Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Starfsmaður í búningadeild Þjóðleikhúsið óskar starfsmanni í búninga- deild. Próf frá fataiðnaðardeild Iðnskólans eða sam- bærilegrar menntunar er krafist. Starfið felur í sér m.a. útfærslu, sniðagerð og saumaskap á búningum. Þjóðleikhúsið er vinnustaður sem heldur jafn- réttissjónarmið í heiðri og þess vegna viljum við hvetja karlmenn, jafnt sem konur, til að sækja um þetta starf. Launakjör eru skv. kjarasamningum SFR og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda til starfsmannastjóra Þjóð- leikhússins, Lindargötu 7, 101 Reykjavík, merkta: „Búningadeild“ eða á netfangið vidar@leikhusid.is. Umsóknir berist í síðasta lagi mánudaginn 30. janúar nk. og þarf viðkomandi að geta hafið störf þann 1. mars 2006. Raðauglýsingar 569 1100 Félagsstarf Félag sjálfstæðismanna vestur/miðbæ Aðalfundur Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ verður haldinn í Valhöll miðvikudaginn 25. janúar og hefst hann kl. 18.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Fyrirtæki Til sölu Vegna fráfalls eiganda er Gylfi E. Sigurlinnason ehf. til sölu. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á handverksvörum og verkfærum. Tilboð óskast sem fyrst. Nánari upplýsingar í síma 555 1212. Tilkynningar Gjábakkavegur (365), Laugarvatn - Þingvellir, Bláskógabyggð Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipu- lagsstofnunar nýja matsskýrslu um Gjábakka- veg (365), Laugarvatn - Þingvellir, Bláskóga- byggð. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 24. janúar til 7. mars 2006 á eftirtöldum stöðum: Á skrifstofum Blá- skógabyggðar í Aratungu og skipulags- og byggingarfulltrúa á Laugarvatni, í Þjóðarbók- hlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Matsskýrsl- an er aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinn- ar: www.vegagerdin.is. og VSÓ Ráðgjöf, www.vso.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 7. mars 2006 til Skipulagsstofnunar, Lauga- vegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrif- um. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. Ýmislegt Leikrit, þögn og leynd? Óvæntar innkomur háskólakennara, (St.Ól. og G.M.), svo og OECD (19. og 20.01.06), í stefnumál ríkisstjórnarinnar, Skattalækkanirnar miklu, hafa breytt því í gaman- og jafnvel ærsla- leik. Eru Arðsama Kárahnjúkavirkjunin, Góðærið og Heimsins besta fiskveiðistjórn, aðeins skrautsýningar, byggðar á áróðri, þögn og leynd valdhafa? Sífelld afskipti þeirra af fjöl- miðlum benda til þess. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. Félagslíf  Hamar 6006012419 III Hfj.  FJÖLNIR 6006012419 I H.v  EDDA 6006012419 III I.O.O.F. Rb. 1  1551248 E.I* Dr. Tissa Weerasingha predik- ar á samkomu í kvöld kl. 20.00. www.krossinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.