Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús MárLárusson fædd- ist í Kaupmanna- höfn 2. september 1917. Hann lést á Hjúkrunarheimil- inu Eiri 15. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónas Magnús Lár- usson og Ida Maria Lárusson, fædd Gullström. Bróðir Magnúsar er Björn f. 15. ágúst 1926. Eiginkona Magn- úsar Más var María Guðmunds- dóttir, f. 19. febrúar 1917, d. 7. janúar 2000 úr MND sjúkdómi. Börn þeirra eru 1) Monika, f. 11. nóvember 1942, gift Adólfi Adólfssyni. 2) Allan Vagn, f. 10. mars 1945, kvæntur Margréti Gunnarsdóttur. 3) Sesselja, f. 14. júní 1950, gift Ársæli Kjartans- syni. 4) Jónas Björn, f. 21. mars 1952, kvæntur Drífu Freysdóttur. 5) Finnur, f. 3. september 1956, kvæntur Karin Magnússon. Barnabörn Magnúsar eru sextán og barnabarnabörnin eru 9. Magnús Már lauk stúdentsprófi frá MR 1937. Hann lagði stund á útgáfunnar, en hún er 22 bindi. Hann var skipaður í Skálholts- nefnd og var einn til umsjónar með verkum þar 1957-63 í umboði ráðherra. Magnús Már sat í stjórn Hins íslenska Biblíufélags 1948– 64. Hann var forseti guðfræði- deildar í nokkur ár. Hann sat á kirkjuþingi í fjögur ár og var um tíma í stjórn Prestafélags Íslands. Þá var hann varaformaður Hins íslenska fornleifafélags 1961-86. Magnús Már sat í mörg ár í Ör- nefnanefnd og í Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar og var í nokkur ár formaður bókasafns- nefndar Háskóla Íslands. Hann sat í sameiginlegri nefnd Dana og Íslendinga um málefni Stofnunar Árna Magnússonar (Árnanefnd) 1970–75 og var í fjögur ár for- maður Stofnunar Árna Magnús- sonar á Íslandi. Hann sat í nefnd þeirri er annaðist skiptingu hand- rita á milli Dana og Íslendinga. Magnús Már var heiðursdoktor við lagadeild Lundarháskóla og við guðfræðideild Háskóla Ís- lands. Hann hlaut viðurkenningar fyrir störf sín, m. a. Henrik Stef- fens verðlaunin, Fálkaorðuna og Dannebrogsorðuna. Þá var hann heiðursfélagi í vísindafélögum í ýmsum löndum. Eftir Magnús Má liggja fjölmörg verk á sviði guð- fræði, sagnfræði, lögfræði og fornleifafræði. Magnús Már verður jarðsung- inn í kyrrþey í dag. guðfræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1937–38 og útskrif- aðist sem cand. the- ol. frá Háskóla Ís- lands 1941. Magnús Már varð prestur í Breiðabólstaðar- prestakalli á Skógar- strönd 1941, stunda- kennari við Menntaskólann á Ak- ureyri 1941–42 og prestur á Skútustöð- um 1944–49. Magnús Már hóf kennslu við guðfræðideild HÍ 1947 og var skipaður prófessor 1953. Magnús Már kenndi einnig við heimspeki- deild HÍ og var skipaður prófess- or í sagnfræði 1968. Árið 1969 var hann kjörinn háskólarektor og gegndi því embætti til 1973. Hann gegndi gistiprófessorsemb- ætti við lagadeild Háskólans í Lundi og háskólann í Turku í Finnlandi og var andmælandi við doktorsvarnir í guðfræðideild, heimspekideild og lagadeild hér og erlendis. Magnús Már sat í ritstjórn Kult- urhistorisk Leksikon for Nordisk Middelalder frá upphafi til loka Elsku afi minn. Það er alltaf erfitt að kveðja og jafnvel þó að þú hafir sjálfur verið sáttur við að kveðja gerir það þetta bara ekki mikið auð- veldara fyrir okkur hin. Ég á ekki margar minningar um þig áður en þið fluttuð á Aflagrand- ann. Einu sinni kom ég alltaf til ykkar ömmu á miðvikudögum eftir skóla og lærði hjá ykkur og spilaði við ömmu og maulaði röndóttu súkkulaðimolana með þér. Það brást heldur varla að í hvert sinn sem ég kom var eitthvert sætabrauð á boð- stólum og ég tengi til dæmis mún- hringi og smjörkökur alltaf við heimsókirnar á Aflagrandann og þá sérstaklega þig. Vindlalykt er líka svona afalykt í mínum huga og ég get ekki annað en brosað að því að hafa nokkrum sinnum flúið úr reyk- herberginu uppi á Eir þegar þið pabbi voruð í smók, báðir alsælir með smókinn. Þið pabbi voruð nátt- úrulega svo góðir vinir og í ykkar tilfelli sannaðist það sem oft er sagt, að sannir vinir þegja saman. Það hentaði ykkur vel en átti nú til að ergja okkur hin. Það hefur líka hlýj- að mér um hjartaræturnar undan- farnar vikur að setjast í stólinn þinn heima hjá mömmu og pabba og rifja upp heimsóknirnar á Aflagrandann þar sem þú sast alltaf í sama stóln- um. Það var svo gaman að koma til þín upp á Eir með skottuna mína. Þér fannst svo gaman að fá hana þó þú gætir ekki séð hana og ótrúlegt hvað hún var góð hjá þér. Enda varstu svo mikil barnagæla og hún fann það sko greinilega. Þegar við komum til þín núna fyrir jólin leyfði hún þér að kyssa sig og knúsa sem hún leyfir sko ekki hverjum svo er. Það var svo yndisleg heimsókn, gott að fá að kyssa þig og eiga svona ljúfar síðustu minningar um þig. Elsku hjartans afi minn. Ég trúi ekki öðru en því að þið amma séuð núna saman á nýjum stað. Þín Soffía. Kveðja frá Háskóla Íslands Háskóli Íslands kveður með trega Magnús Má Lárusson, fyrrverandi háskólarektor, sem var á sinni tíð í forystu fyrir uppbyggingu skólans, og helgaði honum krafta sína drýgsta hluta starfsævinnar. Magnús Már lauk kandídatsprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1941 og var vígður til prests sama ár. Hann starfaði sem kennari og prestur, m.a. í Breiðabólstaðar- prestakalli á Skógarströnd, í nokkur ár áður en hann kom aftur að Há- skólanum sem kennari. Hann gegndi prófessorsembætti í kirkju- sögu við guðfræðideild Háskóla Ís- lands 1947–1968. Forseti guðfræði- deildar var Magnús í fjórgang og sat þá jafnframt í háskólaráði. Magnús leit á kirkjusögu sem hluta af almennri sagnfræði og var skip- aður prófessor í sagnfræði við heim- spekideild 1968. Hinn 14. maí 1969 var Magnús Már kjörinn rektor Háskóla Íslands til þriggja ára og endurkjörinn 14. maí 1972. Magnús Már lét af rekt- orsstörfum haustið 1973 vegna augnsjúkdóms er átti eftir að leiða til blindu. Af sömu ástæðu fékk hann lausn frá prófessorsembætti ári síðar. Magnús Már reyndist fjöl- mörgum háskólamönnum ákaflega vel eftir að hann lauk formlega störfum. Hann var annálaður fyrir greiðvikni og góðvild. Hratt vaxandi háskólastarf og byggingaframkvæmdir einkenndu rektorstíð Magnúsar. Stjórn þess- ara verka fórst honum vel úr hendi. Hafist var handa um byggingu Lögbergs fyrir lagadeild og hófst kennsla í húsinu áður en embættis- tíma hans lauk. Lokið var við fyrsta hluta verkfræðideildarhúss vestan Suðurgötu og hafin bygging annars áfanga fyrir verkfræði- og raunvís- indadeild. Einnig var tekin skóflu- stunga að Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og lagður grunnur að Læknagarði í Vatnsmýrinni fyrir læknadeild og tannlæknadeild. Magnús hafði mikinn áhuga á bygg- ingarmálum, ekki síst á hagkvæm- um útfærslum og hentugum bygg- ingarefnum, og fylgdist vel með framkvæmdum. Starfsemi skólans óx hratt og nauðsynlegt reyndist að leigja húsnæði utan háskólalóðar- innar. Það var fyrir atbeina Magn- úsar að Háskólinn fékk lóðina á horni Hjarðarhaga og Suðurgötu fyrir starfsemi sína. Í rektorstíð Magnúsar var unnið að stofnun félagsvísindadeildar og undirbúningi kennslu til BS-prófs í raunvísindum. Magnús Már var mikilvirkur fræðimaður og eftir hann liggur fjöldi greina í kirkjusögu og íslensk- um fræðum. Magnús var í ritstjórn Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder sem telur 22 bindi og skrifaði þar um 260 ritgerðir um sögu Íslands. Hann var glöggur handritalesari og fann á Landsbóka- safni áður óþekkt skinnblað úr Heiðarvígasögu. Hann var í fjöl- mörgum stjórnum, nefndum og ráð- um á sviði mennta- og menningar- mála og kennslumálaráðherra Dana skipaði hann í handritaskiptanefnd 1971. Síðar tók Magnús við Flateyj- arbók og Konungsbók Eddukvæða úr hendi menntmálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, þegar handritunum var skilað til Háskóla Íslands til varðveislu. Magnús var formaður stjórnar Árnastofnunar á þeim tíma. Magnús var gistiprófessor við heimspekideild Åbo Akademi í Finnlandi 1962, við guðfræðideild Uppsalaháskóla 1963–1964 og laga- deild háskólans í Lundi 1966. Magn- ús varð heiðursdoktor við lagadeild háskólans í Lundi 1970 og við guð- fræðideild Háskóla Íslands 1971. Þá var hann heiðursfélagi í fjölmörgum fræðafélögum og handhafi Fálka- orðunnar og Dannebrogsorðunnar. Kennsla Magnúsar Más og rann- sóknir báru þess glögg merki, að þar fór maður sem bjó yfir mikilli og djúpri þekkingu, og hafði lifandi áhuga á fjölbreyttum fræðigreinum. Hann var afar nákvæmur í rann- sóknum sínum og hafði mikla hæfi- leika til að sjá nýjar og óvæntar hliðar á fræðilegum viðfangsefnum. Fyrir hönd Háskóla Íslands þakka ég Magnúsi Má margháttuð og farsæl störf í þágu skólans og ís- lenskra fræða um áratuga skeið. Ég votta fjölskyldu hans innilega sam- úð. Kristín Ingólfsdóttir. Kveðja frá guðfræðideild Háskóla Íslands Magnús Már Lárusson kom til starfa við guðfræðideild haustið 1947 vegna forfalla Magnúsar Jóns- sonar, prófessors, sem skipaður hafði verið formaður Fjárhagsráðs þá um sumarið. Var hann í fyrstu settur prófessor og loks skipaður í embættið frá hausti 1953 og gegndi því uns hann kaus að flytjast yfir í prófessorsembætti í sagnfræði við Háskólann sem hann var skipaður í frá hausti 1968. Var hann kjörinn heiðursdoktor við guðfræðideildina 1971. Á starfstíma sínum við deild- ina gegndi Magnús Már ýmsum trúnaðarstörfum, var fjórum sinn- um deildarforseti, sat á kirkjuþingi sem fulltrúi deildarinnar og átti auk þess m.a. sæti í stjórn Prestafélags Íslands. Helsta kennslugrein Magnúsar Más var kirkjusaga og var hann mikilvirkur fræðimaður á því sviði. Að öðrum vísindastörfum hans ólöstuðum skal hér sérstaklega get- ið ritstarfa og skrifa hans í Kult- urhistorisk leksikon for nordisk middelalder. Var samning þessa umfangsmikla verks í 21 bindi án efa viðamesta samnorræna fræða- samstarfið sem átti sér stað á þess- um árum. Auk Magnúsar Más sátu í ritstjórn fyrir Íslands hönd Kristján Eldjárn, Jakob Benediktsson, Einar Ól. Sveinsson og Ármann Snævarr sem er nú einn á lífi af þessu ein- valaliði. Ekki er laust við að það verklag sem varð Magnúsi Má eig- inlegt í tengslum við þetta mikla rit- verk hafi mótað ýmis önnur ritverk hans sem voru oft stutt, gagnorð og komu beint að kjarna málsins og því ef til vill ekki eins aðgengileg fyrir almenning og vert væri þar sem hann valdi sér ávallt áhugaverð við- fangsefni og gerði þeim gjarna frumleg skil. Auk kirkjusögu kenndi Magnús Már líka inngangsfræði og ritskýr- ingu Nýja testamentisins, einkum ritskýringu Pálsbréfa. MAGNÚS MÁR LÁRUSSON Vinur minn Bjarni Halldórsson er dáinn. Hann var eiginmaður Guðríðar föð- ursystur minnar. Bjarni var einhver prúðasti, besti og skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst. Hann var afar hæglátur og nærgætinn og hon- um lá ekki hátt rómur. Hann var skólastjóri Barnaskóla Vestur- Landeyja í Njálsbúð í mörg ár, enda hafði hann einstakt lag á börnum. Gamall nemandi hans sagði mér að aldrei hefði Bjarni þurft að hækka róminn en samt komið öllu til skila og haldið vel utan um alla. „Og þetta var fyrir daga rítalínsins“ eins og nemandinn sagði. Ég kynntist Bjarna þegar ég var 13 ára og komst fljótlega að raun um hvað hann var sérstaklega barngóð- BJARNI HALLDÓRSSON ✝ Bjarni Halldórs-son fæddist í Króki í Gaulverja- bæjarhreppi í Ár- nessýslu 14. ágúst 1918. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 11. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum 21. janúar. ur. Það var því ekki að undra að blessað ung- viðið laðaðist að þess- um nærgætna og góða manni. Gurra frænka mín hefur frá unga aldri verið annáluð fyrir hannyrðir sínar og listfengi. Hún var því fengin til þess að kenna handavinnu við Barnaskólann í Njáls- búð. Ekki leið á löngu áður en þau voru orðin yfir sig ástfangin, handavinnukennarinn og skólastjórinn. Snemma vors 1967 bauð frænka mín Bjarna í kaffi heim að Skúms- stöðum og hann fór aldrei úr því kaffiboði. Þau voru alla tíð afar náin og samhent hjón sem mikið gott var að heimsækja og spjalla við. Við Bjarni höfðum óskaplega gaman af því að tala um bækur og skáldskap, enda skrifaði hann mikið sjálfur, ekki síst ljóð. Ein jólin sendi ég hon- um bókina „Aska Angelu“ eftir Írann Frank McCourt. Bjarni var óskap- lega hrifinn af bókinni því þarna var á ferðinni alvöru lýsing á lífinu. Ekki spillti fyrir að rithöfundurinn var einnig kennari. Þegar við hittumst nokkru síðar vildi hann ólmur fá framhaldið af „Ösku Angelu“, sagð- ist hafa séð bókina auglýsta. Ég varð að sjálfsögðu við þeirri ósk hans. Þarna er Bjarna rétt lýst, því mér er nær að halda að hann hafi unnað bókmenntum af mikilli ástríðu. Ég held að Bjarni sé besti afi sem ég hef haft kynni af. Í því hlutverki naut hann sín til fulls og þar blómstr- aði mildin og hlýjan. Um það geta þau vitnað barnabörnin hans, þau Lollý, Grétar, Gurra yngri, Ragn- heiður Lilja, og litla langafastelpan, hún Heiða. Bjarna afa er nú óskap- lega mikið sárt saknað. Ekki munaði Bjarna um að bæta við sig einni afas- telpu í viðbót þegar Rakel 8 ára dótt- ir okkar Kjartans bar sig upp við hann fyrir nokkrum árum. Hún sagði Bjarna að báðir afarnir hennar hefðu dáið áður en hún fæddist, hún ætti því engan afa og spurði hvort hann gæti ekki verið afi hennar. Málið var auðsótt, „Jú, væna mín, ég skal vera afi þinn í sveitinni,“ svaraði Bjarni. Rakel grét sáran þegar hún frétti lát Bjarna afa í sveitinni. Aldrei gleymi ég því hvernig Bjarni reyndist mér þegar pabbi minn veiktist alvarlega. Læknirinn hafði sagt mér að pabbi væri við dauðans dyr. Ég hringdi í öll systkini pabba til þess að láta þau vita hvern- ig komið væri. Bjarni var einn heima á Skúmsstöðum þegar ég hringi. Ég brast í grát þegar ég færði honum tíðindin. Bjarni var hinn rólegasti og sagði mildri röddu „Þetta þarf ekki að vera svo alvarlegt væna mín. Bróðir minn var skorinn upp við þessu sama fyrir mörgum árum og hann lifir enn“. Eftir samtalið leið mér eins og smyrsl hefðu verið borin á sárin. Þannig er hinn sanni hugg- ari. Ég á Bjarna margt að þakka og vil nú einkum þakka honum fyrir all- ar skemmtilegu og góðu stundirnar þegar við spjölluðum saman, oft um þjóðfélagsmál og gamla tíma og hlógum stundum mikið. Við Kjartan sendum elsku Gurru frænku minni, Ragnheiði dóttur hennar, Ófeigi, Lollí, Hafsteini, Heiðu litlu, Grétari, Gurru yngri og Ragnheiði Lilju okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einnig senda dæt- ur okkar Rakel og Unnur Björt og fjölskylda innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Bjarna Hall- dórssonar. Rós Ingadóttir. Við fæðumst og við deyjum, það er í raun það eina sem er öruggt hér á jörðinni, samt er það ætíð jafn erfitt og sárt þegar manni er tilkynnt and- lát einhvers sem er manni nákominn og hefur skipað stóran sess í lífi manns. Mig langar til að minnast Bjarna Halldórssonar bónda og skólastjóra á Skúmsstöðum í örfáum orðum og þakka honum fyrir samfylgdina. Hann er einn af þeim mönnum sem hafa haft áhrif á líf mitt, e.t.v. vegna þess að ég bar mikla virðingu fyrir honum og orðum hans, ef hann hrós- aði mér fannst mér það mikill heiður. Bjarni var dagfarsprúður maður, af- ar hæglátur og lét lítt á sér bera, lítið gefinn fyrir skjall, hann var léttur í spori, hár og spengilegur og bar sig vel. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera nemandi hans alla mína barnaskólagöngu. Hann var kennari og skólastjóri í skólanum í Njálsbúð í V-Landeyjum á árunum ’63–’86. Hann var farsæll í starfi, góður kennari sem hafði einstakt lag á að laða fram það besta í börnum. Hann var vel liðinn bæði af nemendum og sveitungum sínum. Barngóður var hann, því kynntist ég bæði af eigin raun og síðan börnin mín. Mér finnst ég lánsöm að hafa fengið að kynnast þessum vel gefna og fróða manni. Bjarni var kvæntur Guðríði föður- systur minni. Það var alla tíð mikill samgangur milli heimilanna. Bjarni átti vini á öllum aldri, hon- um fannst gaman að spjalla við börn og unglinga og var þar ekkert kyn- slóðabil. Hann fylgdist alla tíð vel með öllu í kringum sig og því sem var um að vera í þjóðfélaginu. Pólitískur var hann og hafði sterkar og ákveðnar skoðanir á flestu í kringum sig. Ég þurfti stundum að leita til Bjarna með erindi mín var mér þá ávallt vel tekið og erindi mín leyst eftir bestu getu. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég vin minn Bjarna. Elsku Gurra, Lollý, Ragnheiður og fjöl- skylda, megi algóður guð styðja ykk- ur og styrkja. Guð geymi minn- inguna um góðan mann. Halla Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.