvernd- ka Íslands, segist hefðu óskað tjórn Landsvirkjunar félli alfar- ormum um undirbúning Norð- lingaölduveitu en legði þau ekki bara til hlið- ar. Hann segir yfirlýs- inguna að öðru leyti ánægjulega en segist þó ekki trúa því að far- ið verði í framkvæmd- irnar héðan af. „Ein- mitt þess vegna hefði verið betra ef stjórnin hefði samþykkt að ð þetta alfarið.“ erir sér vonir um að það verði ða stjórnvalda að friðlandið á verði stækkað. „Ég held að það ið betra fyrir alla aðila ef kjun hefði viðurkennt þá stöðu ð er í og lýst yfir að Norð- uveita væri úr sögunni,“ segir ekur athygli á að Landsvirkjun ki ræða við aðra orkukaupendur á rafmagni frá þessum virkj- um á meðan viðræður þessar Landsvirkjun útiloki ekki við- ð Alcoa um sölu á raforku til rs á Húsavík. endir jafnframt á að losunar- ands samkvæmt Kyoto-bókuninni i álver fyrir norðan og sunnan. ði átt að falla rið frá veitunni dirbúning Norðlingaölduveitu til kjun muni einbeita sér að öðrum ara þeirri orkuþörf sem fyr- dsvirkjunar, lagði fram tillög- anna, nema Álfheiðar Ingadóttur sagði að samþykktin þýddi m.a. gt eftir gagnvart samvinnunefnd ðlingaölduveitu? . Það eru í gildi lög sem heimila stólum. En eins og vindar blása í ið þessu á næstunni,“ sagði Jó- rja um 650 milljónum til und- fjárfestingin væri í raun meiri, rið bent á að það myndi kosta eðar í Þjórsá. gð til hliðar Ljósmynd /Alcan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.